Vatnaskógur 2023

atburður liðinn í

2 mánuði

26 daga11.11.2009 13:20

Saumadagur

Við hittumst 7 saman í gær á löngum saumadegi byrjuðum við kl 15 og vorum til 22
Þetta var mjög drjúgur og notalegur dagur og mikið saumað en tíminn eins og venjulega leið svo hratt að dagurinn var búinn alltof snemma emoticon 
Við fengum eina nýja skraddaralús í hópinn hana Jónínu Guðmundsdóttir þannig að nú eru skraddaralýsnar í Hvalfjarðarsveit orðnar 8 emoticon 

 Næst ætlum við að hittast á sama stað 24 nóv og hafa hann aftur langan dag því jólin nálgast óðum og margt eftir að geraemoticon 

Suðurnesjalýs hvernig er þetta með ykkur engar fréttir frá ykkur hvernig var á námskeiðinu hjá Bót gaman væri að frétta af því emoticon emoticon emoticon 

Nýjar myndir í albúmi

08.11.2009 09:36

Saumadagur með Ölfunum

Á laugardaginn fórum við í heimsókn til Reykjavík og saumuðum með Ölfunum emoticon
Þetta var skemmtilegur dagur og margt og mikið saumað og spekulerað emoticon
Það er alltaf gaman að hittast og sauma saman það eflir okkur og styrkir því við lærum alltaf eitthvað nýtt og gagnlegt sem kemur okkur vel  svo koma alltaf einhverjar nýjar hugmyndir fram sem okkur langar að framkvæma en það er svo skrýtið að tíminn líður svo hratt að ekki er alltaf hægt að gera alltemoticon 
Kæru Ölfur takk fyrir flottar móttökur og skemmtilegan dag emoticon emoticon

Næsti saumadagur verður á þriðjudaginn 10 nóv og ætlum við að hafa hann langan og byrja kl 15 og sauma fram á kvöld emoticon  

Nýjar myndir í albúmi

Mynni á gestabókina gaman væri að fá smá kvittemoticon

02.11.2009 15:34

Saumadagur

Næsti saumadagur er á morgun á sama stað og venjulega kl 15emoticon

18.10.2009 18:08

Góður dagur

Við fórum nokkrar í gær í heimboð hjá skagaquilt og saumuðum með þeim framm eftir degi emoticon
Þetta var mjög góður dagur og skemmtilegt að breyta til með saumastað og sjalla saman emoticon
Skagaquiltskonur takk innilega fyrir heimboðið og allar flottu veitingarnar emoticon
Gott að eiga góða nágranna
 
Það varð ekkert ú ferðinni vestur hjá okkur í þetta sinn en við reynum bara aftur seinna en takk fyrir boðið stelpur

  Næsti saumadagur verður næsta þriðjudag á sama tíma og stað eins og venjulega

Nýjar myndir í albúmi

08.10.2009 10:33

Næsti saumadagur og heimboð

Næsti saumadagur verður þriðjudaginn 20 október á sama stað og venjulega kl 15 við ætlum að hittast og sauma annan hvern þriðjudag nema annað verði ákveðið emoticon 

                                          Heimboð emoticon emoticon

Það verður nóg að gera hjá okkur á næstunni við höfum fengið heimboð á saumadag hjá þremum klúbbum emoticon það eru til þeirra í Snæfellsbæ 16-17 okt og Skagaquilt er sama dag svo Ölfurnar 7 nóvember en það er bara hægt að vera á einum stað í einu emoticon Takk fyrir þetta það er alltaf gaman að  eiga góðar stundir og heimsækja aðra klúbba sem eru að fást við það sama og við og sjá eitthvað nýtt
 Hlökkum til að sjá ykkur emoticon emoticon

