Vatnaskógur 2023

atburður liðinn í

2 mánuði

26 daga



08.11.2012 11:14

Langur saumadagur í nóv

Við hittumst hressar og kátar s.l þriðjudag og áttum saman góðan langan saumadag mikið hlegið og mikið gamancheeky

Við vorum í miklu saumastuði og fengum við til okkar góðan gest Jónu úr Pjötlunum að vestan og saumaði hún með okkur og sýndi það sem hún er að sauma stutt fyrir hana að skreppa til okkar núna því hún er á Hvanneyri alltaf jafn gaman að fá svona saumavinkonur í heimsókn til okkarsmiley

Við glöddumst mikið með henni Birgittu okkar þar sem hún gat nú saumað með okkur smá eftir að hafa orðið fyrir óhappi á hægri hendi en vinsti  getur gert ýmislegt þegar hún er þjálfuð upp ef viljinn er fyrir cheeky

 Næsti þriðjudagur er frjáls mæting

 Nýjar myndir eru í albúmi

04.11.2012 23:02

Langur saumadagur

Næsta þriðjudag 5 nóvember verður langur saumadagur hjá okkur

Mæting er eins og hver vill saumum eitthvað fram á kvöldið

Þegar við erum að sauma þá hefur mæting verið eins og hver vill og getur byrjað að sauma

Það er mikill munur síðan við fengum þetta húsnæði þá getum við saumað hvenær sem er og ef við erum í stuði

Nú fer senn að líða að jólum og fer þá að koma jólaspenningur til að sauma eitthvað fallegt sem tilheyrir alltaf jólunum

Ein Skraddaralúsin  Olga Magnúsdóttir  er í stjórn bútasaumsfélagsins og lærði hún að gera þessa flottu stjörnu á síðasta fundi og ætlar hún að kenna okkur hana einhverntíman

23.10.2012 22:11

Saumadagur

Við hittumst í dag og saumuðum fram á kvöld

Við drógum í mug rug sem er alltaf skemmtilegt gaman að sjá hvað er í pakkanum

Við erum allar að gera marvísleg verkefni og erum að komast í jólastuð ekki veitir af tíminn líður svo hratt

Við ætlum að hittast næsta þriðjudag og sauma

myndir í albúmi

23.10.2012 00:17

Langur saumadagur

Á morgun verður langur saumadagur hjá okkur  og ætlum við að sauma eitthvað fram á kvöld

Við ætlum að draga í mugrug mottunum

Nú fer bráðum að nálgast jólatíminn svo nú þarf að setja sig í saumagír ef eitthvað á að fara í jólapakkann

myndir í a

11.10.2012 16:25

Saumadagar

Saumadagar okkar fram að áramótum verður á  þriðjudögum eins og venjulega

Annan hvern þriðjudag ætlum við að hafa langan og byrja um miðjan dag og sauma fram á kvöld og verður fyrsti þriðjudagurinn langur 23. október

Hina þriðjudagana verður frjáls mæting með tíma eins og við höfum haft

Það eru allir velkomnir að kíkja við hjá okkur þessa daga og sjá hvað við erum að gera skemmtilegt

Við vorum að kaupa okkur  flott  gufustraujárn sem er mjög gott að strauja með það munar miklu að hafa gott straujárn í svona saumaskap 

30.09.2012 15:12

Löngumýri 2012

Við fórum á saumahelgi að Löngumýri 20-23 september s.l smiley

Þetta er orðin árviss ferð hjá okkur Skraddaralúsum

Við vorum í þetta sinn 9 sem fórum 6 úr Hvalfjarðarsveit og 3 af Suðurnesjum og svo ein nit að norðan

Í þetta sinn var 10 ár frá því að quiltbúðin fór að vera með þessar helgar og alltaf jafn vinsælar heart

Við saumuðum mikið eins og vanalega og nutum lífsins með kærum saumavinkonum allstaðar af landinu erum orðinn góður hópur sem alltaf erum sömu helgina

við fengum gjöf frá quiltbúðinni og sem við saumuðum á föstudag og svo var flott óvissuverkefni  á laugardaginn cheeky

Við gáfum Kristrúnu gjöf frá okkur lúsum sem var lag sem við sungum með undirleik Gunnars staðarhaldara sem Hreinn Gunnarson orti fyrir okkur

og í tilefni afmælisins hekluðum við okkur allar kórónur sem við settum upp þegar við fluttum lagið

Ekki má gleyma konunum í eldhúsinu sem eru frábærir kokkar og sjá um að úr detti ekki ein máltíð þessa helgi kiss

Við endum alltaf þessa ferð með því að fá okkur hamborgara í Staðarskála ekki veitir af ekki má detta úr máltíð

Nýjar myndir í albúmi

 

Takk fyrir samveruna kæru vinkonur Hlökkum til að hitta ykkur að sama tíma að ári

 

 

Hér kemur lagið hennar Kristrúnar

 

 Uppí rútu eða bíl,

ofboðslegan kvenna skríl

Sig góðann þóttu gera díl

Að aka á Löngumýri

Nú hefst æfintýri

Viðlag  :

“Skraddara radda skraddara radda skraddara raddaralýs”  (endurt)

 

Yndislegt er á þeim stað

Þið ættuð nú að vita það

Langamýri,geysla bað

Undir sérst þar krauma

Við skulum allar sauma

Viðlag

Vinsældirnar eru, VÓ

Voða flinkar tejumst, JÓ

Í Strúnu oft við leitum þó

Því hún á efnin góðu   

Í Quilteraðri skjóðu

Viðlag

Við enda skulum þennan söng

Áður en byrtist langatöng

Því hún væri sannarlega röng

Elsku sumasystur

Amen og jesús kristur

Viðlag

 

