Vatnaskógur 2023

atburður liðinn í

2 mánuði

26 daga



23.04.2008 14:32

Nýjar myndir í albúmi

Setti inn  nýjar myndir frá  saumadegi í gær Við vorum 7 mættar en ein fylgdist með okkur öðru hvoru hún var í húsinu að sinna öðrum verkum Við saumuðum til kl 21.30 við vorum komnar í það mikið stuð þegar leið á daginn María var að sauma þessa fínu tösku hún er alltaf að hanna eitthvað nýtt það verður spennandi að sjá hana á morgun

23.04.2008 12:52

Sumarið að koma

Á morgun sumardaginn fyrsta ætlum við í ferðaklúbbi Skraddaralúsa að leggja í ferð á Suðurnesin ferðinni er haldið í hesthúsið hjá henni Gerðu og leggjum við af stað frá sláturhúsinu við Laxá kl 9 ekki ætlum við að hafa saumavélarnar með heldur bara hafa með eitthvað í höndunum Hlökkum til að hitta ykkur suðurnesjalýs  

16.04.2008 19:44

Ýmislegt fyrir bútasaum

Ég var í Reykjavík að skoða úrvalið af tvinna og fleira hjá B.Ingvarssyni á Bíldshöfða 18 í Reykjavík hann auglýsti í bútasaumsblaðinu og er að byrja með vörur fyrir bútasaum hann er með mikið úrval af tvinna á góðu verði fékk litaspjöld hjá honum svo er hann líka með quiltsaumavél sem ég held að sé mjög sniðug Setti inn linkinn á síðuna okkar hér til hliðar

13.04.2008 22:28

Næsti saumadagur

Næsti saumadagur verður í Heiðarskóla þriðjuaginn 22 apríl kl 15  Vá hvað tíminn líður hratt fer bráðum að koma sumar þannig að nú verðum við að fara að sauma hratt það sem er óklárað hjá okkur þessa önn  Við erum flottar í frásögn um klúbbinn okkar í blaðinu hjá íslenska bútasaumsfélaginu vantaði bara að segja frá heimasíðunni okkar Svo fer að styttast í heimsóknina til ykkar suðurnesjalýs

02.04.2008 22:22

Næsti saumadagur

Næsti saumadagur verður í Heiðarskóla þriðjudaginn 8 apríl kl 15 sami tími og venjulega.    Loksins Loksins er komin skýring á þessum breytingum það er verið að breyta uppfærslum á vefnum því hann er svo mikið notaður vonandi verður þetta komið í lag í næstu viku. Við stefnum á að heimsækja ykkur Suðurnesjalýs á sumardaginn fyrsta hlökkum til að sjá ykkur   Svo er búið að panta fyrir hópinn allan á Löngumýri í haust 2-5 okt byrja á fimmtudegi þannig að er nóg spennandi framundan

19.03.2008 21:24

Saumadagur

Næsti saumadagur verður í Heiðarskóla þriðjudaginn 25 mars kl 15 .Siðasta mánudag þá hittumst við 5 og saumuðum fram á kvöld það er alltaf gaman að hafa svona langa saumadaga það verður svo mikið úr verki hjá okkur alveg ótrúlegt  Suðurnesjalýs hvað er að frétta af ykkur endilega sendið okkur myndir eða skrifið hvað þið eruð að gera við þurfum að fara að hittast fyrir vorið GLEÐILEGA P'ASKA

12.03.2008 20:10

Saumadagur

Næsti saumadagur verður mánudaginn 17 mars kl 12 í Heiðarskóla og ætlum við að sauma fram eftir degi

05.03.2008 20:37

Næsti saumadagur

Næsti saumadagur verður þriðjudaginn 11 mars kl 15 í Heiðarskóla

12.02.2008 22:34

Næsti saumadagur

Næsti saumadagur verður þriðjudaginn 25 febrúar á sama stað og venjulega kl 15

08.02.2008 23:17

Flottar stelpur

Við erum aldeilis flottar á heimasíðu hjá íslenska bútasaumsfélaginu sjá www.butasaumur.is