30.09.2009 23:58

Frábær saumahelgi

Nú er lokið hinni frábæru saumahelgi á Löngumýri sem alltaf heppnast jafn vel og enginn verður fyrir vonbrigðum það er bara ekki hægt emoticon Það er svo mikið sem við lærum og saumum alltaf eitthvað nýtt og spennandi.emoticon 
Við fórum norður á fimmtudegi og byrjað var að sauma strax og komið var í hús það hefði verið gaman að telja klukkutímana sem við sátum við saumavélarnar emoticon því þær fengu bara smá nætursvefn alla dagana en voru samt ekkert þreyttar emoticon
Það er líka gaman að kynnast öðrum konum sem hafa sama áhugamál og við skyptast á skoðunum og skoða hjá hvor annari. emoticon
Við skraddaralýsnar þökkum öllum þeim konum sem voru með okkur fyrir skemmtilega samveru þessa daga þá sérstaklega þeim Kristrúnu og Sísu emoticon sem alltaf leggja svo mikið til handa okkur skemmtileg óvissaemoticon 
Ekki má gleyma konunum í eldhúsinu sem sáu um að halda lífi í okkur með þessum frábæru veitingum takk fyrir okkuremoticon 
Það var ógleymanleg stund að fara í Miklabæjarkirkju og sjá altaristeppið úr bútasaum ekkert smá flott og þvílík vinna lögð í það emoticon
Allir sem leið eiga um Skagafjörðinn ættu að gefa sér tíma til að skoða þetta lystaverk

En við erum búnar að panta á sama tíma að ári og erum strax farnar að hlakka til .emoticon

Næsti saumadagur verður í Heiðarskóla á næsta þriðjudag kl 15emoticon

Nýjar myndir í albúmi  mig langar að biðja ykkur sem þekkið konurnar sem eru ekki nafngreindar á myndunum að setja nöfnin við þær myndir ég man ekki öll nöfnin á ykkur takk fyrir

22.09.2009 19:49

Ferðalag norður

Nú líður senn að Löngumýri bara eftir einn dagur emoticon
Við ætlum að leggja af stað norður frá Borgarnesi kl 16 á fimmtudaginn og verða María og Dóra bílstjóraremoticon 
Þá er bara að fara að pakka niður og skypleggja hvað skal hafa með sér og auðvitað tökum við góða skapið með okkuremoticon emoticon  
Nýjar myndir í albúmi

19.09.2009 23:02

skypulagning

Við ætlum að hittast á næsta þriðjudag í smá tíma á sama stað og venjulega þá förum við betur yfir ferðalagið norður kveðja í bili Sigrún

04.09.2009 11:22

Næsti saumadagur

Næsti saumadagur verður þriðjudaginn 8 sept á sama stað og venjulega kl 15 emoticon

Við hittumst s.l þriðjudag og byrjuðum að sauma það var gaman að hittast og byrja aftur emoticon Nú er allt komið á fullt og verðum við vikulega framm að Löngumýri ekki nema 19 dagar þangað til vá hvað tíminn líður hrattemoticon

28.08.2009 22:58

Fyrsti saumadagur

Jæja nú er komið að því að hittast að nýju eftir sumarfrí emoticon og ætlum við að byrja að sauma þriðjudaginn 1 september í Heiðarskóla kl 15

Nú er bara að taka til saumadótið og byrja á fullu Langamýri eftir 26 daga emoticon

Sjáumst allar hressar og kátar eins og venjulegaemoticon emoticon

16.08.2009 10:26

Fyrsti hittingur

Við erum að spá í að hittast þriðjudaginn 1 september emoticonemoticon  ekki ákveðið enn hvar og hvenær en set það inn seinna

Það er gott að byrja nógu snemma til að komast á skrið fyrir Löngumýrarhelgina svo nú er bara að drífa sig að taka til saumadótið og skoða efnin sem leynast í skúffum eða skápum emoticonemoticon  og skoða blöð og mynstur alltaf jafn gaman af þvíemoticon 

