Vatnaskógur 2023

atburður liðinn í

2 ár

23 daga



19.03.2009 23:50

Síðasti saumadagur

Við vorum í þvílíku saumastuði á síðasta þriðjudag emoticon  við vorum að komast í páskastuð og erum að nýta afganga og gömlu efnin okkar í ýmislegt ekki veitir af í kreppuni emoticon Það má sjá á myndunum sem ég set inn að við vorum ekki aðgerðarlausar þennan dag eða í heimavinnunni  emoticon

Næsti saumadagur verður á næsta þriðjudag á sama stað og venjulega kl 15  emoticon

16.03.2009 16:11

Takk fyrir heimboðið

Við fórum á Akranes s.l laugardag á saumadag með skagaquilts konum og áttum þar ánægjulegan dag emoticon sem mikið varð úr saumað frá kl 10 - 16  Takk fyrir stelpur vonandi getum við aftur hittst fyrir vorið og saumað saman  emoticon Minni á næsta saumadag hjá okkur á morgun kl 15 emoticon

12.03.2009 15:40

Heimboð

Við höfum fengið heimboð á saumadag með skagaquiltskonum emoticon n.k laugardag kl 10 í fjölbrautarskólann á Akranesi sem við ætlum  að þiggja það er alltaf gaman að hittast og læra eitthvað nýtt og sjá hvað aðrar eru að gera  Takk fyrir boðiðemoticon 
 Það varð breyting á síðasta saumadegi við mættum heim til hennar Maríu og áttum þar notalega stund með handsaum  prjón og kíktum í skemmtilegar bækur sem Sigrún kom með frá Færeyjum emoticon  fengum líka góða hjálp hjá honum Sverri litla emoticon barnabarni Maríu sem var í pössun í sveitinni Takk fyrir kaffið og pönnukökurnar María emoticon  
Næsti saumadagur verður að óbreyttu n.k þriðjudag í Heiðarskóla kl 15.
 Hvernig er með ykkur suðurnesjalýsemoticon  ekkert heyrist frá ykkur hvað þið eruð að gera vonandi ekki hættar hvernig væri að þið skrifuðuð á síðuna fréttir af ykkur við bíðum spenntar emoticon

04.03.2009 15:47

Saumadagur

Ekkert varð úr saumadegi hjá okkur í gær og frestast hann fram á næsta þriðjudag 10 mars  Vonandi verða veðurguðirnir góðir við okkur þá emoticon  GESTUR no 10 þúsund gaf sig því miður ekki fram emoticon hefur sennilega ekki fattað að kíkja niður á síðuna og sjá númer hvað hann væri emoticon svo verðlaunin verða bara næst þegar við reynum aftur þá auglýsum við með góðum leiðbeiningum En þetta  var svo ansi spennandi að vita hver yrði sá heppni

26.02.2009 21:30

Næsti saumadagur

Við ætlum að sauma aftur á næsta þriðjudag 3 mars á sama tíma og stað eins og venjulega Nýjar myndir í albúmi

20.02.2009 20:10

Saumadagur

Við hittumst í gær að sauma á sama stað og venjulega Næsti sumadagur verður þriðjudaginn 24 febrúar á sama stað og tíma  Set hér inn nýjar myndir

20.02.2009 19:59

Gestur no 10 þús fær vinning

Nú eru gestir á síðuna okkar óðum að nálgast 10 þúsund emoticon sem okkur þykir mjög vænt að sjá að einhver nenni að kíkja í heimsókn og sjá hvað við erum að gera þó fleiri mættu kvitta í gestabókina emoticon  Við höfum ákveðið að gestur sem verður no 10 þús fái smá glaðning frá okkur ekki djókemoticon Hann verður að kvitta í gestabókina og senda póst á ssol@emax.is til að láta vita af sér og við sendum vinninginn straks Nú er bara að sjá til hver hefur heppnina með sér emoticon

18.02.2009 23:42

Nýr tengiliður

Sælar ég var að bæta inn nýjum tengilið Sprettur þetta er klúbburinn á austfjörðunum sem hún Jórunn og mamma hennar eru í þær sem voru með okkur á Löngumýri

