Vatnaskógur 2023

atburður liðinn í

2 mánuði

26 dagaFærslur: 2010 Apríl

28.04.2010 22:58

Saumadagur

Næsta þriðjudag ætlum við að sauma kl 15 þetta er síðati skipulagði saumadagurinn hjá okkur núna á þessari önnemoticon  

Birgitta bauð okkur heim til sín s.l þriðjudag þar sem við vorum með lítinn fund um starfið okkar og var ákveðið að þær María og Dísa tækju að sér að skypuleggja næsta saumaár og sjá um að koma upplýsingum til okkar ef við mætum ekki á saumadagemoticon 
Elsku Birgitta takk kærlega fyrir að bjóða okkur heimemoticon 

Nú er alveg að koma að gesti no 20000 og langar okkur til að biðja hann um að kvitta sérstaklega í gestabókinaemoticon

25.04.2010 16:18

Sýningin á sumardaginn fyrsta

Sýningin okkar á sumardaginn fyrsta tókst bara mjög vel í alla staði og vorum við  ánægðar og sælar með daginnemoticon 

 Það heimsótti okkur ótal fjöldi mörg hundruð manns 300og eitthvað skrifuðu í gestabókina en margir gleymdu að skrifaemoticon 

 Það kom fólk alls staðar  af landinu margir saumaklúbbar tóku sig saman og svo var líka heil rúta af konum sem voru í skemmtiferð sem kom í heimsókn og margar hittu gamlar vinkonur sem er alltaf svo gaman emoticon .
 
 Veðrið var svo gott þennan dag alveg eins og við vorum búnar að óska eftir glampandi sólemoticon 

 Það má ekki gleyma að þakka karlmönnunum sem komu og hjálpuðu okkur að setja upp og taka niður sýninguna með vinnupallana án þeirra gátum við ekki veriðemoticon  svo líka þeim Jónu og Helgu sem voru í eldhúsinu og helltu á könnurnar og tilheyrandi eldhússtörf ástarþakkir til ykkar allraemoticon 

 Kristrún og Sísa voru með vörur frá quiltbúðinni  og var hægt að versla efni og ýmislegt smádót  er alltaf fjör þegar svoleiðis er á staðnum því það er alltaf hægt að bæta smá í pokann svona að ganni og eiga til í skápnum eða skúffunumemoticon

Við skraddaralýs viljum þakka öllum þeim sem komu og áttu með okkur góðan dag kærlega fyrir komuna með ósk um gleðilegt og gott sumaremoticon emoticon
 
Minnum á gestabókinaemoticon

 Myndir af sýningunni komnar í myndaalbúmemoticon

22.04.2010 00:05

SÝNING

 GLEÐILEGT SUMAR

'I dag er stóri dagurinn hjá okkur skraddaralúsum það er komið að sýningunni sem við ætlum að halda í Fannahlíð í Hvalfjarðarsveit frá kl 10-18 á sumardaginn fyrsta Þar verða til sýnis okkar verk sem við höfum verið að sauma undanfarin ár 
Hlökkum til að sjá sem flesta  

12.04.2010 11:41

Saumahelgi að Vöðlum

Við fórum austur að Vöðlum til hennar Ástu um helgina til að eiga saman góða saumahelgi og var mikið saumað  skrafað borðað og hlegið sem er nauðsynlegt í svona ferðum emoticon 
 Við vorum 7 sem mættum Selma kom á laugardaginn og ég fór heim á laugardagskvöld
 Eins og venjulega var saumað og saumað langt fram á nótt og sofið hratt emoticon  því tíminn líður svo hratt í svona ferðum helgin er búin áður en maður veit af emoticon .
 Við byrjuðum ferðina á því að kíkja í wogue og virku í Reykjavík og síðan var brunað austur í Hveragerði með stoppi á nauðsinlegum stað til að væta kverkarnar og svo borðuðum við kjötsúpu í kjöti og kúnst sem smakkaðiðs bara vel emoticon 
 Svo lá leiðin á Selfoss með stoppi í wogue og bót voru verslanirnar mjög ánægðar að fá okkur í heimsókn því við fórum alls ekki tómhentar út svo á leiðinni heim opnaði bót fyrir okkur og þá var aftur bætt í pokann emoticon 
 Veðrið var ekkert sérstakt rigning og rok svo við sáum ekkert til eldgosins það var svo lágskýjað
 Við fengum heimsókn frá konum úr sveitinni sem eru líka í bútasaum og borðuðu þær með okkur á laugardagskvöldið
 Heim komum við allar sælar og glaðar eftir góða helgiemoticon 
 Elsku Ásta takk fyrir okkur það er alltaf gott að koma að Vöðlum það er svo rúmt um okkur allar emoticon 

 Búið er að ákveða að fara að Löngumýri í haust eins og venjulega

Nýjar myndir í albúmi


ég vil mynna á gestabókina okkar hér á síðunni eða álit endilega kvittið stöku sinnum það er alltaf gaman að sjá að einhver er að skoða síðuna okkar Takk fyrir

08.04.2010 11:06

SÝNING SÝNING SÝNING

 SÝNING emoticon   SÝNING emoticon  SÝNING emoticon   já núna verður sko  bútasaumssýning emoticon 
 
Sumardaginn fyrsta 22 apríl kl 10-18 í félagsheimilinu Fannahlíð í Hvalfjarðarsveit
 
Til sýnis verður allt sem við höfum verið að gera og erum með ábyrjað bæði lítil og stór verkefni

  

  Kaffi og sætubiti verða til sölu á 500 kr
 
Einnig verða til sölu bútalegar smávörur frá okkur
 
Kristrún í Quiltbúðinni verður  á staðnum með vörur til sölu
 
Allir eru velkomnir og vonumst við til að sjá sem flesta til að gleðjast með okkur þennan dag

01.04.2010 22:43

Næsti saumadagur

Næsta þriðjudag ætlum við að sauma á sama tíma kl 15emoticon 

Við förum að Vöðlum til hennar Ástu á saumahelgi 9-11 aprílemoticon
  • 1
Flettingar í dag: 94
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 215
Gestir í gær: 60
Samtals flettingar: 100602
Samtals gestir: 10339
Tölur uppfærðar: 4.6.2023 12:18:40


Umsjón með vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir

Nafn:

Skraddaralýs

Heimilisfang:

Hvalfjarðarsveit

Um:

Við erum hópur kvenna sem hittumst reglulega og saumum bútasaum Umsjón vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti
clockhere

Tenglar