Hittumst hressar og kátar eins og venjulega í saumastuði emoticon

04.08.2009 10:33

styttist í Löngumýri

Það styttist alltaf í Löngumýrarferðina okkar nú eru BARA 50 dagar emoticon emoticon og þeir verða örugglega fljótir að líða eða hvað finnst ykkuremoticon  bara tilhlökkun emoticon

Það fer líka að styttast í að við skraddaralýs förum að hittast og sauma aftur emoticon emoticon emoticon sumarið er að verða búið það er alltaf gaman  og taka upp þráðinn á ný að hausti allar endurnærðar eftir gott sumar sólbrúnar og sælaremoticon emoticon 

Suðurnesjalýs gaman væri að fá blogg frá ykkur hvernig þið hafið haft það í sumar emoticon kv Sigrún

16.07.2009 10:19

Gott sumar

Það má nú segja að við höfum haft með eindæmum gott sumar emoticon það sem af er og er það núna hálfnað Það er eins og það geti ekki ringt við erum allar orðnar alveg örugglega sólbrúnar og sælar emoticon emoticon

Tíminn liður allt of hratt það sést á því að í dag eru bara 69 dagar í Löngumýri  sem er ótrúlegt það verður komið að því áður en við vitum af emoticon

.Við skraddaralys sendum henni Selmu okkar bestu kveðjur um góðan og skjótan bata og vonum að hún verði fljót að ná sér emoticon 
 Læt þetta duga núna  kv Sigrún

05.06.2009 10:52

VORFERÐ

Við fórum í gær í ferðalag upp í Borgarfjörð emoticon Við byrjuðum á því að heimsækja ullarselið á Hvanneyri þar er alltaf gaman að koma það er ekkert smá úrval af allskonar flottum vörum Sumar höfðu aldrei komið þangað það er sennilega og stutt frá okkur
 Við ætluðum að koma henni Sigrúnu K sem býr á Hvanneyri á óvart gera innrás til hennar en við komum bara að tómu húsiemoticon 

 Síðan fórum við í heimsókn til Ásu Ólafsdóttir sem býr í Lækjarkoti   rétt fyrir ofan Borgarnes hún  er með vinnustofu þar og er margt skemmtilegt og fallegt  að gera  gaman að koma þar emoticon

Við enduðum með því að fá okkur að borða í Landnámsetrinu góðan mat með öllu tilheyrandiemoticon 
 
Þetta var mjög skemmtileg og góð ferð og sýndi okkur að það þarf ekki alltaf að fara langt til að gera sér glaðan dag þetta er bara í nágrenninu
 Ekki má gleyma bílstjóranum henni Maríu emoticon hún fór á rútunni með okkur hún klikkar ekki við erum svo öruggar að hafa skólabílstjóra í okkar liði
Þetta var síðasti hittingurinn á þessu vori þá er bara að láta sig hlakka til haustsins þegar við byrjum aftur að sauma saman  emoticon 


  GLEÐILEGT SUMAR  emoticon emoticon

27.05.2009 11:07

SUMARFR'I

Ferðalagið okkar datt niður vegna óviðráðanlegra orsaka er aldrei að vita nema við tökum einn rigningardag í sumar hver veit. En við erum komnar í sumarfrí eftir mjög skemmtilegan vetur við erum búnar að gera margt og mikið  verið duglegar að mæta vikulega til að sauma Við þökkum öllum þeim sem hafa komið í heimsókn til okkar og líka þeim sem hafa fylgst með okkur á síðunni okkar fyrir gott samstarf og óskum ykkur öllum gleðilegs og góðs sumars Hittumst hressar og kátar í haust kveðja Skraddaralýs

Flettingar í dag: 94
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 215
Gestir í gær: 60
Samtals flettingar: 100602
Samtals gestir: 10339
Tölur uppfærðar: 4.6.2023 12:18:40


Umsjón með vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir

Nafn:

Skraddaralýs

Heimilisfang:

Hvalfjarðarsveit

Um:

Við erum hópur kvenna sem hittumst reglulega og saumum bútasaum Umsjón vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti
clockhere

Tenglar