Vatnaskógur 2023

atburður liðinn í

2 mánuði

26 daga



24.03.2015 13:09

Breyting á saumadegi

Breyting verður á saumadeginum í dag

Við saumum heima hjá Dísu Bjarkarási

10.03.2015 23:12

Saumadegi frestað

Við ætluðum að sauma í dag en veðurspáin var ekki góð snarvitlaust veður og ekkert vit í að ferðast

Næsti saumadagur verður þá 24 mars

01.03.2015 11:19

01.03.2015 11:18

Saumahelgi í Kjós

 

 

Við fórum 5 Skraddaralýs í sumarbústað í Kjósinni helgina 20-22 febrúar

Bústaðurinn er á flottum stað með útsýni yfir Hvalfjörðinn og fjöllin í okkar heimasveit

 

Hann hefði ekki mátt vera minni fyrir okkur 5 og allt okkar saumadót og tilheyrandi  

 

Veðrið var mjög flott fyrsta daginn sólin skartaði sínu fegursta síðan fór að hvessa dálítið hressilega og leit út fyrir að við yrðum veðurtepptar fram á mánudag en við komumst heilar heim á sunnudeginum erfiðast var að koma dótinu okkar í bílana því rokið var svo mikið

Við notuðum helgina í að sauma og voru saumavélarnar vel nýttar svo var líka slappað af spjallað og borðaður góður matur 

 

Við vorum aðalega að sauma buddurnar góðu og ýmislegt annað í bland við þær  

 

Heiða bauð upp á dýrindis kjúklingasúpu á föstudagskvöldið á laugardagskvöldið grilluðum við lambakjöt með öllu tilheyrandi góðgæti

Það er alltaf gaman að breyta til t.d með að fara í sumarbústað eða saumahelgi  

 

 

Næsti saumadagur er á þriðjudaginn 3 mars í Heiðarskóla

 

Myndir í albúmi 

 

12.02.2015 15:39

Saumum buddur

Við erum núna að læra að sauma buddur sem heita Bionic  Gear Bag  
við erum  búnar að hittast einu sinni

Leiðbeinandi okkar er Edda Soffía úr Borgarnesi

Það verður spennandi að sjá útkomuna engin budda eins hver með sinn stíl

Við hittumst aftur næsta þriðjudag og höldum áfram til að klára

Það er alltaf gaman að sauma þegar allar eru að gera það sama
 

Nokkrar myndir í albúmi

26.01.2015 15:19

Saumadagur

Við hittumst og saumuðum saman 13 janúar s.l í Heiðarskóla

Við fengum gesti til okkar Guðrúnu Samsonardóttir sem kíkti við hjá okkur með prjónana

og líka Brynju Kjerúlf með saumavélina alltaf gaman að fá gesti til okkar

Veðrið er ekki alltaf upp á það besta núna en við látum það ekkert á okkur fá enda allar vanar rokinu

Næsti saumadagur er á morgun þriðjudaginn 27 janúar á sama stað

nokkrar myndir í albúmi

08.01.2015 12:25

Saumadagur á nýju ári

Við byrjuðum að sauma á þriðjudaginn í Heiðarskóla eins og vanalega

Mættum allar spenntar að byrja að sauma á nýju ári

Við fengum gest til okkar hana Láru Böðvarsdóttur sem ætlar að koma að sauma með okkur

Nú er tími til að fara í kláruverkefnin sem hafa verið í geymslu og sum lengi

Næsti saumadagur verður næsta þriðjudag 13 janúar kl 15  á sama tíma og stað

 

Nýjar myndir í albúmi

08.01.2015 12:16

GLEÐILEGT NÝTT 'AR 2015

GLEÐILEGT   ÁR

Nú er komið nýtt saumaár

 Takk fyrir allar heimsóknir á síðuna okkar á liðnu ári

30.11.2014 23:30

Saumadagar

Hér kemur smá um síðustu tvo saumadaga sem voru 11 nóv sem var langur saumadagur og 24 nóv sem var venjulegur

