Vatnaskógur 2023

atburður liðinn í

2 mánuði

23 daga22.04.2012 23:08

Húsafell

Við skraddaralýsnar áttum saman yndislega góða helgi í Húsafelli um helgina

Við vorum 7 lýsnar og ein nyt svo kom ein í heimsókn  á laugardaginn

Helgin var vel nýtt mikið saumað prjónað og borðaður góður matur með öllu tilheyrandi  farið í heita pottinn

Mug rug var opnað bæði kvöldin

Við gerðum mjög skemmtilegt  verk sem voru skemmtilegar myndir af allskonar saumakellum og var flott að sjá þær allar samankomnar engin eins
´

 á laugardagskvöldið sáum við sérkennilegan hlut á lofti eins og fljúgandi furðuhlut rauðleitt ljós kom og flögraði á himninum dágóða stund

Veðrið lék við okkur sól og blíða alla helgina en heldur kalt en það var alveg hægt að sitja í sólinni úti á palli og slappa af

Bústaðurinn sem við vorum í var mjög flottur og rúmgóður og eigum við örugglega eftir að fara aftur seinna

 Myndir í albúmi

19.04.2012 00:14

GLEÐILEGT SUMAR

Gleðilegt sumar til allra sem fylgjast með okkur

Við fengum góða gesti s.l föstudag í hamingjuhornið okkar það voru þær Jórunn úr sprettunum og mamma hennar og Sigrún kom með þeim

Áttum við saman góða stund og kenndi Jórunn okkur að prjóna blóm og trefil með köðlum sem kaðlarnir eru eins báðum megin

Það var gaman að læra að prjóna þetta og nota t.d í tækifærisgjafir

Svo komu þær með það sem þær höfðu saumað og sýndu okkur

Takk kærlega fyrir komuna til okkar vonandi komið þið aftur sem fyrst

María fór á saumahelgi norður í Langadal með Bútós um s´l helgi

Nú styttist í sumarbústaðarferðina okkar í Húsafell er hún núna um helgina og förum við á föstudaginn


 

05.04.2012 15:49

GLEÐILEGA PÁSKA

Við hittumst s.l mánudag og saumuðum

Mættum snemmma því nú er komið páskafrí

Nú styttist óðum í sumarbústaðaferðina okkar sem verður 20-22 apríl í Húsafelli

Set hér inn nokkrar myndir af því sem við erum að gera

Nýjir linkar á síður hér á hliðarlínunni

Að lokum óskum við öllum GLEÐILEGRA PÁSKA og vonum að allir hafi það sem best


 

 

26.03.2012 11:42

Námskeið hjá Guðrúnu Erlu

Við fórum tvær austur á Selfoss á s.l miðvikudag á námskeið hjá Guðrúnu Erlu

Þar lærðum við nýja og skemmtilega aðferð í ræmusaumi og skorið með þríhyrningsstiku
 

Það var hægt að sauma á 3 vegu með ýmsum tilfærslum stjörnu eða sexhyrning í teppi eða dúk

Svo var kennd aðferð við að sauma dúk beint á bak og vatt sem heitir blómstrið eina

Við lærðum líka nýja aðferð við bindingu og sitt lítið af hverju

Alltaf gaman að læra eitthvað nýtt en tíminn var bara allt of stuttur hefði mátt vera heill dagur til að geta gert allt sem manni langaði til

Takk fyrir okkur Guðrún Erla hlökkum til að koma næst og læra eitthvað nýtt þú ert snillingur

26.03.2012 11:40

Saumadagur

Við saumuðum s.l þriðjudag eins og venjulega
 

Við erum búnar að vera mjög duglegar að hittast og sauma í hverri viku

Set hér inn nokkrar nýjar myndir

Á morgun er saumadagur hjá okkur

 

15.03.2012 00:14

GARDÍNURNAR KOMNAR UPP

Í GÆR VAR SAUMADAGUR HJÁ OKKUR

Við kláruðum að sauma gardínurnar og koma þeim upp og erum mjög montnar af þeim

Það saumaði hver okkar eina kerlingu og síðan var ráðist í alla bútana og þeir saumaðir saman þvers og krus og úr því var þetta lystaverk til

Þær taka sig vel út í vinnustofunni okkar og eiga eftir að ylja okkur vel við saumaskapinn

Næst saumum við þriðjudaginn 20 mars

Nýjar myndir eru í albúmi

07.03.2012 10:59

Suðurnes

Við fórum í gær í heimsókn suður í Garð og áttum þar góðan saumadag með suðurnesjalúsum

