Vatnaskógur 2023

atburður liðinn í

2 mánuði

26 daga



01.01.2018 21:18

01.11.2017 10:57

Saumadagar okt 2017

Saumadagar hjá okkur 17 og 31 október voru hefðbundnir 

Við erum að sauma í Fannahlíð annan hvern þriðjudag frá kl 14 til 19 stundum lengur

Ákveðið var í gær að hafa langan laugardag 11 nóvember 

Nokkrar nýjar myndir í albúmi

11.10.2017 22:34

11.10.2017 17:17

Saumahelgi á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp

Helgina 5-8 okt fóru 4  konur á saumahelgi með Pjötlunum fyrir vestan

Lögðum við á stað eftir hádegi á fimmtudeginum og vorum við komnar vestur um kl 19 með góðum stoppum í Búðardal og kaffi á Hólmavík

Heiðrún var bílstjóri á sínum landcruser og var bíllinn vel hlaðinn af dóti eins og vanalega þegar farið er í saumabúðir

Mikið var saumað alla dagana og heilsubótarganga og sundlaugin notuð mikið 

Veðrið var frábært alla dagana 

Við saumuðum óvissuverkefnið á föstudagskvöldið sem var flott lítil taska inn í stærri töskur til að geyma smádótið í

Svo var vissuverkefni hjartataska á laugardaginn og ég var með sýnikennslu í að vefja körfur og sauma

Mikið var borðað alla helgina svo ekki fórum við svangar heim

Heimferðin gekk vel og komum við sælar og áægðar heim eftir vel heppnaða helgi

Takk fyrir okkur kæru saumasystur fyrir vestan

Myndir koma seinna í albúm

11.10.2017 17:12

saumadagur 3 október

Venjulegur saumadagur Ekki mjög margar sem mættar voru en mikið saumað

Heiða og Brynja sáu um kaffið 

Það er margt spennandi í vinnslu hjá konum 

Næsti saumadagur er þriðjudaginn 17 0któber

11.10.2017 17:05

Saumadagar í sept

19 september var venjulegur saumadagur og var góð mæting Olga og Dísa voru með kaffið

Var ákveðið þá að hafa langan laugardag 30 september

Við mættum 10 úr okkar klúbb og 3 gestir úr Borgarnesi

Við fórum á Laxárbakka í hádegismat og gerðum hlé á saumaskapnum á meðan við fengum góðan mat með kaffi og desert á eftir

Síðan var haldið áfram að sauma fram á kvöldmat 

Þetta var góður dagur og mikið saumað

Myndir í albúmi

 

11.10.2017 17:04

18.09.2017 09:25

Fyrsti saumadagur haust 2017

Við hittumst í Fannahlíð 5 september og byrjuðum á að sauma

Góð mæting var og við allar spenntar að byrja að sauma 

Við saumum annan hvern þriðjudag byrjum kl 14 og erum fram á kvöld 

Selma og María Lúisa voru með kaffið 

Næsti hittingur er á morgun 

Myndir í albúmi 

29.08.2017 09:09

Fyrsti haustfundur 2017

Nú hefst vetrarstarfið hjá okkur Skraddaralúsum 

Við hittumst í heimboði hjá Mæju upp í Ölver í gær til að ræða vetrarstarfið og spjall

Takk fyrir boðið Mæja

Við byrjum að sauma þriðjudaginn 5 september kl 14 í Fannahlíð og saumum annan hvern þriðjudag 

Við  hittumst hressar á næsta saumadegi og ræsum saumavélarnar

04.05.2017 10:05

Gjöf til leikskólans

 

Eftir áramót höfum við verið að sauma teppi til að gefa leikskólanum Skýjaborg sem þakklæti fyrir að fá að vera frítt að sauma í Fannahlíð

Við saumuðum 16 teppi og nokkra litla púða úr allskonar glaðlegum efnum

Við afhentum börnunum í Skýjaborg þau s.l þriðjudag við mikla ánægju hjá þeim og var gaman að fylgjast með þeim 

Vonandi eiga þau eftir að ylja mörgum börnum og við erum nokkrar í þessum hópi sem eigum barnabörn þar

Það vantar þær Eddu Soffíu og Olgu á myndina 

 

Síðasti saumadagur að vori verður 16 maí

Myndir í albúmi

27.04.2017 11:33

Saumadagur 18 apríl

Saumadagur var í Fannahlíð 18 apríl s.l

Næsti saumadagur verður 2 maí 

nýjar myndir í albúmi

09.04.2017 20:34

Saumadagar í mars og apríl

Við hittumst alltaf annan hvern þriðjudag í Fannahlíð og saumum saman frá kl 14- c.a 19

Við erum búnar að afhenda íslenska bútasaumsfélaginu tvö hetjuteppi sem við saumuðum allar saman og var quiltað hjá Guðrúnu

Það er misjafnt hvað við erum að sauma og er alltaf skemmtilegt að sjá ný stykki skapast

Næsti saumadagur er 18 apríl

Nokkrar myndir í albúmi

14.03.2017 21:36

Saumahelgi Vatnaskógi mars 2017

 

 

Saumahelgi í Vatnaskógi 10-12 mars 

 

 

Við vorum með saumahelgi í Vatnaskógi um s.l helgi

Jón hennar Heiðu sá um að riðja snjónum svo við kæmumst uppeftir 

Þar voru  14 konur mættar kl 16 á föstudeginum og voru saumavélarnar straks settar á fullt

Mikið var saumað  þessa helgina og saumavélarnar varla stoppuðu eins og venja er á svona helgum

Það er frábær aðstaða í Vatnaskógi til alls og vel hugsað um okkur alltaf nýbakað bakkelsi hjá þessari ungu dömu

 

Mikill og góður matur hjá unga fólkinu sem sá um eldamennskuna og ekki sveltum við þessa helgina það er alveg á hreinu

 
 

Við saumuðum fram að kvöldkaffi bæði kvöldin og settumst svo við hannyrðir og spjall fram á nótt

Heimferð var um kl 15  á sunnudeginum Sælar lögðum við heim á leið í góðu veðri og búið að hlána mikið snjónum

Myndir í albúmi

 

15.02.2017 12:00

Saumadagur 7 febrúar

Við hittumst eins og venjulega þriðjudaginn 7 febrúar og saumuðum

Verkefnið okkar er núna þessa dagana samsaumur á hetjuteppum og barnateppum í gjafir

Þetta er mjög skemmtilegt verkefni þegar allar hjálpast að með að sniða og sauma

Kemur síðar í ljós hverjir eru heppnir

Ákveðiin var saumahelgi í Vatnaskógi 10-12 mars n.k

Næsti saumadagur er 21 febrúar

Nýjar myndir í albúmi

29.01.2017 15:41

Saumadagur 24 janúar

Við saumuðum saman s.l þriðjudag í Fannahlíð eins og venjulega og var góð mæting

Nú erum við að sauma allar saman hetjuteppi og fleiri úr alls konar afgöngum mjög spennandi að sjá hver verður útkoman

Það er gaman þegar við erum allar að sauma sama verkið og láta einhvern njóta þess hver sem það verður er óvíst

Næsti saumadagur verður 7 febrúar

Myndir koma seinna

Flettingar í dag: 212
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 215
Gestir í gær: 60
Samtals flettingar: 100720
Samtals gestir: 10340
Tölur uppfærðar: 4.6.2023 13:43:51


Umsjón með vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir

Nafn:

Skraddaralýs

Heimilisfang:

Hvalfjarðarsveit

Um:

Við erum hópur kvenna sem hittumst reglulega og saumum bútasaum Umsjón vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti
clockhere

Tenglar