08.02.2008 21:36

Saumadagur í Heiðarskóla

Nú ætlum við að sauma á næsta þriðjudag 12 febrúar kl 15 á sama stað og venjulega ef veður verður gott

01.02.2008 00:00

Næsti saumadagur

Næsti saumadagur verður á þriðjudaginn 4 febrúar kl 15 í Heiðarskóla  Við fórum til Reykjavíkur á s.l þriðjudag á fund hjá íslenska bútasaumsfélaginu var það mjög gaman Við skraddaralýsnar kynntum okkar félagskap og settum upp smá sýningu á  verkum okkar sem fyllti bara einn góðan hliðarsal í húsinu. Þegar við vorum búnar að stilla öllu þessu upp þá sást að við sitjum ekki aðgerðarlausar heima eða þegar við hittumst(.sjá myndir í albúmi)

24.01.2008 15:23

Næsta ferð

Síðasti saumadagur féll niður hjá okkur vegna þess að veðrið var ekki gott Núna er stefnan tekin til Reykjavíkur á fund hjá íslenska bútasaumsfélaginu þriðjudaginn 29 janúar til að sýna sig og sjá aðra Næsti saumadagur verður auglýstur síðar

16.01.2008 10:50

Saumadagur í Heiðarskóla

Við hittumst í Heiðarskóla 15 jan og saumuðum Þá komu sér vel ruslaföturnar góðu sem við saumuðum að Vöðlum um helgina Næsti saumadagur verður á sama stað  22.janúar kl 15

14.01.2008 15:09

Saumahelgi að Vöðlum

Helgina 11-13 janúar bauð hún Ásta okkur í heimsókn í sveitina til sín að Vöðlum í Landsveit til að sauma. Við lögðum að stað á föstudag kl 16 og hittumst á Selfossi til að koma við í Bót og Bútabæ til að versla tölur efni rennilása og m .flÞegar við vorum búnar að koma okkur fyrir beið okkar þessi fína og góða súpa og meðlæti að hætti húsmóðurinnar  Byrjað var að sauma um kvöldið og langt fram á nótt og svo byrjað aftur á laugardagsmorgun eftir morgunmat. Saumað var fram að kvöldmat þá var gert hlé til að borða veislumat sem framreiddur var  af gestgjafanum og góðum hjálparkokkum (sjá myndir í albúmi)síðan var haldið áfram að sauma fram á nótt Það er ótrúlegt hvað tíminn líður hratt og hvað hægt er að gleyma sér alveg við í góðum félagskap við að sauma og hanna eitthvað nýtt eins og buddurnar sem komu út á marga vegu. Verkefni helgarinnar var að sauma ruslapoka til að hafa við saumavélina og var María búin að hanna þennan flotta plastpoka til að hafa inní honum algjör snilld það er svo auðvelt að tæma pokann eftir notkun Síðan kenndi hún María okkur að sauma buddur ýmiskonar sem komu skemmtilega á óvart engin eins  hún María okkar ætti að vera hönnuður hún er svo hugmyndarík.Það var margt annað saumað og sniðið ýmis teppi og löberar og m.fl Heimferð var eftir hádegi á sunnudag.Við hefðum alveg getað verið í viku en skyldustörfin kalla Það var frábær aðstaðan hjá henni Ástu  nóg pláss fyrir okkur allar við vorum 9 skraddaralýsog fór vel um okkur allar Til hamingju með nýja húsið þitt Ásta og ástarþakkir fyrir að bjóða okkur öllum þetta var frábær helgi .
Flettingar í dag: 94
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 215
Gestir í gær: 60
Samtals flettingar: 100602
Samtals gestir: 10339
Tölur uppfærðar: 4.6.2023 12:18:40


Umsjón með vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir

Nafn:

Skraddaralýs

Heimilisfang:

Hvalfjarðarsveit

Um:

Við erum hópur kvenna sem hittumst reglulega og saumum bútasaum Umsjón vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti
clockhere

Tenglar