Við mættum hjá þeim kl 5 og saumuðum til kl 22 

Takk fyrir okkur stelpur það var gaman að hitta ykkur Gerða við söknuðum þín

Veðrið var heldur orðið leiðinlegt á leiðinni heim og mikil hálka en við komumst allar heilar heim

nýjar myndir í albúmi

01.03.2012 11:54

Saumadagur

Við hittumst nokkrar síðasta þriðjudag og saumuðum  

 Við geymdum gardínusauminn að þessu sinni því það vantaði nokkrar í hópinn

Við fengum góðan gest til okkar Brynju Kjerúlf frá Akranesi

Næsta þriðjudag ætlum við að leggja land undir fót og fara suður í Garð í heimsókn og sauma með suðurnesjalúsunum ef veður leifir

Nýjar myndir í albúmi


 


 

 

20.02.2012 21:15

Gardínusaumur

Við saumuðum í dag og var haldið áfram að hanna og sauma gardínurnar fyrir vinnustofuna okkaremoticon
Allir afgangar voru tíndir til og saumaðir saman bæði ræmusaum og svo hálfkláraðar blokkir og bara allt sem til var saumað saman og út komu allskonar mynstur emoticon  
Við eigum þó samt eftir að klára  og bæta við en erum langt komnar með það
Þetta er mjög skemmtilegt verkefni hjá okkur þar sem við leggjum allt saman um að hanna þessi lystaverk emoticon  
Næsti ætlum við að sauma þriðjudaginn 28 febrúar og klárum þá verkefnið emoticon  
Nýjar myndir í albúmi

15.02.2012 10:53

Saumadagur

Við saumuðum í gær og var skemmtilegt verkefnið okkar emoticon 
 Við erum að hanna gardýnur fyrir gluggana á nýju vinnustofunni okkar og verður spennandi að vita hvernig þær verða þegar til kemur emoticon
Við vorum að læra pappírsaum sem sumar kunnu og kenndu okkur hinum
Það var mikill spenningur og gaman að læra eitthvað nýtt emoticon
Svo var dregið í Mug rug mottuleiknum og notum við þær til að skreyta hjá okkur vegg sem er í vinnustofunni og er skemmtilegt að sjá hugmyndirnar frá hverri og einni emoticon 
 Það er alltaf að verða heimilislegra hjá okkur og er velkomið fyrir alla sem vilja heimsækja okkur á saumadögum að kíkja við og sjá hvað við erum að gera emoticon  
Við erum búnar að ákveða sumarbústaðarferð í Húsafell 20-22 apríl emoticon
 Næsti saumadagur verður á mánudaginn n.k emoticon
Nýjar myndir í albúmi emoticon 
            

13.02.2012 11:16

Saumadagur

Næsti saumadagur er á morgun þriðjudag 14.febrúar emoticon

31.01.2012 20:00

Fyrsti saumadagurinn á árinu 2012

Fyrsti saumadagurinn á árinu 2012 var í dag hjá okkur á nýjum stað í gamla Heiðarskóla lysthúsinu emoticon  Við byrjuðum snemma í morgun og saumuðum fram á kvöld
Það má segja að við höfum aldeilis rúmt á okkur og fór mjög vel um okkur nóg pláss okkur vantar bara dýnur þá getum við lagt okkur líka emoticon  
Við erum með sér saumastofu og gott pláss fyrir framan hana þar sem við erum með fínan hornsófa og er hann óspart notaður og gott að breyta um sæti af og til og spjalla saman og skoða blöð það er orðið mjög  heimilislegt og fínt hjá okkur emoticon
Mikið var saumað í dag enda mikill kraftur í okkur kellum á nýju ári og erum við bara rétt að byrja
Myndir í albúmi

30.01.2012 10:29

Saumadagur

Næsti saumadagur er á morgun á nýja staðnum emoticon emoticon

17.01.2012 22:16

Nýtt húsnæði

Fyrsti fundur á árinu var heima hjá Maríu fimmtudaginn 6 janúar þar sem við ræddum um húsnæðismálin hjá okkur og núna erum við fluttar í nýtt og flott húsnæði upp í Heiðarskóla emoticon emoticon
  
Við verðum þar í Lysthúsinu gömlu handavinnustofunni sem við vorum í fyrir nokkrum árum

Við ætlum að byrja að sauma næsta þriðjudag  24 janúar  kl 13 emoticon

11.01.2012 11:27

Nýtt ár

Gleðilegt nýtt ár
 til allra frá
 Skraddaralúsum

Flettingar í dag: 138
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 99
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 100066
Samtals gestir: 10200
Tölur uppfærðar: 1.6.2023 20:30:37


Umsjón með vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir

Nafn:

Skraddaralýs

Heimilisfang:

Hvalfjarðarsveit

Um:

Við erum hópur kvenna sem hittumst reglulega og saumum bútasaum Umsjón vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti
clockhere

Tenglar