Vatnaskógur 2023

atburður liðinn í

2 mánuði

26 dagaFærslur: 2013 Maí

31.05.2013 21:53

Saga bútasaumsins

Saga bútasaums

 

5

Margir telja að upphaf bútasaums megi rekja til Ameríku en fæstir vita að upphafið má rekja allt aftur til Egyptalands hins forna. Sjá fróðleik hér. Bútasaumurinn eins og við þekkjum hann í dag er einkum í gerð vegg- og rúmteppa úr mislitum bútum ýmist handsaumuðum og/eða vélsaumuðum. Ýmsar heimildir eru til um þetta handverk frá Ameríku og er hér er stutt samantekt frá Margréti Árnadóttur, bútasaumskonu með meiru. Vegna gífurlegs áhuga á bútasaum um víða veröld hafa sprottið upp búta-saumsklúbbar, þar sem unnið er með allt mögulegt varðandi bútasaum. Má þar t.d. nefna saumaskap á „vina-blokkum“ sem eru síðan settar saman í teppi, spjallklúbbar fyrir þá sem eru „langt leiddir“ í bútasaum o.fl.

31.05.2013 21:50

Smá upprifjun

Fann þetta á netinu skemmtileg upprifjun

Efni og áhöld

Efni: Það er hægt að nota hvaða efni sem er en best er að nota 100% bómullarefni því þau koma í ótal litum og er gott að þvo og strauja.
Vattefni til að hafa á milli yfirborðs og bakefnis en það er selt í ýmsum gerðum, bómullar og póyester - þykkt eða þunnt, með miklu lofti eða litlu. Það er mælt í grömmum t.d. 80 gr. eða 130 gr. Valið fer eftir því hvað hentar hverju sinni.
Tvinni. Bómullartvinni í lit sem fer vel við efnið. Einnig er gott að kaupa sérstakan tvinna til að stinga með hvort sem handstungið er eða notaðar saumavélar.
Hnífur sem getur auðveldlega skorið í gegn um mörg lög af efnum. Hann er mun betri en skæri þar sem skurðurinn verður mun nákvæmari og beinni. Það eru til mismunandi stærðir og gerðir hnífa frá mismunandi framleiðendum. Lítill hnífur hentar vel við venjulegan heimilissaum. Hægt er að skipta um blöð í hnífum - best að skipta þegar hann gættir að bíta vel.
Skæri eru einnig fullgilt verkfæri og er þá klippt eftir þræði. Ef skæri eru notuð þarf að sjálfsögðu ekki að hafa mottu og hníf til að skera efnið
.
Reglustika, annað hvort með tommumáli eða sentimetrum, eftir því hvað þér finnst betra að nota. Þær eru til í börgum stærðum og er 60 X 15 mjög góð stærð. Einnig er hægt að fá þríhyrningastikur og fleiri gerðir. Beinu stikurnar kuga mjög vel í flest og þær eru einnig línumerktar með 45% og 60% skálínum.
Skurðarmotta er algjör nauðsyn að hafa ef hnífur er notaður. Þær eru merktar með línum og er stærðin 45 X 60 cm. mjög góð.
Straujárn og strauborð eru til á flestum heimilum. Það eru skiptar skoðanir á því hvort betra sé að nota gufu - eða venjulegt straujárn en ef gufa er notuð straujast oftast betur en passa þarf að aflaga ekki efnið.
Fingurbjörg er gott að nota við að quilta teppið.
Saumahringur. Það er aðuvelt mál að quilta teppið/myndina í saumahring ef þræðingin er góð. Hringurinn tryggir að öll þrjú lögin haldist slétt saman.

Til baka

  • 1
Flettingar í dag: 160
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 215
Gestir í gær: 60
Samtals flettingar: 100668
Samtals gestir: 10339
Tölur uppfærðar: 4.6.2023 13:01:20


Umsjón með vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir

Nafn:

Skraddaralýs

Heimilisfang:

Hvalfjarðarsveit

Um:

Við erum hópur kvenna sem hittumst reglulega og saumum bútasaum Umsjón vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti
clockhere

Tenglar