Við fórum á saumahelgi að Löngumýri 20-23 september s.l
Þetta er orðin árviss ferð hjá okkur Skraddaralúsum
Við vorum í þetta sinn 9 sem fórum 6 úr Hvalfjarðarsveit og 3 af Suðurnesjum og svo ein nit að norðan
Í þetta sinn var 10 ár frá því að quiltbúðin fór að vera með þessar helgar og alltaf jafn vinsælar
Við saumuðum mikið eins og vanalega og nutum lífsins með kærum saumavinkonum allstaðar af landinu erum orðinn góður hópur sem alltaf erum sömu helgina
við fengum gjöf frá quiltbúðinni og sem við saumuðum á föstudag og svo var flott óvissuverkefni á laugardaginn
Við gáfum Kristrúnu gjöf frá okkur lúsum sem var lag sem við sungum með undirleik Gunnars staðarhaldara sem Hreinn Gunnarson orti fyrir okkur
og í tilefni afmælisins hekluðum við okkur allar kórónur sem við settum upp þegar við fluttum lagið
Ekki má gleyma konunum í eldhúsinu sem eru frábærir kokkar og sjá um að úr detti ekki ein máltíð þessa helgi
Við endum alltaf þessa ferð með því að fá okkur hamborgara í Staðarskála ekki veitir af ekki má detta úr máltíð
Nýjar myndir í albúmi
Takk fyrir samveruna kæru vinkonur Hlökkum til að hitta ykkur að sama tíma að ári
Hér kemur lagið hennar Kristrúnar
Uppí rútu eða bíl,
ofboðslegan kvenna skríl
Sig góðann þóttu gera díl
Að aka á Löngumýri
Nú hefst æfintýri
Viðlag :
“Skraddara radda skraddara radda skraddara raddaralýs” (endurt)
Yndislegt er á þeim stað
Þið ættuð nú að vita það
Langamýri,geysla bað
Undir sérst þar krauma
Við skulum allar sauma
Viðlag
Vinsældirnar eru, VÓ
Voða flinkar tejumst, JÓ
Í Strúnu oft við leitum þó
Því hún á efnin góðu
Í Quilteraðri skjóðu
Viðlag
Við enda skulum þennan söng
Áður en byrtist langatöng
Því hún væri sannarlega röng
Elsku sumasystur
Amen og jesús kristur
Viðlag
Lag : nú er úti veður vont
Hreinn Gunnarsson 18/9 2012