Vatnaskógur 2023

atburður liðinn í

1 ár

1 mánuð

16 daga



Hverjar erum við

 

Nokkrar konur í Hvalfjarðarsveit höfðu verið að sauma saman í þó nokkurn tíma. Svo var það árið 2006 að hópurinn ákvað að fara að Laugum í Sælingsdal á saumahelgi hjá Bót frá Selfossi. Þar hittum við Reykjaneskonurnar sem eru vinkonur okkar hóps. Þær buðu okkur að koma í Flagbjarnarholt, eftir áramótin 2006–7. Þar voru nokkrir konur komnar saman til að sauma. Margir bútasaumshópar bera skemmtileg nöfn og nafnlausi hópurinn okkar fór að vinna í því að finna nafn sem væri snjallt og grípandi. Einhver mundi eftir að skemmtilegt orð var notað yfir spotta sem festist í fatnaði þeirra er voru að sauma. Við höfðum mikið fyrir því að rifja upp hvaða orð þetta væri. Við hringdum út og suður í eldri konur sem við töldum að myndu þetta. Það var síðan hún Vilborg Kristófersdóttir á Læk í Leirársveit sem hafði upp á nafninu og kom því til okkar. Þar með var nafnið SKRADDARALÝS, komið til að vera. Klúbburinn heldur úti heimasíðu og slóðin á hana er skraddaralys.123.is Í raun má segja að við séum hópur kvenna sem höfum sameiginlegt áhugamál sem er bútasaumur og allt sem tilheyrir hannyrðum. Við hittumst hálfsmánaðarlega yfir vetrartímann í Miðgarði, byrjum um mánaðamótin ágúst-september. Við komum saman og saumum eða prjónum og SIGRÚN SÓLMUNDARDÓTTIR Skraddaralýs Áhugahópur um bútasaum << er þetta ekki rétt slóð? 249 BORGFIRÐINGABÓK 2023 Oftast erum við fullar einbeitingar við saumavélarnar. Hér eru frá vinstri talið við vélarnar: Ingibjörg Guðjónsdóttir frá Arkarlæk, María Sigurðardóttir í Ölveri og Sigrún Sólmundardóttir í Belgsholti. drekkum kaffi. Það kemur fyrir að ef við erum að deyja úr myndarskap þá hittumst við vikulega ef svo ber undir. Stundum eru langir saumadagar hjá okkur og mætum við þá snemma dags og saumum fram á kvöld. Í gegnum tíðina höfum við farið á saumahelgar vítt og breitt um landið. Má nefna Vaðla á Suðurlandi, Löngumýri í Skagafirði þar sem Quiltbúðin hélt utanum starfið. Við förum árlega á vorin á saumahelgi í Vatnaskógi og bjóðum gestum með okkur og er mikið saumað. Þar er dekrað við okkur alla helgina frá morgni til kvölds með mat og jafnvel skemmtiatriðum. Við höfum líka farið haustferð á Laugarbakka í Miðfirði, á saumahelgi hjá Bóthildi og líka á Reykjanes við Ísafjarðardjúp hjá Pjötlunum. Eitt sinn fórum við með flugi á Egilsstaði með allt okkar hafurtask og hittum Spretturnar. Við skemmtum okkur alltaf konunglega saman og þegar við hittumst á saumahelgum er mikið fjör, mikið saumað, mikið hlegið og skvaldrað fram eftir öllu en lítið sofið. Eitt árið fórum við nokkrar til Færeyja til að kenna konum þar bútasaum, það var mikil upplifun fyrir okkur að vera þar eina helgi. Þar 250 BORGFIRÐINGABÓK 2023 var vel tekið á móti okkur eins og venjan er í Færeyjum. Fengum við að smakka á skerpukjöti en ekki voru allar jafn hrifnar af því. Nú í október er fyrirhuguð vikuferð með Íslenska bútasaumsfélaginu í heimsókn til Amish fólksins í Bandaríkjunum. Við eigum vinkonusaumaklúbb sem kallast Ölfurnar og er í Kópavogi og það má með sanni segja að samskiptin eru alltaf skemmtileg í kring um þetta áhugamál. Við höfum haldið sýningar á verkum okkar í Fannahlíð og í Stjórnsýsluhúsinu í Hvalfjarðarsveit, einnig á vökudögum á María Lúísa bílstjóri búin að fylla bílinn af dóti sem tilheyrir þremur Skraddaralúsum svona er farangurinn alltaf hjá okkur fyrir saumahelgi Nauðsynleg tæki við bútasaum eru m.a. skurðarhnífur, mælistika, skurðarmotta og snið. Hér er búið að velja liti, skera niður efni og sauma saman eftir munstri sem valið hefur verið Teppið er á byrjunarstigi. 251 BORGFIRÐINGABÓK 2023 Bútarnir eru saumaðir saman svo úr verði ferningur. Sjá einnig fyrri mynd. Fyrst eru bútarnir saumaðir svo úr verði ræmur. Ferningarnir verða til með því að sauma saman ræmurnar. Nauðsynlegt er að pressa alla sauma vel út. Í upphafi er nauðsynlegt að velja alla liti vel svo þeir myndi fallega heild sem gleður augað. Það er athyglisvert að sjá hve ólíkt litaval er á milli kvenna – sýnir það vel hvað smekkur fólks er ólíkur. 252 BORGFIRÐINGABÓK 2023 Akranesi Síðastliðið sumar vorum við með sýningu á verkum okkar á Hvalfjarðardögum sem tókst mjög vel og fengum við marga gesti þar. Í desember er jólafundur oftast í heimahúsi þá borðum við góðan mat, oft eitthvað jólatengt, síðan erum við með pakka og skiptumst á gjöfum. Á vorin förum við í skoðunarferð og gerum okkur glaðan dag með því að skoða eitthvað skemmtilegt og borðum saman, síðast fórum við til Selfoss og Hveragerðis. Við saumuðum 27 teppi sem við færðum leikskólanum Skýjaborg sem þakklætisvott til Hvalfjarðarsveitar fyrir aðstöðuna á saumadögunum okkar. Sem kemur sér vel yrir börnin í leikskólnum. Það er ekki síður gefandi en allur sá góði og dýrmæti félagsskapur sem tengist starfsemi Skraddaralúsa. . 


