Vatnaskógur 2023

atburður liðinn í

2 mánuði

23 daga



06.09.2008 12:37

Næsti saumadagur

Næsti sumadagur verður þriðjudaginn 9 sept kl 15 í Heiðarskóla Við ætlum að koma okkur í saumastuð fyrir Löngumýrarferðina þvi öllum er farið að hlakka til þeirra daga.

06.09.2008 12:33

Fyrsti saumadagur

Við byrjuðum að sauma á þriðjudaginn 2 sept á sama stað og venjulega og saumuðum til kl 7

27.08.2008 14:14

Skemmtilegt kvöld

Við hittumst allar hjá mér í gærkvöldi 100% mæting og var mjög gaman hjá okkur eins og vanalega Borðuðum við fiskisúpu a la Sigrún og smakkaðist hún það vel að uppskriftin kemur hér í lokin Mikið vorum við spenntar að byrja að sauma og helst ætlum við að gera allt sem okkur langar í því hugmyndirnar voru svo margar Sumar komu með það sem þær voru búnar að sauma síðan síðast sem sýndi að við höfum ekki bara verið í sólbaði í sumar nei alls ekki Nú ætlum við að byrja að sauma á næsta þriðjudag í Heiðarskóla kl 15 og þær fyrir sunnan byrja í hesthúsinu  þannig að nú fer allt á fullt hjá okkur Við vorum svo ákafar að það er búið að ákveða aðra saumahelgi á Vöðlum hjá Ástu og verður hún 8 janúar 2009 Nýjar myndir í albúmi Takk kærlega fyrir komuna stelpur þetta var mjög gaman kveðja Sigrún


  Fiskisúpan góða                                 

  150 gr lúða
150 gr ýsa  
150 gr rækjur
 
3 hvítlauksrif
3-4 gulrætur
1 stk laukur
1 rauð paprika
1 græn paprika
1 dós tómatpúrra
1 dós niðursoðnir tómatar
2 1/2 dl vatn
1 teningur fiskikraftur
1/2 teningur hænsnakraftur
1 tsk tandori masala (eða krydd)
1/4 tsk karrý
1/4 tsk hvítur pipar
6 stk sólþurrkaðir tómatar
4 msk mangó chutney
1 dl sæt chilisósa
500 ml matreiðslurjómi

steikja hvítlauk lauk papriku og gulrætur í olíu
restin sett út í og soðið niður
síðast er rjóminn og fiskurinn settur saman við

13.08.2008 15:29

Hittingur

Nú er búið að ákveðja fyrsta hitting haustsins 2008 það verður í Belgsholti þriðjudaginn 26 ágúst kl 20  eða viljið þið hafa það fyrr um daginn látið mig þá vita   Þá hittumst við og komum kanski með einhverjar hugmyndir og líka afrekstur sumarsins kíkjum á blöð og fl smá upphitun Dóra það hljóta að vera einhverstaðar til saumavélar til að lána þér þú færð ekkert frí frá okkur það verða einhver ráð með það  Núna líður tíminn hratt við förum bráðum á Löngumýri bara 49 dagar Hlakka til að sjá ykkur kv Sigrún

07.08.2008 10:41

Bráðum byrjar skemmtunin

Jæja stelpur núna fer að líða að fyrsta saumadeginum okkar eftir frábært sumar og mætum allar sólbrúnar og sælar fullar af orku og fjöri eins og vanalega .Við ætluðum að byrja að sauma um leið og skólinn byrjar svo það er bara alveg að koma að því Við erum örugglega allar farnar að hlakka til að hittast og byrja að saumaog spjalla.Sumar hafa verið eitthvað að sauma í sumar og set ég myndir í albúmið af því ef þið eruð með myndir þá endilega sendið til mín Núna þurfum við bara að ákveða hvaða dag við byrjum Kveðja Sigrún

