Vatnaskógur 2023

atburður liðinn í

2 mánuði

26 daga14.03.2010 14:40

Góður dagur

Á laugardaginn var langur saumadagur hjá okkur og fengum við góða gesti úr Ölfunumemoticon 
Við byrjuðum að sauma kl 10 og vorum fram eftir degi og áttum mjög góða dag saman mikið saumað og skoðaðemoticon emoticon 
Það er alltaf gaman að hittast í góðra vina hópi við eflum svo hvor aðra með allskonar hugmyndum og sjá hvað hinar eru að saumaemoticon 
Við buðum upp á rétt skraddaralúsa sem eru tortillur með kjúkling hakki og allskonar grænmeti og sósum sem tilheyra þetta er fljótlegt og þægilegt að hafa og hollt og gottemoticon  
Ekki má gleyma tertunum og fíkjubrauðinu hans Kristjáns í Bjarkarási (manninum hennar Dísu) hann bakaði þetta góða brauð og sendi okkur  takk fyrir það Kristjánemoticon 
Allar fórum við saddar og sælar heim eftir vel heppnaðan dag Takk fyrir komuna Ölfuremoticon 

Okkur er boðið heim til hennar Helgu Hauks næsta þriðjudag svo það verður ekki hefðbundinn saumadagur höfum prjóna eða eitthvað að sauma í höndum með okkuremoticon

Nýjar myndir í albúmi

11.03.2010 13:39

Saumadagur

Næsta laugardag verður saumadagur hjá okkur og koma í heimsókn til okkar Ölfurnar og við ætlum að eiga saman góðan dag eins og venjulega þegar við hittumst emoticon
Við byrjum kl 10 og verðum eitthvað framm eftir degi emoticon

28.02.2010 22:14

Næsti saumadagur

Næsti saumadagur verður næsta þriðjudag á sama tíma og stað og venjulegaemoticon 

Ég kem alveg endurnærðemoticon  eftir fríið og sýni ykkur efnin sem ég keypti kveðja Sigrún Sól

18.02.2010 12:02

Góður dagur

Við vorum með langan saumadag á þriðjudaginn og byrjuðum kl 3 og vorum að til 10 það var mikið saumað þegar við vorum komnar í gang því það fer alltaf tími í að spjalla og spekúlera og skoða hvað við höfum verið að geraemoticon 
María kom með nýju saumavélina sína og er hún undratækiemoticon  bara saumar eftir korti eitthvað
 mynstur sem henni er sagt að geraemoticon 
 Það er alltaf jafn gaman þegar við hittumst við eflum hvor aðra og styrkjum sem er alltaf jafn gottemoticon

Næsti saumadagur er 2 mars

Nýjar myndir í albúmi

09.02.2010 20:23

Næsti saumadagur

Næsta þriðjudag ætlum við að hafa langan saumadag ekki veitir af því eftir saumadaginn í dag við vorum svo rólegar og slakaremoticon  að lítið varð úr saumaskap bara smá í höndum emoticon 
Það var mikið spjallað það er líka nauðsynlegt af og til í svona félagsskap það gefur lífinu gildi emoticon

05.02.2010 15:49

Aukasaumadagur


Við ætlum að sauma á næsta þriðjudag 9 febrúar kl 15 sama stað og venjulegaemoticon

 Hvernig væri að taka alla bútana sem við eigum heima og reyna að  nýta þá í eitthvað sniðugtemoticon ????

Setti inn nýjan tengilið skemmtilega síðu með allskonar sniðum og góðum hugmyndum (fatcatpatterns)

21.01.2010 11:35

Saumadagur með Skagaquilt

Síðasta þriðjudag var saumadagur hjá okkur Fengum við góða gesti til okkar konur úr Skagaquilt Áttum við góðan og skemmtilegan dag saman og var saumað fram á kvöld  margt og mikið skoðað og spjallaðemoticon 
Það er alltaf gaman að fá góða gesti í heimsókn við eflum hvor aðra og fáum  alltaf nýjar hugmyndir um eitthvað nýtt það er svo spennandiemoticon 
Skagakonur takk kærlega fyrir komuna emoticon

Næsti saumadagur er 2 febrúar

Nýjar myndir í albúmi

16.01.2010 18:52

Langur saumadagur

Næsta þriðjudag verður langur saumadagur hjá okkur og fáum við gesti til okkar þær saumasystur úr Skagaquilt Við byrjum kl 15 en þetta er opinn dagur þannig að það komast ekki allar kanski á sama tíma við verðum eitthvað fram á kvöld emoticon .

