Vatnaskógur 2023

atburður liðinn í

1 ár

8 mánuði

14 daga



12.03.2009 15:40

Heimboð

Við höfum fengið heimboð á saumadag með skagaquiltskonum emoticon n.k laugardag kl 10 í fjölbrautarskólann á Akranesi sem við ætlum  að þiggja það er alltaf gaman að hittast og læra eitthvað nýtt og sjá hvað aðrar eru að gera  Takk fyrir boðiðemoticon 
 Það varð breyting á síðasta saumadegi við mættum heim til hennar Maríu og áttum þar notalega stund með handsaum  prjón og kíktum í skemmtilegar bækur sem Sigrún kom með frá Færeyjum emoticon  fengum líka góða hjálp hjá honum Sverri litla emoticon barnabarni Maríu sem var í pössun í sveitinni Takk fyrir kaffið og pönnukökurnar María emoticon  
Næsti saumadagur verður að óbreyttu n.k þriðjudag í Heiðarskóla kl 15.
 Hvernig er með ykkur suðurnesjalýsemoticon  ekkert heyrist frá ykkur hvað þið eruð að gera vonandi ekki hættar hvernig væri að þið skrifuðuð á síðuna fréttir af ykkur við bíðum spenntar emoticon

04.03.2009 15:47

Saumadagur

Ekkert varð úr saumadegi hjá okkur í gær og frestast hann fram á næsta þriðjudag 10 mars  Vonandi verða veðurguðirnir góðir við okkur þá emoticon  GESTUR no 10 þúsund gaf sig því miður ekki fram emoticon hefur sennilega ekki fattað að kíkja niður á síðuna og sjá númer hvað hann væri emoticon svo verðlaunin verða bara næst þegar við reynum aftur þá auglýsum við með góðum leiðbeiningum En þetta  var svo ansi spennandi að vita hver yrði sá heppni

26.02.2009 21:30

Næsti saumadagur

Við ætlum að sauma aftur á næsta þriðjudag 3 mars á sama tíma og stað eins og venjulega Nýjar myndir í albúmi

20.02.2009 20:10

Saumadagur

Við hittumst í gær að sauma á sama stað og venjulega Næsti sumadagur verður þriðjudaginn 24 febrúar á sama stað og tíma  Set hér inn nýjar myndir

20.02.2009 19:59

Gestur no 10 þús fær vinning

Nú eru gestir á síðuna okkar óðum að nálgast 10 þúsund emoticon sem okkur þykir mjög vænt að sjá að einhver nenni að kíkja í heimsókn og sjá hvað við erum að gera þó fleiri mættu kvitta í gestabókina emoticon  Við höfum ákveðið að gestur sem verður no 10 þús fái smá glaðning frá okkur ekki djókemoticon Hann verður að kvitta í gestabókina og senda póst á ssol@emax.is til að láta vita af sér og við sendum vinninginn straks Nú er bara að sjá til hver hefur heppnina með sér emoticon

18.02.2009 23:42

Nýr tengiliður

Sælar ég var að bæta inn nýjum tengilið Sprettur þetta er klúbburinn á austfjörðunum sem hún Jórunn og mamma hennar eru í þær sem voru með okkur á Löngumýri

17.02.2009 11:40

Næsti saumadagur

Næsti saumadagur verður á næsta fimmtudag á sama stað og tíma eins og venjulega bara smá breyting á degi þessa vikuna vonandi geta flestar mætt emoticon

11.02.2009 13:30

Gaman að kynnast Ölfunum

Í gær brunuðu 6 skraddaralýs í gegnum Hvalfjarðargöngin til Reykjavíkur emoticon  Við tókum daginn snemma og hittum suðurnesjalýsnar 3 emoticon í Virku þar sem verslað var smá í poka til að bæta í safnið svo voru spennandi búðir í nágrenninu zikk zakk og topphúsið og bættist þar við buxur peysur og úlpa allt nýjasta tíska emoticon Fórum við svo á saladbarinn og fengum okkur að borða hollan og góðan matemoticon .Síðan fórum við í Kópavoginn að heimsækja Ölfurnar sem tóku vel á móti okkur öllum emoticon  Þær sýndu okkur það sem þær voru að sauma og hafa verið að gera aldeilis flotta hluti verst að myndavélin varð battaríslaus þannig að það eru engar myndir nema bara í huganum Við áttum með þeim skemmtilega kvöldstund emoticon sem vonandi verða fleiri seinna ÖLFUR takk fyrir frábærar móttökur og veitingar og skemmtileg kynni emoticon  Góða skemmtun á saumahelginni ykkar við verðum með ykkur í huganum Enn og aftur TAKK kærlega fyrir okkuremoticon  Við vorum ekki hættar að kíkja í búðir það var ein opin allan sólarhringinn Hagkaup í Skeifunni og auðvitað kíktum við þar við á leiðinni heim og bættum við pokum emoticon emoticon María var bílstjórinn bíllinn hennar tekur endalaust við Við komum allar sælar og glaðar heim og strax farnar að tala um næstu ferð emoticon því það er alltaf svo gaman hjá okkur þegar við hittumst allar emoticon

08.02.2009 18:58

Ferðaáætlun

Við ætlum að þiggja heimboðið hjá Ölfunum og ætlum við flestar að mætaemoticon  María ætlar að keyra emoticon og ætlum við að leggja á stað kl 16 og ætla þær suðurfrá að hitta okkur í Reykjavík kíkjum kanski við í bútasaumsbúð sem er ómissandi í svona ferðum Hlökkum til að hitta ykkur Ölfur emoticon

