Vatnaskógur 2023

atburður liðinn í

1 ár

1 mánuð

17 daga



08.02.2011 15:48

Saumadegi frestað

Vegna slæmrar veðurspár frestum við saumadeginum sem vera átti í dag emoticon
Næsti saumadagur verður auglýstur síðar emoticon

Nýjar myndir í albúmi

Nýir tenglar frí mynstur

06.02.2011 14:42

Næsti saumadagur

Næsti saumadagur er á þriðjudaginn 8 febrúar kl 15 á sama stað og venjulegaemoticon

24.01.2011 13:08

Næsti saumadagur er á morgun

Næsti saumadagur er á morgun þriðjudaginn 25 janúar

18.01.2011 16:53

Saumahelgi í Flagbjarnarholti

Um helgina hittumst við gömlu skraddaralýsnar á sveitasetrinu hennar Gerðu Flagbjarnarholti í Landsveit Við vorum 8 hressar kellur sem áttum yndislega skemmtilega og góða saumahelgi í góðu yfirlæti húsmóðurinnar emoticon 
 Við vorum 5 sem vorum úr Hvalfjarðarsveit og 3 af suðurnesjunum
María var bílstjórinn okkar sem er orðinn fastur liður hjá okkur enda vön öllu skólabílstjóri og við orðnar háðar henni í þessum ferðum en við sjáum fram á það að við verðum að fara að stækka bílaflotann ef það heldur svona áfram með allan farangurinn annars er ótrúlegt hvað er hægt að troða og stappa í bílinn hennar emoticon 
 Við tókum þá ákvörðun á leiðinni heim að vigta bílinn á Kjalarnesinu en sáum eftir því að hafa ekki vigtað hann á leiðinni suður líka.3200 kg emoticon  
Við byrjuðum ferðina okkar á því að koma við í Álafossi til að kaupa garn Svo lá leiðin yfir Hellisheiðina með viðkomu í ótrúlegu búðina  þar var ýmislegt keypt í poka sem á eftir að líta dagsins ljós einhvern daginn emoticon
Næst var stoppað í Bót á Selfossi þar var heldur betur bætt í bílinn enda af nógu að taka alltaf gaman að komast í svona búðir enda bútasaumskonur á ferð emoticon
Við komumst á áfangastað hressar og kátar með allan fenginn sem var í öllum pokunum
´Það voru fagnaðarfundir að hitta suðurnesjalýsnar emoticon  
Það var byrjað að fá sér að borða góðan kjúlking með tilheyrandi sem Gerða eldaði svo var spjallað fram eftir kvöldi við byrjuðum óvanalega seint að sauma þetta kvöld enda öll helgin framundan við saumuðum smá og fórum svo í heita pottinn emoticon
Laugardagurinn var tekinn snemma því mörg voru verkefnin og húsið allt lagt undir í saumaskap
Kvöldmáltíðin var lambalæri frá Gerðu með tilheyrandi meðlæti af bestu gerðemoticon
Nú var komið mikið saumastuð og saumuðum við fram á nótt þá var farið í pottinn í æðislegu veðri það gerði snjókomu með stórum hundslappadrífum sem hafa ekki of sést
 Það er gott að fara í heita pottinn því maður endurnærist og þarf varla svefn getur bara haldið áfram að sauma emoticon emoticon
Sunnudagsmorguninn var nýttur til að sauma
Það var mikið saumað þessa helgi og alltaf jafn gaman hjá okkur en það er alltaf eins tíminn líður svo hratt að helgin er búin áður en maður veit af það vantar alltaf einn dag í viðbót emoticon  
Við kvöddumst sælar og glaðar og  strax farnar að hlakka til næstu saumahelgar í apríl emoticon
Á leiðinni heim komum við aftur við í álnavörubúðinni í Hveragerði til að bæta aðeins í bílinn emoticon
Elsku Gerða ástar þakkir fyrir okkur í Flagbjarnarholti þar er góður andi og gott að vera emoticon
Elsku María ástarþakkir fyrir góða keyrslu og koma okkur heilum heim emoticon


Myndir í albúmi

12.01.2011 10:59

Saumahelgi

Við saumuðum í gær og áttum góðan dag við saumaskap spjall og skypulagningu saumadaga fram á vorið
Um næstu helgi ætlum við gömlu skraddaralýsnar að fara í heimsókn til hennar Gerðu á sveitasetrið hennar í Flagbjarnarholt og sauma um helgina þetta er orðinn fastur liður hjá okkur á þessum tíma að skreppa austur síðast vorum við hjá Ástu á Vöðlum
María ætlar að vera bílstjórinn okkar við förum 5 saman úr Hvalfjarðarsveit

Næsti saumadagur verður 25 janúar


Nýjar myndir í albúmi

Nýr tengiliður á handverk Kristínar hér til hægri á síðunni

03.01.2011 16:06

Saumadagur á nýju ári

Það klikkaði eitthvað hjá méremoticon 
 Við byrjum á morgun að sauma 11 janúar
það verður saumadagur á morgun í Heiðarskóla kl 15

