Vatnaskógur 2023

atburður liðinn í

2 mánuði

26 dagaUm okkur

Við erum hópur kvenna sem höfum sameiginlegt áhugamál bútasaum og allt sem tilheyrir hannyrðum. Við hittumst hálfsmánaðarlega í Miðgarði  Við  komum saman og saumum eða prjónum og drekkum kaffi saman Það kemur fyrir að við erum að deyja úr myndaskap  þá hittumst við vikulega ef svo ber undir Stundum eru langir saumadagar hjá okkur og hittumst við þá snemma dags og saumum fram á kvöld Við förum árlega í Vatnaskóg á saumahelgi og bjóðum við gestum með okkur Þar er dekrað við okkur alla helgina frá morgni til kvölds með mat og jafnvel skemmtiatriðum Við höfum líka farið haustferð á Laugarbakka í Miðfirði á saumahelgi hjá Bóthildi 


 Við höfum haldið sýningu á verkum okkar í Fannahlíð, Stjórnsýsluhúsinu á vökudögum á Akranesi ,nú síðast s,l sumar á Hvalfjarðardögum  sem tókst mjög vel og fengum við marga gesti þar
Á vorin förum við í skoðunarferð og gerum okkur glaðan dag með því að skoða eitthvað skemmtilegt og borðum saman síðast fórum við á Selfoss og Hveragerði 

Í desember er jólafundur oftast í heimahúsi þá  borðum við góðan mat t.d eitthvað jólatengt síðan erum við með pakka og skyptumst á gjöfum 

Við saumuðum 27 teppi sem við færðum leikskólanum sem þakklætisvott til Hvalfjarðarsveitar fyrir aðstöðu fyrir saumadagana okkar

 

SAGA SKRADDARALÚSA  ( frá byrjun )

Klúbburinn sem slíkur byrjar árið 2006. Þannig var að við höfðum verið að sauma saman nokkrar konur í Hvalfjarðarsveit í þó nokkurn tíma og ákváðum að fara að Laugum í Sælingsdal  á saumahelgi hjá Bót.

Þar hittum við Reykjaneskonurnar og var okkur boðið að koma í Flagbjarnarholt til Gerðu eftir áramótin 2006/7.

Þar mættum við 3 úr Reykjanesbæ, þær Gerða, Gauja og Ásta og úr Hvalfjarðarsveit Birgitta, Dóra, María  Selma og Dísa. Síðan þetta var hafa nokkrar bæst við þær, Sigrún, Heiða Olga og Helga Rúna

Í Flagbjarnarholti höfðum við mikið fyrir því að rifja upp hvaða orð var notað yfir spotta sem festist í fatnaði þeirra er voru að sauma. Við hringdum út og suður í eldri konur sem við töldum að myndu þetta. Það var síðan hún Vilborg Kristófersdóttir á Læk í Leirársveit sem hafði upp á nafninu og kom því til okkar.

Þar með var nafnið SKRADDARALÝS, komið til að vera.

Klúbburinn heldur úti heimasíðu og slóðin á hana er ;123/skraddaralys.is

Við sem erum búsettar í Hvalfirði hittumst í Heiðarskóla og sumum 2 þriðjudaga í mánuði stundum alla þriðjudaga ef vel liggur á okkur 

Við byrjum  saumaskapinn svona um mánaðarmótin ágúst/september, síðan förum við á saumahelgi Síðustu 5 árin höfum við farið á Löngumýri í Skagafirði til Kristrúnar í Quiltbúðinn á.  Einnig höfum við farið að Vöðlum til Ástu í janúar.og til Gerðu í Flagbjarnarholt  Við höfum hitt konurnar í Skagaquilt hópnum og Ölfurnar í Kópavogi svona 1x á vetri. Við skemmtum okkur alltaf konunglega saman og þegar við förum á saumahelgar er mikið fjör mikið saumað en lítið sofið, hlegið og skvaldrað fram eftir öllu.

Ef við erum í miklu stuði tökum við okkur langan dag og saumum þá á laugardeg

 

Í haust ætlum við að vinna sameiginlegt verkefni, klúbburinn ætlar að sauma jóladúk þar sem við verðum allar með sama grunnmynstrið og ef ég þekki okkur rétt þá verða þessir dúkar hver með sín sérkenni , því oft eigum við erfitt með að fara alveg eftir fyrirmælunum.

i.

 

Við sem erum í klúbbnum eru
 María Lúísa Kristjánsdóttir, bílstjóri,
 Birgitta Guðnadóttir skólaliði,
 , Selma Ólafsdóttir húsmóðir,
 Sigrún Sólmundardóttir sjúkraliði,
 Heiðrún Sveinbjarnardóttir bóndi,
 Vigdís Guðjónsdóttir kennari
 Edda Soffía Karlsdóttir

Ingibjörg Guðjónsdóttir 

María Sigurðardóttir

Svana Guðmundsdóttir

Guðlaug Þórdís 


Olga Magnúsdóttirverktaki 
 


Suðurnesjalýs

Ástríður Guðjónsdóttir kennari, Guðríður Guðjónsdóttir  bankastarfsmaður og Valgerður Þorvaldsdóttir húsmóðir, eru búsettar á Reykjanesinu..

i.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Flettingar í dag: 42
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 215
Gestir í gær: 60
Samtals flettingar: 100550
Samtals gestir: 10338
Tölur uppfærðar: 4.6.2023 11:35:41


Umsjón með vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir

Nafn:

Skraddaralýs

Heimilisfang:

Hvalfjarðarsveit

Um:

Við erum hópur kvenna sem hittumst reglulega og saumum bútasaum Umsjón vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti
clockhere

Tenglar