Vatnaskógur 2023

atburður liðinn í

2 mánuði

26 dagaFærslur: 2012 Apríl

22.04.2012 23:08

Húsafell

Við skraddaralýsnar áttum saman yndislega góða helgi í Húsafelli um helgina

Við vorum 7 lýsnar og ein nyt svo kom ein í heimsókn  á laugardaginn

Helgin var vel nýtt mikið saumað prjónað og borðaður góður matur með öllu tilheyrandi  farið í heita pottinn

Mug rug var opnað bæði kvöldin

Við gerðum mjög skemmtilegt  verk sem voru skemmtilegar myndir af allskonar saumakellum og var flott að sjá þær allar samankomnar engin eins
´

 á laugardagskvöldið sáum við sérkennilegan hlut á lofti eins og fljúgandi furðuhlut rauðleitt ljós kom og flögraði á himninum dágóða stund

Veðrið lék við okkur sól og blíða alla helgina en heldur kalt en það var alveg hægt að sitja í sólinni úti á palli og slappa af

Bústaðurinn sem við vorum í var mjög flottur og rúmgóður og eigum við örugglega eftir að fara aftur seinna

 Myndir í albúmi

19.04.2012 00:14

GLEÐILEGT SUMAR

Gleðilegt sumar til allra sem fylgjast með okkur

Við fengum góða gesti s.l föstudag í hamingjuhornið okkar það voru þær Jórunn úr sprettunum og mamma hennar og Sigrún kom með þeim

Áttum við saman góða stund og kenndi Jórunn okkur að prjóna blóm og trefil með köðlum sem kaðlarnir eru eins báðum megin

Það var gaman að læra að prjóna þetta og nota t.d í tækifærisgjafir

Svo komu þær með það sem þær höfðu saumað og sýndu okkur

Takk kærlega fyrir komuna til okkar vonandi komið þið aftur sem fyrst

María fór á saumahelgi norður í Langadal með Bútós um s´l helgi

Nú styttist í sumarbústaðarferðina okkar í Húsafell er hún núna um helgina og förum við á föstudaginn


 

05.04.2012 15:49

GLEÐILEGA PÁSKA

Við hittumst s.l mánudag og saumuðum

Mættum snemmma því nú er komið páskafrí

Nú styttist óðum í sumarbústaðaferðina okkar sem verður 20-22 apríl í Húsafelli

Set hér inn nokkrar myndir af því sem við erum að gera

Nýjir linkar á síður hér á hliðarlínunni

Að lokum óskum við öllum GLEÐILEGRA PÁSKA og vonum að allir hafi það sem best


 

 

  • 1
Flettingar í dag: 94
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 215
Gestir í gær: 60
Samtals flettingar: 100602
Samtals gestir: 10339
Tölur uppfærðar: 4.6.2023 12:18:40


Umsjón með vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir

Nafn:

Skraddaralýs

Heimilisfang:

Hvalfjarðarsveit

Um:

Við erum hópur kvenna sem hittumst reglulega og saumum bútasaum Umsjón vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti
clockhere

Tenglar