Vatnaskógur 2023

atburður liðinn í

2 mánuði

26 daga



12.04.2023 11:16

Saumahelgi í Vatnaskógi 9-12 mars

Árleg saumahelgi var hjá okkur í Vatnaskógi helgina 9-12 mars í frábæru veðri að þessu sinni 

Við saumuðum mikið þessa helgi og vorum við einum degi lengur en venjulega 

Okkar frábæra starfsfólk í Vatnaskógi sá um að vel færi um okkur og ekki þurftum við að svelta þessa helgina frekar en vanalega 

Við elduðum á fimmtudeginum tacco súpu sem var mjög góð a la Heiðrún 

Við fórum sælar og glaðar heim eins og venjulega eftir dvöl í Vatnaskógi 

Myndir í albúmi 

 

12.04.2023 11:11

Saumadagar janúar febrúar mars

Við hittums reglulega aðra hverja viku og saumum eða prjónum  saman og drekkum kaffi og spáum og spegulerum í hjá hvor annari 

Set myndir í albúm af því sem við höfum verið að sauma s.l mánuði 

 

 

 

 

12.04.2023 09:10

15.01.2023 15:10

Jólahittingur og afhending teppa á leikskólann

Í desember var jólahittingur sem byrjaði með að við fórum í leikskólann og afhentum 27 teppi sem þakklærisvott til Hvalfjarðarsveitar um afnot á aðstöðu okkar á saumadögum 

Eftir það fórum við heim til Heiðu á Miðfelli þar borðuðum við saman góðan jólamat og komum með pakka til að skiptast á Áttum við þar mjög notalega stund saman fram eftir kvöldi 

myndir í albúmi  

15.01.2023 10:51

saumadagar nóvember

Saumadagar í nóvember hafa verið hálfs mánaðarlega Við saumum alltaf fram eftir degi og erum með kaffi og meðlæti 

Við höfum verið að vinna í að sauma barnateppi á leikskólann 

Myndir í albúmi 

 

31.10.2022 14:21

Sauma hittingur

Hér kemur smá yfirlit hjá okkur Skraddaralúsum um saumadaga og viðburði 

23 ágúst  var fyrsti hittingur María Lúisa bauð okkur heim til sín í súpu og kaffi og komfekt Við settum niður saumadaga fram í des og hverjar væru með kaffið í hvert sinn Afhentum Birgittu afmælisgjöf frá hópnum okkar eins og við gerum þegar einhver á stórafmæli 

Við fórum nkkrar á saumahelgi hjá Bóthildi sem haldin var á Laugarbakka í Miðfirði mikið saumað þá helgi 

6 september byrjuðum við að sauma og saumum við annan hvern þriðjudag í Miðgarði Byrjum kl 14 og saumum fram eftir degi 

25 október var langur saumadagur hjá okkur og mættum við kl 13 og saumuðum til 21 við vorum með pálínukaffi og pöntuðum svo pizzur í kvöldmat Mikið saumað þennan daginn að verkefni sem verður upplýst síðar 

Set inn myndir frá saumadögunum okkar í albúm 

24.03.2022 11:43

Saumadagar janúar febrúar mars

2022 Saumadagar 

Við höfum reynt að sauma á 2ja vikna fresti en eins og allt hefur verið undanfarið hefur covid og veðurfar sett stundum strik í reikninginn 

En nú er vorið framundan svo við getum haldið okkar striki 

4-6 mars var saaumahelgi hjá okkur í Vatnaskógi voru 20 konur mætta að sauma þar Það er yndislegt að vera þar og er stjanað við okkur alla helgina í góðum mat og skemmtilegheitum strákarnir okkar sjá til þess leika leikrit sem þeir semja og við veltumst um að hlátri 

Veðrið var mjög gott þessa helgi en mikill snjór Þetta verður árvisst hjá okkur hér eftir 

Nýjar myndir í albúmi frá þessum tímabili 

23.11.2021 15:31

Saumadagur16 nóvember

Saumadagur var hjá okkur 16 nóvember og var góð mæting 

Það er bæði saumað og prjónað það er vo góð aðstaðan og notarleg sem við höfum í Miðgarði 