05.02.2009 23:38

Heimboð

Við erum búnar að fá heimboð hjá Ölfunum á næsta þriðjudag emoticon Það er alltaf gaman að bregða sér af bæ og hitta aðra sem hafa sömu áhugamál emoticon emoticon  Það er nú ekki langt á milli okkar bara bruna í gegnum göngin og í Kópavoginn Vonandi verða veðurguðirnir okku hliðhollir eins og vanalega þegar við erum á ferð  emoticon emoticon  Takk fyrir gott heimboð hlökkum til að hitta ykkur emoticon emoticon Þessi ferð kemur í staðinn fyrir saumadag hjá okkur

28.01.2009 12:38

Næsti saumadagur

Við saumuðum í gær í nokkra tíma og erum að komast afturí gang Næsti saumadagur verður þriðjudaginn 3 febrúar á sama stað og sama tíma Þær Pysjurnar fyrir norðan eru komnar með nýja síðu og er ég búin að setja hana hérna inn Set hér nokkrar myndir inn í albúm

20.01.2009 21:11

Næsti saumadagur

Við hittumst nokkrar í dag til að sauma og prjóna Við ætlum að hittast aftur 27 jan á sama tíma kl 15

15.01.2009 23:51

Næsti saumadagur

Næsti saumadagur verður þriðjudaginn 20 janúar í Heiðarskóla kl 15

14.01.2009 17:26

Saumahelgi að Vöðlum

 Um síðustu helgi vorum við á Vöðlum hjá henni Ástu emoticon emoticon  fórum austur á föstudaginn og komum heim á sunnudag Við fórum héðan á tveimum bílum ekki veitti af emoticon og þær á suðurnesjunum komu saman.Við byrjuðum ferðina á  að fara í Bót á Selfossi til að kaupa eitthvað tilheyrandi bútasaum svo sem efni vatt tölur tvinna og svo margt fleira síðan var haldið að Vöðlum þar sem hópurinn okkar hittist allar hressar og kátar emoticon emoticon og til í að fara að sauma Þar tók húsmóðirin á móti okkur og bauð upp á gómsætan saltfiskrétt á heilsusamlegum nótum því hú var búin að frétta að það voru nokkrar komnar í það stuð að létta sig emoticon Við saumuðum framm á nótt eins og venjulega Næsta dag byrjuðum við snemma og voru verkefnin margvísleg Hún Sigrún Kristjáns kenndi okkur að sauma crasy quilt sem var mjög gaman að læra því ekki veitir af í kreppunni að nota alla afgangana sem til falla í þetta Nokkrar saumuðu kjólana sem hægt er að nota á marga vegu og voru þær ballfærar þegar þær voru komnar í þá Veðrið lék við okkur og fórum við nokkrar út í göngutúr til að fá gott loft í lungun og vorum við endurnærðar eftir þaðemoticon  Við Birgitta bökuðum fína eplaköku´frá DDV sem smakkaðist bara vel Það er ótrúlegt að sjá hvað kemur út úr svona saumahelgum þetta er bæði skemmtun og vinnaemoticon  Um kvöldið var lambalæri með grænmeti og tilheyrandi og desert í boði Gerðu emoticon emoticon Við gáfum okkur tíma til að horfa á spaugstofuna og söngvakeppnina í takt við saumavélarnar Það var langt liðið á nóttina þegar við hættum Á sunnudaginn héldum við áfram að sauma framm yfir hádegi þá var farið í að týna saman og mynda afreksturinn semvar ekkert smá (sjá myndir)Seinni partinn lögðum við á stað heim allar sælar og glaðar með helginaemoticon  Við komum nokkrar við í Álnavöruversluninni í Hverargerði þar fundum við ýmislegt efni og fl Elsku Ásta ástarþakkir fyrir okkur allar emoticon  þú hefur örugglega tekið nokkra daga í að undirbúa fyrir okkur matseðil af flottustu gerð með öllu tilheyrandi emoticon aðstaðan hjá þér er flott og góður andi í húsinu þínu emoticon emoticon

06.01.2009 15:41

Ferðalag

Við hittumst allar í gærkvöldi hjá henni Maríu sem bauð okkur í kaffi takk fyrir það  María Lúísa emoticon Mikið var nú gaman að hittast eins og alltaf í þessum hópi vantaði bara ykkur suðurnesjalýsnar við söknuðum ykkar emoticon  það var verið að skypuleggja ferðina austur um næstu helgi emoticon Við leggjum af stað frá Laxá kl 15.30 á tveimum bílum eins og vanalega þarf undir allan farangurinn sem fylgir okkur emoticon Við erum allar komnar í saumagírinn þannig að nú er bara að telja dagana framm að ferð emoticon  Læt inn nokkrar myndir frá því í gær Kv Sigrúnemoticon
Flettingar í dag: 405
Gestir í dag: 102
Flettingar í gær: 44
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 273294
Samtals gestir: 38274
Tölur uppfærðar: 23.11.2024 21:01:15

Eldra efni



Umsjón með vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir

Nafn:

Skraddaralýs

Heimilisfang:

Hvalfjarðarsveit

Um:

Við erum hópur kvenna sem hittumst reglulega og saumum bútasaum Umsjón vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti
clockhere

Tenglar