Vatnaskógur 2023

atburður liðinn í

2 mánuði

26 dagaFærslur: 2013 Janúar

28.01.2013 11:32

Góð heimsókn

Við fengum  heimsókn s.l þriðjudag Suðurnesjalýsnar ásamt Sigrúnu frá Hvanneyri komu til okkar og áttum við gott kvöld með þeim við saum prjón og hekl af ýmsu tagi
Veitingarnar voru af ýmsu tagi samtýningur a.la skraddaralýs

Nú er svo komið að við Skraddaralýsnar erum orðnar húsnæðislausar búið að segja okkur upp 1 febrúar með húsnæðið í Heiðarskóla þar sem við vorum búnar að koma okkur svo vel fyrir  svo það er aldrei að vita hvar við lendum næst það er allt í vinnslu

Næsti saumadagur er á morgun og verður sá síðasti þar.
 Við drögum í mug rug og saumum eitthvað
Svo er bara að fara að pakka niður dótinu okkar
 
Nýjar myndir í albúmi

17.01.2013 22:51

Saumadagur

Við saumuðum s.l þriðjudag og áttum góðan saumadag

Næsta þriðjudag eigum við von á suðurnesjalúsunum ef veður leyfir veðurguðirnir verða okkur vonandi hliðhollir

Nokkrar nýjar myndir í albúmi

10.01.2013 21:26

Fyrsti saumadagur

Við hittumst allar hressar og kátar  s.l þriðjudag fullar af skemmtilegum hugmyndum

Eins og alltaf þá er mikið um að vera hjá okkur Skraddaralúsum

Við vorum með fund og skipulögðum starfið fram á vorið og verður nóg að gera hjá okkur

Við fáum suðurnesjalýsnar í heimsókn til okkar 22 janúar og ætlum við að sauma saman fram á kvöld og spjalla og hafa gaman

Við ætlum nokkrar að bregða okkur upp í flugvél 21 febrúar og fljúga til Egilstaða til að  vera með Sprettunum á saumahelgi að Eiðum

18-21 apríl ætlum við svo að fara aftur í sumarbústað í Húsafelli eins og við gerðum s.l vor

Eins og sést hér verður skemmtilegur vetur framundan nóg að gera og ekki má gleyma saumadögunum þeir verða eins og við höfum verið með alla þriðjudaga og annar hver langur

nýjar myndir í albúmi

07.01.2013 11:22

GLEÐILEGT NÝTT ÁR

GLEÐILEGT NÝTT ÁR TIL ALLRA FRÁ SKRADDARALÚSUM


 

Við byrjum að sauma þriðjudaginn 8 janúar 2013 eftir hádegi og saumum  eitthvað fram eftir degi smiley

Við komum endurnærðar og hressar eftir gott frí með fullt af hugmyndum cheeky

Það verður fundur hjá okkur kl 17 þar sem vetrarstarfið verður rætt það er ýmislegt skemmtilegt á döfinni hjá okkur á þessari önn

Hittumst allar hressar og kátar á nýju saumaári 


  

 

  • 1
Flettingar í dag: 212
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 215
Gestir í gær: 60
Samtals flettingar: 100720
Samtals gestir: 10340
Tölur uppfærðar: 4.6.2023 13:43:51


Umsjón með vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir

Nafn:

Skraddaralýs

Heimilisfang:

Hvalfjarðarsveit

Um:

Við erum hópur kvenna sem hittumst reglulega og saumum bútasaum Umsjón vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti
clockhere

Tenglar