Vatnaskógur 2023

atburður liðinn í

1 ár

20 daga



19.03.2016 18:06

Saumadagur í mars

Við hittumst og saumuðum 7 mars í Fannahlíð þá var búið að pússa og lakka gólfið

Margar duglegar að sauma 

Við fengum nýja konu til okkar Sigurrós Sigurjónsdóttir hún kom og sýndi okkur teppi sem er alveg lystaverk úr sveitinni

Saumahelgin í Vatnaskógi nálgast 1-3 apríl og er verið að skypuleggja hana

Næsti saumadagur er 22 mars

Myndir í albúmi frá síðasta saumadegi

21.02.2016 16:15

Saumadagar

Talvan hjá síðustjóra er loksins komin í lag svo hægt er að setja inn myndir og blogga smiley

Við erum búnar að sauma annan hvern þriðjudag og er alltaf góð mæting hjá okkur

Við vorum með námskeið í qrasy quilt 6 febrúar og vorum við 9 sem nýttum okkur það

 Gunnlaugu Haraldsdóttur textílkennari kom  til okkar og var hún hjá okkur einn dag smiley

Var þetta mjög skemmtilegt og lærðum við margt hún kom með allt sem þurfti til að sauma efni blúndur og garn og saumuðum við 2 stykki hver og lærðum að bródera og perla til að skreyta nú vantar  okkur ekki verkefni því það er hægt að nota alla búta af allskonar efnum og tilheyrandi skrauti bara halda áfram

Næsti saumadagur er á þriðjudaginn

Nýjar myndir í albúmi

18.01.2016 22:42

Saumadagur á nýju ári

Við byrjuðum að sauma aftur á nýju ári s.l þriðjudag

Góð mæting var og mikið saumað við byrjum kl 13 og saumum fram eftir degi 18-19

Við erum að mæta á mismunandi tímum fer eftir vinnu og fl hjá okkur

Við saumum annan hvern þriðjudag

Fystu helgina í febrúar stendur til að halda námskeið í qrasy quilt

Næsti saumadagur er 26 janúar

Nýjar myndir í albúmi

31.12.2015 00:00

GLEÐILRT NÝTT ÁR

Skraddaralýsnar senda öllum þeim sem fylgst hafa með okkur og heimsótt á liðnu ári bestu nýárs kveðjur með ósk um gæfu á nýju saumaári

04.12.2015 14:06

Saumadagur í nóv

Við saumuðum síðast 24 nóvember og var góð mæting

Ýmislegt er verið að sauma þessa dagana bæði jóla og eitthvað nytsamlegt

Saumavélin mín setti stræk á mig og fór suður til Reykjavíkur á spítala ekki í fyrsta sinn 

Olga kom með blokkir sem hún er búin að vera að handsauma í teppi á hjónarúm 

Helga Rúna og Inga sáu um kaffið

Við ætlum að fá kennslu í crasy quilt eftir áramótin

 

Jólafundurinn er næsta þriðjudag 

 

Myndir í albúmi

 

24.11.2015 10:43

Saumadagar i nóvember

Við saumuðum síðast 10 nóvember í Fannahlíð

Edda Soffía og Svava sáu um kaffið

Við ætluðum að hafa langan laugardag 21 nóvember en frestuðum honum

Engar myndir voru teknar þá

 

Í dag er sumadagur í Fannahlíð

30.10.2015 11:54

Saumadagar

Við hittumst s.l þriðjudag og saumuðum í Fannahlíð

Góð mæting  við erum 13 sem erum að sauma hefur hópurinn stækkað hjá okkur

Heiðrún og Selma sáu um kaffið

Við fengum nilldar upphækkun á sníðaborðið Kristjá í Bjarkarási maðurinn hennar Dísu smíðaði gott að eiga góða aðsmiley

Næsti saumadagur er 10 nóvember

Myndir í albúmi

12.10.2015 22:59

Saumadagur

Það er saumadagur á morgun húsið opnað kl 13

06.10.2015 22:05

Saumahelgi Reykjanesi

Við fórum 8 saman á saumahelgi hjá Pjötlunum sem haldin var á Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi

Fórum við á rútunni hennar Maríu Lúísu sem var bílstjórinn og farangurinn var ekki lítill frekar en venjulega hjá okkur eins og sjá má á myndum