07.07.2008 20:26

Númer 5000

Nú nálgast óðum gestur no 5000 og langar mig að biðja hann um að kvitta í gestabókina svona að ganni  Það er svo gaman að fylgjast með hvað síðan okkar er mikið  skoðuð það er ekki komið ár En að öðru mikið hefur sumarið verið gott hjá okkur við allar orðnar brúnar og sællegar nema hvað Sumar hafa eitthvað verið að myndast við að sauma set myndir inn við tækifæri af því var að frétta af þér Ásta í sælunni fyrir austan að þú sætir ekki aðgerðarlaus ef þið eruð með myndir sendið mér þá þær Njótið áfram sólarinnar á meðan hún er

23.06.2008 10:11

100 dagar

Núna í dag eru 100 dagar í saumahelgina  á Löngumýri Tíminn líður svo hratt að vikan er búin áður en maður veit af Njótið vel sólarinnar á meðan hún er

10.06.2008 11:08

Nýr tengill

Var að bæta við nýjum tegli í hópinn   Skagakonur til hamingju með síðuna ykkar og velkomnar í hópinn

05.06.2008 21:11

Langamýri lokaútkall

Jæja stelpur nú er síðasti dagur til að tryggja sig á saumahelgina okkar Það styttist óðum eins og sést hér til hliðar á niðurteljaranum Ætla ekki allar með, hvað með ykkur suðurnesjalýs Það var svo gaman hjá okkur í fyrra og verður örugglega líka í haust . Það er um að gera að fara að sanka að sér verkefnum fyrir næsta vetur. Ég fór norður á Akureyri fyrir stuttu og kom auðvitað við í quiltbúðinni hjá henni Kristrúnu og keypti smá efni og snið Það væri flott að hafa hana í meiri nálægð við okkur það er svo mikið úrvalið þar og úr mörgu að velja og þjónustan er frábær  Vildi bara setja inn til að minna á saumahelgina okkar það verður flott ef við komumst á fimmtudeginum norður þá verður meira úr helginni reynum að stefna að því

19.05.2008 12:22

SUMARFR'I

Við hittumst allar þann 13 maí  til að sauma í síðasta sinn á þessu vori .Nú förum við í sumarfrí fram á haust og njótum sólar vonandi    og komum hressar og sprækar að venju fullar af hugmyndum Þetta er búið að vera mjög skemmtilegur vetur hjá okkur mikið saumað prjónað og hlegið ekki má gleyma ferðunum okkar sem slegið hafa í gegn hjá okkur. Kanski dettur okkur eitthvað í hug einn rigningardag í sumar hver veit Verum duglegar að fylgjast með síðunni Takk fyrir veturinn allar skraddaralýs

10.05.2008 22:17

Síðasti saumadagur

Næst ætlum við að sauma á þriðjudaginn 13 maí og verður það síðasti tíminn okkar á þessu vori á sama stað og venjulega upp í skóla á sama tíma kl 15 Verum duglegri að kvitta í gestabókina þegar við lítum við á síðunni

07.05.2008 17:20

Skemmtileg heimsókn

Við fengum góða heimsókn í gærkveldi þegar Skagaquilt konur komu til okkar Við áttum saman góða og skemmtilega kvöldstund heima hjá Dóru í Leirárgörðum og buðum við þeim upp á súpu og heimabakað brauð Við sýndum þeim verkin okkar og þær komu með sín svo var mikið spjallað um bútasaum auðvitað  Það er gaman að sjá hvað aðrir eru að gera það er alltaf eitthvað nýtt að sjá og hægt að læra af því Við ætlum að hittast aftur í haust og erum við farnar að hlakka til Elsku Dóra takk kærlega fyrir að taka á móti okkur Læt hér fylgja uppskriftina af súpunni góðu það voru svo margar sem vildu fá hana Set svo myndirnar inn í myndaalbúm þær sem þekkja nöfnin sem vantar og verkin viljið þið vera svo vænar að skrifa við myndirnar