17.02.2009 11:40

Næsti saumadagur

Næsti saumadagur verður á næsta fimmtudag á sama stað og tíma eins og venjulega bara smá breyting á degi þessa vikuna vonandi geta flestar mætt emoticon

11.02.2009 13:30

Gaman að kynnast Ölfunum

Í gær brunuðu 6 skraddaralýs í gegnum Hvalfjarðargöngin til Reykjavíkur emoticon  Við tókum daginn snemma og hittum suðurnesjalýsnar 3 emoticon í Virku þar sem verslað var smá í poka til að bæta í safnið svo voru spennandi búðir í nágrenninu zikk zakk og topphúsið og bættist þar við buxur peysur og úlpa allt nýjasta tíska emoticon Fórum við svo á saladbarinn og fengum okkur að borða hollan og góðan matemoticon .Síðan fórum við í Kópavoginn að heimsækja Ölfurnar sem tóku vel á móti okkur öllum emoticon  Þær sýndu okkur það sem þær voru að sauma og hafa verið að gera aldeilis flotta hluti verst að myndavélin varð battaríslaus þannig að það eru engar myndir nema bara í huganum Við áttum með þeim skemmtilega kvöldstund emoticon sem vonandi verða fleiri seinna ÖLFUR takk fyrir frábærar móttökur og veitingar og skemmtileg kynni emoticon  Góða skemmtun á saumahelginni ykkar við verðum með ykkur í huganum Enn og aftur TAKK kærlega fyrir okkuremoticon  Við vorum ekki hættar að kíkja í búðir það var ein opin allan sólarhringinn Hagkaup í Skeifunni og auðvitað kíktum við þar við á leiðinni heim og bættum við pokum emoticon emoticon María var bílstjórinn bíllinn hennar tekur endalaust við Við komum allar sælar og glaðar heim og strax farnar að tala um næstu ferð emoticon því það er alltaf svo gaman hjá okkur þegar við hittumst allar emoticon

08.02.2009 18:58

Ferðaáætlun

Við ætlum að þiggja heimboðið hjá Ölfunum og ætlum við flestar að mætaemoticon  María ætlar að keyra emoticon og ætlum við að leggja á stað kl 16 og ætla þær suðurfrá að hitta okkur í Reykjavík kíkjum kanski við í bútasaumsbúð sem er ómissandi í svona ferðum Hlökkum til að hitta ykkur Ölfur emoticon

05.02.2009 23:38

Heimboð

Við erum búnar að fá heimboð hjá Ölfunum á næsta þriðjudag emoticon Það er alltaf gaman að bregða sér af bæ og hitta aðra sem hafa sömu áhugamál emoticon emoticon  Það er nú ekki langt á milli okkar bara bruna í gegnum göngin og í Kópavoginn Vonandi verða veðurguðirnir okku hliðhollir eins og vanalega þegar við erum á ferð  emoticon emoticon  Takk fyrir gott heimboð hlökkum til að hitta ykkur emoticon emoticon Þessi ferð kemur í staðinn fyrir saumadag hjá okkur

28.01.2009 12:38

Næsti saumadagur

Við saumuðum í gær í nokkra tíma og erum að komast afturí gang Næsti saumadagur verður þriðjudaginn 3 febrúar á sama stað og sama tíma Þær Pysjurnar fyrir norðan eru komnar með nýja síðu og er ég búin að setja hana hérna inn Set hér nokkrar myndir inn í albúm

20.01.2009 21:11

Næsti saumadagur

Við hittumst nokkrar í dag til að sauma og prjóna Við ætlum að hittast aftur 27 jan á sama tíma kl 15

15.01.2009 23:51

Næsti saumadagur

Næsti saumadagur verður þriðjudaginn 20 janúar í Heiðarskóla kl 15
Flettingar í dag: 32
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 199
Gestir í gær: 47
Samtals flettingar: 329889
Samtals gestir: 45117
Tölur uppfærðar: 1.4.2025 03:19:56

Eldra efni



Umsjón með vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir

Nafn:

Skraddaralýs

Heimilisfang:

Hvalfjarðarsveit

Um:

Við erum hópur kvenna sem hittumst reglulega og saumum bútasaum Umsjón vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti
clockhere

Tenglar