Sumardaginn fyrsta ætlum við að hafa sýningu og opið hús í Miðgarði emoticon  verður þar ýsmislegt til sýnis af okkar verkum  þetta er allt í vinnslu hjá okkur og verður auglýst nánar seinna emoticon

Hittumst hressar og kátar eins og vanalega með góða skapið kv Sigrún

06.01.2010 21:39

Fyrsti saumadagur árið 2010

Þá byrjar nýtt ár  hjá okkur með miklu  trukki allar fullar af hugmyndum fyrir veturinn sem fram undan er heilasellurnar næstum að brenna yfir emoticon emoticon emoticon 

Við hittumst hjá Heiðu á þriðjudaginn og settum niður dagskrá fram á vorið en það getur alltaf eitthvað breyst þá er bara að laga til emoticon  

.Elsku Heiða takk fyrir okkur það er alltaf gaman að koma svona saman og spjalla og fá sér aðeins í gogginn eins og veitingarnar voru hjá þér emoticon emoticon

.Við ætlum að byrja að sauma næsta þriðjudag kl 15 í Heiðarskóla emoticon

Setti hér á hliðarvænginn saumadagana en þeir eru eitthvað að srtíða mér ég fæ þá ekki í rétta röð það er einhver púki að stríða méremoticon emoticon  

Nýjar myndir í albúmi

03.01.2010 16:55

Heimboð til Heiðrúnar

Sælar allar skraddaralýs

Hún Heiðrún á Eystra Miðfelli  ætlar að bjóða okkur heim næsta þriðjudag kl 15emoticon 
Vonandi getum við allar mætt til að ræða og skpuleggja áframhaldandi vetur emoticon emoticon
Hittumst hressar og kátar eins og vanalega á nýju ári emoticon
kv Sigrún

01.01.2010 23:08

GLEÐILEGT ÁR

Gleðilegt nýtt ár og gott og farsælt komandi ár þökkum allt gott á liðnu ári með von um að allir hafi gott saumaár framundanemoticon emoticon

23.12.2009 10:55

GLEÐILEG JÓL

emoticon Við skraddaralýs óskum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með þökk fyrir allar samverustundirnar á árinu sem er að líða emoticon emoticon                               

18.12.2009 12:13

Jólafrí

Nú erum við komnar í jólafrí emoticon
Síðasti saumadagur var notalegur við vorum fáar en saumuðum mikið emoticon 
 Nú ætlum við í jólafrí fram í janúar emoticon
Hún Heiðrún ætlar að bjóða okkur til sín þriðjudaginn 5 janúar emoticon 
 Við óskum öllum gleðilegra jóla vonandi verður veðrið okkur eins gott á nýju ári svo við getum sett okkur í saumagírinn sem fyrst emoticon emoticon

Nýjar myndir í albúmi

07.12.2009 23:28

Jólafundur

Í kvöld fórum við í heimsókn á Akranes og föndruðum með skagaquiltskonum
emoticon
 Þetta var mjög notaleg og skemmtileg stund emoticon
Við bjuggum til glasamottur úr jólafni með japanska mynstrinu og hlustuðum á jólamúsik ekki má gleyma kaffinu og meðlætinu og Egló kakókaffið var æði emoticon
Það er alltaf jafn gaman að koma saman og spjalla og gera smá í höndunum emoticon 
 Takk fyrir boðið stelpur Hittumst hressar á saumadegi á nýju ári emoticon 
 
Nýjar myndir í albúmi

25.11.2009 21:16

Góður dagur

Við hittumst í gær á löngum saumadegi og saumuðum mikið þann daginn emoticon
Þetta átti að vera síðasti saumadagurinn hjá okkur fyrir jól en það var svo gaman hjá okkur að við ætlum að hittast aftur einu sinni enn fyrir jól emoticon þriðjudaginn 8 desember og sauma lengi þann dag líka þessir löngu dagar eru svo ótrúlega góðir og skemmtilegir emoticon 

                            Jólafundur emoticon

Við ætlum að vera með Skagaquiltskonum á jólafundi mánudagskvöldið 7 des kl 20
Flettingar í dag: 212
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 215
Gestir í gær: 60
Samtals flettingar: 100720
Samtals gestir: 10340
Tölur uppfærðar: 4.6.2023 13:43:51


Umsjón með vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir

Nafn:

Skraddaralýs

Heimilisfang:

Hvalfjarðarsveit

Um:

Við erum hópur kvenna sem hittumst reglulega og saumum bútasaum Umsjón vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti
clockhere

Tenglar