Lag : nú er úti veður vont

Hreinn Gunnarsson 18/9 2012

 

 

 

 

 

 

07.09.2012 11:40

07.09.2012 11:23

Saumadagur

Við hittumst s.l þriðjudag eins og venjulega og saumuðum fram eftir degi

Mikið spjallað og spekúlerað um saumaskap og fleira

Við erum komnar í gírinn og erum byrjaðar að hita upp fyrir Löngumýri sem er árvisst orlof hjá okkur

Við ákváðum að kaupa okkur gott gufustraujárn með kúti og vigjum við það á næsta saumadag

Það fer voða vel um okkur á nýja staðnum sem við tókum á leigu í vor og er rúmt á okkur

ekki veitir af fyrir okkur með  allt dót sem fylgir svona saumadögum

NÆSTI SAUMADAGUR ER 'A ÞRIÐJUDAGINN 11 september

Nýjar myndir í albúmi

02.09.2012 23:04

Saumadagur

Næsti saumadagur er n.k  þriðjudag á sama stað og venjulega

Mæting eins og hver vill

21.08.2012 21:43

Vetrarstarfið að hefjast

Skraddaralýsnar hittust hressar og kátar í kaffi hjá Birgittu í dag

Vetrarstarfið skypulagt og nú er bara að byrja á fullu

Fyrsti saumadagur verður þriðjudaginn 28 ágúst og verðum við áfram á sama stað í lysthúsinu
og ætlum við að sauma vikulega

Nú er um að gera að fara að finna sér verkefni og hita saumavélarnar
 

það styttist óðum í Löngumýri


 


 

 

 

19.08.2012 15:20

Fyrsti hittingur

Nú er komið að því Skraddaralýsnar ætla að hittast n.k þriðjudag heima hjá Birgittu á Hlíðarfæti

Við ætlum að ræða vetrarstarfið sem fram undan er

Það líður óðum að Löngumýrarhelginni góðu sem verður 20-23 september

Sumarið er búið að líða svo hratt enda svo gott veður alla daga

Ný stjórn er hjá okkur núna þær Birgitta og Olga og eru þær í forsvari fyrir hópinn

María og Dísa hættu s.l vor eftir góða stjórnun og eiga þær bestu þakkir fyrir

Hittumst allar kátar og hressar og fullar af hugmyndum og eldmóð n.k þriðjudag til að byrja vetrarstarfið

31.07.2012 12:32

Til hamingju Birgitta

Ein af  Skraddaralúsum hún Birgitta átti stórafmæli 60 ára 25 júlí. sl

Til hamingju elsku Birgitta okkar frá okkur öllum hlökkum til að fá að knúsa þig

09.06.2012 09:44

Vorferðin

Við fórum í okkar árlegu vorferð á s.l þriðjudag

Ferðin var farin um Snæfellsnes á rútunni hennar Maríu

Við erum svo heppnar að hafa rútubílstjóra með okkur í hópnum hana Maríu svo við getum alltaf verið allar saman þegar við bregðum undir okkur betri fætinum viðð vorum 7 í þessa ferð og einn

Við keyrðum fyrst í Grundarfjörð og fengum okkur kaffi og meðlæti á kaffi 59

Fórum svo og heimsóttum Rifssaum hjá Katrínu Gísladóttir á Rifi hún er ein af okkar saumavinkonum frá Löngumýri og er með litla krúttlega búð þar með allskonar flottum vörum til prjóna og fleira fórum við ekki tómhentar þaðan út frekar en við erum vanar skraddaralýsnar keyptum sitt lítið af hverju í poka

Næst fórum við til Ólafsvíkur á bútasaumssýningu hjá Jöklaspori þar sem sýning var á verkum þeirra mjög flott sýning tóku þær á móti okkur með kaffi og bakkelsi takk fyrir okkur stelpur það var mjög gaman að hitta ykkur og kynnast hressum bútasaumskonum eins og alltaf er kátt á hjalla meðal þeirra og sameiginlegt áhugamál rætt þ.e BÚTASAUMUR

Næst fórum við heim til Diddu Jónu dóttir hennar Maríu og tóku þau hjónin á móti okkur í mat frábærri fiskisúpu með heimabökuðum bollum og í eftirétt fengum við dýrindis ekta súkkulaðiköku með rjóma og kaffi ástarþakkir fyrir okkur

Heim komum við saddar og alsælar eins og sést hér á lýsingunni  eftir góðan dag


 


 

29.05.2012 10:24

Saumadagur

Síðasti skráður saumadagur á þessu vori er í dag á sama stað og venjulega

Nú er sumarið á næsta leiti og ætlum við kanski að hittast einu sinni í mánuði að kvöldi til ef vel liggur á okkur og kanski einhvern rigningardag

  Næsta þriðjudag förum við í vorferðarlagið okkar  á Snæfellsnes ætlum við að skoða bútasaumsýningu hjá þeim í Ólafsvík og sjá hvað þær eru að gera


 

 

14.05.2012 10:57

Saumadagur

Saumadagur verður á morgun 15 maí á sama stað og venjulega í hamingjuhor

Flettingar í dag: 212
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 215
Gestir í gær: 60
Samtals flettingar: 100720
Samtals gestir: 10340
Tölur uppfærðar: 4.6.2023 13:43:51


Umsjón með vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir

Nafn:

Skraddaralýs

Heimilisfang:

Hvalfjarðarsveit

Um:

Við erum hópur kvenna sem hittumst reglulega og saumum bútasaum Umsjón vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti
clockhere

Tenglar