 Birgitta Guðnadóttir Hlíðarfæti  birgittarg@hotmail.com


Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti    ssol@internet.is


María Lúísa Kristjánsdóttir Stóra Lambhaga  luisa@internet.is


María Sigurðardóttir Ölver  maria@tre.is


Vigdís Guðjónsdóttir Bjarkarási  kridis@simnet.is

 


Heiðrún Sveinbjörnsdóttir Eystra Miðfelli  jonvalg@aknet.is


Selma Ólafsdóttir selma.olafsdottir@gmail.com 


Olga Magnúsdóttir  Ósi 3    os3@simnet.is          

Brynja Kjerúlf  Akranesi

Svana Guðmundsdóttir  Akranesi

Ingibjörg Guðjónsdóttir  Akranesi

Edda Soffía Karlsdóttir  Borgarnesi

Guðlug Þórdís Sigurðardóttir  Steinsholti

Sigríður Karlsdóttir  Borgarnesi 
 

 


Suðurnesjalýs vinarhópur

Guðríður Guðjónsdóttir Keflavík
Ástríður Guðjónsdóttir Keflavík 
Valgerður Þorvaldsdóttir Garðinum 

 

 

Nýtt, breyttu textanum og fyrirsögninni með því að smella inn í textann !

Hverjar erum við




 

 

Flettingar í dag: 279
Gestir í dag: 100
Flettingar í gær: 126
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 181209
Samtals gestir: 25626
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 22:29:49


Umsjón með vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir

Nafn:

Skraddaralýs

Heimilisfang:

Hvalfjarðarsveit

Um:

Við erum hópur kvenna sem hittumst reglulega og saumum bútasaum Umsjón vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti
clockhere

Tenglar