Vatnaskógur 2023

atburður liðinn í

1 ár

20 daga



25.02.2013 15:31

Saumahelgi á Eiðum

Við fórum 4 skraddaralýs á saumahelgi að Eiðum um helgina

Flugum austur um miðjan dag á fimmtudag þar tóku á móti okkur nokkrar sprettur og keyrðu okkur á áfangastað sem var gamli barnaskólinn á Eiðum

Við komum okkur fyrir og var byrjað fljótlega að sauma og  fór konum að fjölga þegar líða tók á daginn

Um kvöldið var farið með okkur á Egilstaði og borðuðum við þar dýrindis
máltíð á gamla Egilstaðabúinu sem rekið er sem hótel núna áttum við þar góða kvöldstund síðan var farið aftur heim og byrjað að sauma og héldu þær bröttustuáfram  fram á nótt

Föstudagurinn rann upp og byrjaði með morgunmat og síðan var haldið áfram að sauma með matarhléum
 
Um kvöldið fengum við óvissuverkefnið og er það alltaf jafn spennandi það reyndist vera motta undir saumavélina til að geyma saumadót í t.d skæri og fl sem þær Jórunn og Eygló sáu um

Laugardagurinn var eins áfram haldið að sauma og sýnikennsla alltaf hæt að læra eitthvað nýtt
 
Um kvöldið var veislumatur og síðan glens og gaman og konur sýndu verkefni sem þær voru búnar að gera eða voru með í framleiðslu

Nokkrar voru duglegar að fara út að labba til að fá gott loft í lungun en það var mikil hálka misgott göngufæri

Kvenfélagskonur úr sveitinni sáu um að við vorum ekki hafðar svangar þær sáu um að elda ofan í okkur og var veisla í hvert mál maturinn frábærlega góður ástarþakkir til ykkar allra sem þar komu að verki

Quiltbúðin var mætt á staðinn með fullt af efnum og tilheyrandi sem hægt var að versla og Kristrún alltaf til í að leiðbeina okkur ef þörf var á

Það má segja að þetta hafi verið töskuhelgi því margar saumuðu töskur sem hægt er að nota báðum megin úr flottum efnum

Sunnudagurinn rann upp og þá þarf að gera alllt sem maður ætlaði að sauma en tíminn er alltaf svo fljótur að líða á svona helgum að hann búinn áður en maður veit af

Við áttum flug heim kl 17 og var okkur keyrt út á flugvöll eftir að hafa átt yndislega góða helgi og kynnst mörgum nýjum konum sem enn bætast í sauma vinkonuhópinn

Takk kærlega fyrir frábæra helgi og vel skipulagða hver veit nema að við komum aftur að ári

Flugið heim var dálítið órólegt en bara gaman

Myndir  í albúmi

Flettingar í dag: 124
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 236
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 172331
Samtals gestir: 24293
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 09:24:22

Eldra efni



Umsjón með vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir

Nafn:

Skraddaralýs

Heimilisfang:

Hvalfjarðarsveit

Um:

Við erum hópur kvenna sem hittumst reglulega og saumum bútasaum Umsjón vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti
clockhere

Tenglar