Vatnaskógur 2023

atburður liðinn í

1 ár

1 mánuð

17 daga



Færslur: 2011 Október

31.10.2011 22:56

Selfossferð

Í dag skruppum við 6 skraddaraýs á Selfoss í innkaupaferð emoticon
María var bílstjóri enda treystum við á hana í okkar ferðum emoticon
Fyrst heimsóttum við wouge eða Bútabæ og kíktum þar á efni og tilheyrandi fyrir saumaskapinn
Síðan fórum við í Bót þar sem verslunin er að hætta  og gátum við keypt sitt lítið af hverju á báðum þessum stöðum sem á eftir að nýtast okkur einhvern tíman emoticon emoticon
Að verslunarferð lokinni fengum við okkur dýrindis pizzur á Kaffi Krús og vorum við svo saddar og sælar að erfitt var að standa upp emoticon
Þetta var gaman að gera smá dagamun og fara í svona smá skrepputúr emoticon

Á morgun ætlum við að sauma á sama stað og venjulega og mæta fyrstu kl 11

24.10.2011 09:38

Saumadagur

Næsti saumadagur er á morgun þriðjudag í stjórnsýsluhúsinu

Við erum búnar að vera duglegar að mæta og sauma alla þriðjudaga þó það séu ekki fastir saumadagar

Við mætum snemma kl 13 og saumum fram eftir degi frjáls tími

sumar hafa verið duglegri að nýta sér aðstöðuna og mæta oftar

10.10.2011 22:39

Saumadagur á morgun

Nú er saumadagur hjá okkur á morgun
Við höfum verið duglegar að mæta og sauma vikulega á hverjum þriðjudegi
Við mætum þegar við getum enginn ákveðinn tími því núna ráðum við okkur sjálfar og getum saumað hvenær sem er af því að við erum með okkar húsnæði á leigu í stjórnsýsluhúsinu

01.10.2011 17:31

Löngumýri

Nið fórum á Löngumýri helgina 22-25 september sem er orðið árlegt hjá okkur alltaf sama helgin með hressum saumavinkonum frá öllum landshlutum alltaf bætast nýjar við í hópinn og aðrar detta út emoticon 
 
Við vorum 7 skraddaralys sem fórum þetta árið fórum á tveimum jeppum drekkhlöðnum svo að við varla komumst fyrir bara troðið þar sem var einhver smuga emoticon

Fyrsta stopp var Borgarnes til að hlaða enn meira í bílana
María og Gerða voru bílstjórarnir emoticon 
 
Við stoppum alltaf á leiðinni norður í pottinum og pönnunni á Blönduósi og fáum okkur að borða emoticon  

Þegar komið er á Löngumýri eru saumavélarnar teknar upp og byrjað að sauma fram á nótt en þetta árið var bara mjög rólegt og afslappað notið þess að slappa af og spjalla saman sem er nauðsynlegt í svona ferðum emoticon

Verkefnin þetta árið voru flott stutt og góð svo nægur tími var í að sauma annað sem konur voru með svo er quiltbúðin á staðnum með vörur til að bæta okkur upp ef við verðum verkefnalausar emoticon

Á laugardaginn var haldið áfram að sauma til kl 5 þá var pottapartý með tilheyrandi skemmtun emoticon

Um kvoldið var kvöldvaka og konur sýndu verkin sín alltaf gaman að sjá hvað aðrar eru að gera
 
Sunnudagurinn rann upp og saumað var fram yfir hádegi síðasti tíminn nýttur í botn áður en haldið er heim emoticon

Maturinn á Löngumýri klikkar aldrei alltaf veislumatur alla dagana Takk fyrir okkur elsku eldhúskonur sjáið um að við sveltum ekki og förum ekki svangar frá Löngumýri emoticon 
 
Tíminn líður svo hratt þessa daga að ekki veitir af því að fara að hafa vikudvöl það er svo margt sem við ætlum að gera
  
Kristrún Sísa og Hrafnhildur þið klikkið aldrei ástarþakkir fyrir okkuremoticon

Við eigum orðið svo margar frábærar saumavinkonur eftir þessar helgar emoticon

Heimferðin gekk vel enda bíllinn drekkhlaðinn
 
Við stoppuuðum í Staðarskála og fengum okkur að borða ekki slegið slöku við í þeim málum emoticon

Heim komum við allar sælar og saddar eftir góða og skemmtilega helgi og erum farnar að hlakka til næsta árs

Myndir í albúmi 

  • 1
Flettingar í dag: 127
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 287
Gestir í gær: 104
Samtals flettingar: 181344
Samtals gestir: 25659
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 12:36:34

Eldra efni



Umsjón með vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir

Nafn:

Skraddaralýs

Heimilisfang:

Hvalfjarðarsveit

Um:

Við erum hópur kvenna sem hittumst reglulega og saumum bútasaum Umsjón vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti
clockhere

Tenglar