Við fenum góðan gest á síðasta saumadegi hún kom úr Borgarnesi og heitir Edda Soffía og sýndi hún okkur mjö margt flott sem hún er að sauma alltaf gaman að fá gesti og sjá hvað aðrir eru að gera

María kom líka í heimsókn til okkar og sýndi okkur teppið sitt

Við höfum verið að saum sitt lítið af hverju bæði jóla og allt þar á milli

Síðasti saumadagur fyrir jól er næsta þriðjudag 2 desember

Nýjar myndir í albúmi

05.11.2014 23:40

Síðasti saumadagur

Við hittumst í Heiðarskóla þriðjudaginn 28 október

 

Við saumuðum eitthvað fram á kvöld

Nú fer að styttast í jólin svo það þarf að huga að ´byrja á jólagjöfunum

 

Næsti saumadagur verður 11 nóvember og ætlar Olga að kenna okkur að sauma blokkina sem þær saumuðu á fundi hjá íslenska bútasaumsfélaginu

 

Nokkrar myndir í albúmi

15.10.2014 16:41

Saumadagur á Skarði

 

Í gær hittumst við heima hjá Selmu og saumuðum hekluðum og prjónuðum

 

Við vorum svo fáar í þetta sinn að við hittumst í heimahúsi

Áttum við notalega stund í stofunni hennar Selmu

Kaffimeðlæti var að hætti Selmu og Heiðu

Næsti saumadagur verður í Heiðarskóla þriðjudaginn 28 október

Nokkrar myndir í albúmi

03.10.2014 14:27

Myndir

Myndirnar í albúmi um síðasta saumadag eru ekki nógu góðar en læt þær fara inn

Búið að laga myndavélina svo það verða betri myndir næst

03.10.2014 13:38

Saumadagur

Við hittumst s.l þriðjudag og saumuðum lengi

Komum með til að sýna hinum hvað við saumuðum á Löngumýri

Það kom einn nýliði til okkar  var María að leiðbeina henni og kenna

Brynja Kjerúlf kom í heimsókn með nýju saumavélina sína

Við skelltum okkur nokkrar í jóga hjá Sigríði Láru  Haralds dóttir Sigrúnar sem fær að æfa sig á okkur

Næsti saumadagur verður á Skarði hjá Selmu 14 október

Nokkrar myndir í albúmi

03.10.2014 13:21

Löngumýri

Þetta árið fórum við fáar á Löngumýri sem er búið að vera árlega hjá okkur

María og Dísa fóru helgina 19-21 sep og ég Sigrún fór helgina 23-26 sept með Brynju Kjerúlf

Það er alltaf jafn gaman að vera á Löngumýri heila helgi og hitta konur allstaðar af á landinu sem eru með sömu bútapest og við

Að þessu sinni var óvissuverkefnið flott teppi eftir GE design Guðrúnu Erlu

Gjöfin var snyrtibudda og kennsla við að sauma rennilás í

Að venju erum við ekki látnar svelta á svona helgum maturinn stendur alltaf fyrir sínu að hætti eldabusknanna á Löngumýri og klikkar aldrei

Þær stöllur Kristrún og Sísa standa alltaf sína vakt og eru alltaf tilbúnar að hjálpa og eru mjög ráðagóðar og hika ekki við að hjálpa við uppsprettur ef á þarf að halda

Svo má ekki gleyma að minnast á skemmtikraftana Gunnar og Jón þeir koma á kvöldvökuna og sjá til þess að kitla hláturtaugarnar

Takk fyrir þessar helgar sem eru alltaf jafn góðar og skemmtilegar

Myndavélin mín klikkaði svo það koma inn myndir seinna sem teknar voru 

29.09.2014 16:02

Saumadagur

Saumadagur verður á morgun þriðjudaginn 30 sept kl 15

Flettingar í dag: 94
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 215
Gestir í gær: 60
Samtals flettingar: 100602
Samtals gestir: 10339
Tölur uppfærðar: 4.6.2023 12:18:40


Umsjón með vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir

Nafn:

Skraddaralýs

Heimilisfang:

Hvalfjarðarsveit

Um:

Við erum hópur kvenna sem hittumst reglulega og saumum bútasaum Umsjón vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti
clockhere

Tenglar