Við fórum af stað á fimmtudeginum og brunuðum vestur með einu stoppi í Búðardal ferðin gekk vel góð færð og gott veður

Þegar við komum vestur tóku Pjötlurnar á móti okkur og vísuðu okkur á náttstað og hvar saumað væri og kvöldmaturinn beið okkar

Síðan var byrjað að sauma fram á nótt

Föstudagurinn var tekinn snemma og saumað fram til kl 18 þá var farið í sund í fínu heitu sundlaugina sem var óspart notuð um helgina

Um kvöldið var óvissuverkefnið sem var lítil sæt uglubudda og var engin eins

Á laugardaginn var saumuð taska sem var verkefni helgarinnar sem var saumuð beint á bak og vatt

um kvöldið var veislumatur og kvöldvaka á eftir

Sunnudaginn saumuðum við fram yfir hádegi  þá var farið að taka saman og hlaða bílinn og kveðja konurnar þá kom í ljós að lekið var úr einu dekkinu á rútunni Keyrðum við á Hólmavík fengum loft í dekkið og héldum áfram heim á leið í leiðindaveðri öskurigningu og miklu roki

María klikkar ekki í akstrinum og allar komum við heim sælar og saddar eftir frábæra helgi þar sem við sáum mikið og hvernig hægt er að nýta pínulitla búta og gera listaverk úr þeim

Takk kærlega fyrir okkur kæru Pjötlur þetta var frábær helgi við komum örugglega aftur seinna til ykkar

Hótelhaldarar takk fyrir góðan og mikinn mat alla helgina

 

Myndir í albúmi

28.09.2015 16:54

Saumadagur á morgun

Saumadagur er á morgun á sama stað og venjulega kl 13

Svo er það Reykjanesið við Ísafjarðardjúp á fimmtudaginn saumahelgi með Pjötlunum

Bara spennandi tímar framundan

16.09.2015 10:35

Saumadagur

Við hittumst í gær í Fannahlíð og saumuðum frá kl 13  og fram eftir degi

Heldur betur hefur fjölgað hjá okkur saumakonum við mættum 10  

Vel er rúmt á okkur á nýja staðnum

Kaffið sáu Sigrún og Brynja  og Helga Rúna um

Nú er kominn mikil tilhlökkun og spenningur að fara á saumahelgi að Reykjanesi 1 okt verðum við 8

Margir gestir kíku við hjá okkur í dag

Næsti saumadagur verður 29 september

Myndir í albúmi

16.09.2015 10:34

Saumadagur

Við hittumst í Fannahlíð í gær

02.09.2015 11:04

Saumað í Fannahlíð

Við byrjuðum í gær að sauma á nýjum stað í Fannahlíð sem er félagsheimili Hvalfjarðarsveitar smiley

Hópurinn hefur stækkað hjá okkur og vorum við 11 sem mættum yes

Alltaf gaman að byrja að sauma

Olga sá um kaffið á fyrsta degi og Sigrún og Brynja koma með næst  

Næsti saumadagur verður þriðjudaginn 15 september á sama tíma

31.08.2015 12:40

Sýning á Hvalfjarðardögum

 

Skraddaralýs héldu sýningu á Hvalfjarðardegi í stjórnsýsluhúsinu Hvalfjarðarsveit

Sýningin gekk vel og var vel sótt 

Þar sýndum við verk okkar og var líka sala á ýmsum smámunum

Þökkum við öllum sem komu og heimsóttu okkur

 

Myndir í albúmi

31.08.2015 12:32

Fannahlíð fyrsti saumadagur

Nú byrjum við að sauma aftur eftir gott sumarfrí

Við byrjum á nýjum stað  félagsheimilinu Fannahlíðíð á morgun þriðjudag 1 september kl 13

Við ætlum að sauma annan hvern þriðjudag nema annað sé ákveðið 

Síðan er stefnt á saumahelgi  fyrstu helgina í oktober á Reykjanesi  við Ísafjarðardjúp

Spennandi tími framundan 

 

Flettingar í dag: 202
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 236
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 172409
Samtals gestir: 24294
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 14:11:54

Eldra efni



Umsjón með vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir

Nafn:

Skraddaralýs

Heimilisfang:

Hvalfjarðarsveit

Um:

Við erum hópur kvenna sem hittumst reglulega og saumum bútasaum Umsjón vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti
clockhere

Tenglar