31.12.2010 12:37

GLEÐILRGT NÝTT ÁR

i emoticon 
 Nýárskveðja til ykkar allra frá okkur í skraddaralúsum emoticon

26.12.2010 00:07

GLEÐILEG JÓL

14.12.2010 10:53

Gestur no 25000

HVER VERÐUR GESTUR OKKAR NÚMER 25000 emoticon  
Það væri gaman að fá smá kvitt frá honum
Það er gaman að sjá hvað margir skoða síðuna okkar og vilja fylgjast með okkur
Takk fyrir okkur emoticon

13.12.2010 10:20

JÓLAFRÍ

Við erum komnar í jólafrí núna Síðasti saumadagur var hjá okkur 30 nóvember byrjum við aftur í  janúar nánar auglýst síðaremoticon 

Það koma ýmsir skemmtilegir hlutir upp hjá okkur í skraddaralúsum á síðasta saumadegi fyrir jól var verið að tala um jólabókaflóðið þar á meðal bókina um framlið fólk sem kom út fyrir jólin þá fanst einhverjum þarna uppi nóg komið um okkar tal og slökkti bara á saumavélinni hennar Sigrúnar aftur og aftur svo við hættum þá bara að sauma þennan daginn en þegar heim var komið saumaði hún eins og engill allt kvöldið emoticon 
 
Við skraddaralýs óskum öllum gleðilegra jóla hafið það sem best og njótið jólahátíðarinnar emoticon 
 
Hittumst hressar og kátar á nýju ári emoticon

Nýjar myndir í albúmi emoticon

29.11.2010 19:31

Breyttur saumadagur

Breyting á saumadegi
 við saumum á morgun þriðjudaginn 29 nóvember í staðin fyrir 7 desember

25.11.2010 10:42

Saumadagur

Nú eigum við bara eftir að hittast einu sinni enn til að sauma á þessu ári 7 desember þá verðum við komnar í jólafrí emoticon

Við saumuðum síðasliðinn þriðjudag og vorum  í miklu saumastuði og var mikið saumað emoticon 

 Tíminn hefur flogið frá okkur þetta haustið en samt mikið búnar að gera bæði farið á saumahelgi að Löngumýri heimsótt suðurnesjalýsnar og Ölfurnar og farið á árshátíðina hjá ísl bútasaumsfélaginu svo eitthvað sé nefnt og svo má ekki gleyma öllum prjóna og saumaskapnum okkar emoticon 
 
Hittumst hressar og kátar 7  desember á sama stað og venjulega emoticon

20.11.2010 11:07

Langur saumadagur

Siðasta laugardag var langur saumadagur hjá okkur í Heiðarskóla og var dagurinn tekinn snemma og byrjað kl 10 að sauma og var verið að til kl 17emoticon 
 Við vorum að læra að sauma pappírsaum og hjálpuðumst við að  var verkefnið jólagardínur sem gekk bara vel  var gaman að sjá hvað komu mismunandi útgáfur af dúlllum sem voru saumaðaremoticon 
 Nú styttist óðum til jóla svo það er komið smá jólafílingur í suma það er alltaf gaman að sauma eitthvað nýtt og jólalegt

Næsti saumadagur verður á þriðjudaginn 23 nóvember

Nýjar myndir í albúmi

Gaman væri að fá smá kvitt fyrir innlit á síðuna okkar eða bara nokkur orð í álit bara smá ábending í skammdeginu emoticon

11.11.2010 22:35

Heimsókn til vinaklúbbs

Við fórum s.l þriðjudag suður til Reykjavíkur í heimboð hjá Ölfunum sem er vinaklúbbur okkaremoticon 
 Við hittumst kl 4 og saumuðum framm eftir kvöldi og áttum ánægjulegan saumadag með þeimemoticon 
 Það er alltaf gaman að hittast og skoða og sjá hvað aðrir eru að gera því þá fáum við alltaf einhverjar nýjar hugmyndir og lærum eitthvað nýttemoticon 
Takk fyrir okkur kæru Ölfuremoticon

Núna næsta laugardag verður langur saumadagur hjá okkur á sama stað og venjulega og ætlum við þá að komast í smá jólafílingemoticon

23.10.2010 12:38

Næsti saumadagur

Næsti saumadagur er á þriðjudaginn 26 okt kl 15 á sama stað og venjulegaemoticon


Heimsókn til suðurnesjalúsaemoticon

Við skruppum nokkrar í heimsókn til suðurnesnalýsna á s.l þriðjudagskvöld og áttum með þeim góða og skemmtilega stund á hesthúsaloftinu hjá henni Gerðu
 Borðuðum við góðan mat eins og sést á myndunum svo prjónuðum við eða vorum með handsaum meðferðis saumavélarnar fengu frí í þetta skyptið  alltaf gaman að breyta til
Takk fyrir okkur kæru vinkonuremoticon 

Nýjar myndir í albúmi
Flettingar í dag: 159
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 287
Gestir í gær: 104
Samtals flettingar: 181376
Samtals gestir: 25669
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 16:30:49

Eldra efni



Umsjón með vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir

Nafn:

Skraddaralýs

Heimilisfang:

Hvalfjarðarsveit

Um:

Við erum hópur kvenna sem hittumst reglulega og saumum bútasaum Umsjón vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti
clockhere

Tenglar