Nú er það jóla verkefnin sem eru þessa dagana í vinnslu 

Næsti og síðasti saumadagur hjá okkur á þessu ári er 30 nóvember 

Nýjar myndir í albúmi 

20.10.2021 23:29

Saumadagur 19 okt

Við mættum margar á saumadag í dag vantaði bara 2 konur einn gestur var systir Maríu Sig hún Ingibjörg

Edda Soffía átti afmæli í síðustu viku 60 ára og gáfum við henni gjafabréf 

Edda og Birgitta voru með kaffið og bakaði Edda smákökur sem voru bleikar saumavélar 

Edda Soffía kom með litla fornsaumavél frá Singer síðan 1957 og sýndi okkur og saumar hú á hana 

Við saumuðum og prjónuðum fram eftir degi mikið spjall og gaman 

Við komum með það sem við höfum verið að sauma til að sýna

Næsti saumadagur er 9 nóvember 

 

Myndir í albúmi

20.10.2021 23:27

Saumadagur 5 okt

Saumadagur var hjá okkur í dag mjög fáar mættu til að sauma en við saumuðum og spjölluðum fram eftir degi 

Engar myndir teknar þá

20.10.2021 23:21

Saumadagur 21 september

Fyrsti alvöru saumadagurinn okkar var í dag eftir að við komum okkur fyrir á nýjum stað 

Við fengum inni í Miðgarði og erum með saumadag annan hvern þriðjudag 

Þetta er minna pláss en við vorum með en er mjög notalegt 

Nýjar myndir í albúmi

07.09.2021 18:27

Saumahelgi á Laugarbakka

Við fórum 3 úr okkar hópi á saumahelgi hjá Bóthildi á Laugarbakka í Miðfirði helgina 3-5 september 

Mikið var saumað tvö verkefni voru í boði frá Bóthildi stjörnufans dúkur og löber og eyrnastór teppi 

40 konur voru þarna og saumuðu 

Flott hótel og góð aðstaða Góður matur 

Myndir í albúmi 

07.09.2021 18:19

Fyrsti saumadagur í Miðgarði

Við byrjuðum vetrarstarfið  í dag 

Við fluttum okkur úr Fannarhlíð 17 ágúst þar sem við höfum verið í nokkur ár með aðstöðu til að sauma 

Nú saumum við í Miðgarði og komum okkur vel fyrir þar í dag 

Við saumum hálfsmánaðrlega á þriðjudögum byrjum kl 14 og saumum fram eftir degi

Raðað var niður á daga hverjar sæu um kaffið í hver sinn

María Lúísa Selma 21. september

Svana Sigrún 5. október

Birgitta Edda Soffía 19. nóvember

Inga Brynja 2. nóvember

Dísa Olga 16. nóvember

Heiða Mæja Sig 30. nóvember

Desember er óskrifað blað.??

 

Næsti saumadagur verður 21 sepember 

22.04.2021 11:36

Gleðilegt sumar

GLEÐILRGT SUMAR 

Það er langt síðan var bloggað síðast En nú verður bót á því 

Við höfum ekki komið oft saman til að sauma vegna Covid 19 

Saumadagar hjá okkur eru fáir á þessu ári en við reynum að hittast þega vel stendur á 

Við skelltum okkur í sumarbústað í Kjósinni eina helgi í mars Það var notaleg samvera með saumaskap og afslöppun í góðu veðri 

Saumadagur var hjá okkur 20 apríl í Fannarhlíð eins og vanalega og var góð mæting 

Næsti saumadagur er fyrihugaður 4 maí 

Set nokkrar myndir frá starfinu í albúm 

18.01.2021 16:21

Nú loksins hittumst við eftir langt hlé vegna Covids 

Við hittumst í Fannahlíð s.l þriðjudag og saumuðum Góð mæting 

Mikið var gaman að hittast og byrja aftur mikið spjallað 

Næsti saumadagur verður 26 janúar 

Passað var upp á allar sóttvarnir og farið eftir reglum 

Flettingar í dag: 186
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 215
Gestir í gær: 60
Samtals flettingar: 100694
Samtals gestir: 10340
Tölur uppfærðar: 4.6.2023 13:22:27


Umsjón með vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir

Nafn:

Skraddaralýs

Heimilisfang:

Hvalfjarðarsveit

Um:

Við erum hópur kvenna sem hittumst reglulega og saumum bútasaum Umsjón vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti
clockhere

Tenglar