                    Kjúklingasúpa


              3-4 msk olía á pönnu
              1 1/2 msk karrý
               1/2 - 1 hvítlaukur marinn
               1 púrrulaukur
               3 paprikur  ein af hverjum lit
                allt steikt á pönnu
               
                1 dós rjómaostur 400 gr í bláu dósunum
                1 flaska Heinz chilisósa verður að vera Heinz
                 1 grænmetisteningur
                  3 kjötkraftur
                  1/2 líter rjómi
                 1 1/2-2 lítrar vatn
                 salt og pipar

                 6-8 kjúklingabringur skornar í bita
                 þær steiktar og kryddaðar með töfrakryddi
                 bringurnar settar  í lokin

02.05.2008 13:54

Hittingur

Næsta þriðjudag ætlum við að taka á móti bútasaumskonunum á Akranesi Við ætlum að hittast heima hjá Dóru í Leirárgörðum það verður gaman að hitta þær Þannig að við saumum ekkert þennan þriðjudaginn þetta kemur í staðin Hlökkum til að hitta ykkur Akraneskonur

28.04.2008 14:33

Næsti saumadagur

Við ætlum að sauma á morgun þriðjudaginn 29 apríl kl 15 í Heiðarskóla og hafa þetta klárudag því næsti þriðjudagur fellur niður vegna heimsóknar Síðasta laugardag ´var hún María með sumanámskeið í Reykjavík hjá íslenska bútasaumsfélaginu að kenna að sauma ruslapoka Birgitta fór með henni til aðstoðar Við erum svo stoltar af þér María þú ert svo efnilegur kennari  og alltaf til í að leiðbeina okkur með allt þú ættir að fara að leggja þetta fyrir þig með námskeiðin Það eru nýjar myndir í albúmi

25.04.2008 13:07

GLEÐILEGT SUMAR

Vorferðin okkar tókst mjög vel Við tókum daginn snemma fimm saman og ferðinni var haldið suður með sjó í heimsókn í hesthúsið á Mánagrund í Keflavík þar sem þær suðurnesjalýs tóku á móti okkur með glæsibrag þær eru með aðstöðu á loftinu hjá Gerðu til að sauma Þar er er allt til alls hægt að elda sauma og jafnvel gista ef þess er þörf svo er líka gott að geta farið niður og gefið hestunum smá knús  .Við áttum saman skemmtilegan og góðan dag mikið hlegið enda harðsperrur í maganum í dag Við fórum ekki með saumavélarnar í þetta sinn heldur var saumað í höndum eða heklað og prjónað og skoðuð blöð skemmtileg tilbreytni hjá okkur.Við gerðum hlé á saumaskapnum og skoðuðum menninguna í Keflavík fórum í Duushús og skoðuðum glerlist hjá Iceglass þar sáum við hvernig lítill fugl var mótaður Síðan skoðuðum við kertagerð hjá jöklaljósi Við fórum klifjaðar út frá báðum stöðum eins og okkur er líkt þegar eitthvað er hægt að kaupa Það var eins gott að við skyldum saumavélarnar eftir heima annars hefðum við þurft að fá lánaða kerru ha ha ha Þegar við fórum heim komun fórum við í Garðinn og skoðuðum föndrið hjá eldri borgurum þar sem systur Sigrúnar þær Sigurborg og Ingibjörg sjá um Dagurinn var allt of fljótur að líða eins og venjulega við vorum komnar heim fyrir miðnætti saddar og sælar eftir allar kræsingarnar Elsku Gerða ástarþakkir fyrir okkur þetta er skemmtilegt hesthús sem þið eigið og nýtist í margt

Flettingar í dag: 127
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 99
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 100055
Samtals gestir: 10198
Tölur uppfærðar: 1.6.2023 20:07:08


Umsjón með vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir

Nafn:

Skraddaralýs

Heimilisfang:

Hvalfjarðarsveit

Um:

Við erum hópur kvenna sem hittumst reglulega og saumum bútasaum Umsjón vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti
clockhere

Tenglar