Vatnaskógur 2023

atburður liðinn í

2 ár

23 daga



10.10.2011 22:39

Saumadagur á morgun

Nú er saumadagur hjá okkur á morgun
Við höfum verið duglegar að mæta og sauma vikulega á hverjum þriðjudegi
Við mætum þegar við getum enginn ákveðinn tími því núna ráðum við okkur sjálfar og getum saumað hvenær sem er af því að við erum með okkar húsnæði á leigu í stjórnsýsluhúsinu

01.10.2011 17:31

Löngumýri

Nið fórum á Löngumýri helgina 22-25 september sem er orðið árlegt hjá okkur alltaf sama helgin með hressum saumavinkonum frá öllum landshlutum alltaf bætast nýjar við í hópinn og aðrar detta út emoticon 
 
Við vorum 7 skraddaralys sem fórum þetta árið fórum á tveimum jeppum drekkhlöðnum svo að við varla komumst fyrir bara troðið þar sem var einhver smuga emoticon

Fyrsta stopp var Borgarnes til að hlaða enn meira í bílana
María og Gerða voru bílstjórarnir emoticon 
 
Við stoppum alltaf á leiðinni norður í pottinum og pönnunni á Blönduósi og fáum okkur að borða emoticon  

Þegar komið er á Löngumýri eru saumavélarnar teknar upp og byrjað að sauma fram á nótt en þetta árið var bara mjög rólegt og afslappað notið þess að slappa af og spjalla saman sem er nauðsynlegt í svona ferðum emoticon

Verkefnin þetta árið voru flott stutt og góð svo nægur tími var í að sauma annað sem konur voru með svo er quiltbúðin á staðnum með vörur til að bæta okkur upp ef við verðum verkefnalausar emoticon

Á laugardaginn var haldið áfram að sauma til kl 5 þá var pottapartý með tilheyrandi skemmtun emoticon

Um kvoldið var kvöldvaka og konur sýndu verkin sín alltaf gaman að sjá hvað aðrar eru að gera
 
Sunnudagurinn rann upp og saumað var fram yfir hádegi síðasti tíminn nýttur í botn áður en haldið er heim emoticon

Maturinn á Löngumýri klikkar aldrei alltaf veislumatur alla dagana Takk fyrir okkur elsku eldhúskonur sjáið um að við sveltum ekki og förum ekki svangar frá Löngumýri emoticon 
 
Tíminn líður svo hratt þessa daga að ekki veitir af því að fara að hafa vikudvöl það er svo margt sem við ætlum að gera
  
Kristrún Sísa og Hrafnhildur þið klikkið aldrei ástarþakkir fyrir okkuremoticon

Við eigum orðið svo margar frábærar saumavinkonur eftir þessar helgar emoticon

Heimferðin gekk vel enda bíllinn drekkhlaðinn
 
Við stoppuuðum í Staðarskála og fengum okkur að borða ekki slegið slöku við í þeim málum emoticon

Heim komum við allar sælar og saddar eftir góða og skemmtilega helgi og erum farnar að hlakka til næsta árs

Myndir í albúmi 

22.09.2011 11:26

Ferðalag

Húrra Húrra  emoticon emoticon nú er upp runninn fimmtudagurinn 22 sept og við að leggja af stað norður í Skagafjörð á saumahelgi á Löngumýri já saumahelgi ekki réttarhelgi emoticon
Við leggjum í hann kl 16 og koma þær Gerða og Gauja og hitta okkur
 
Þá er bara að vona að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir þessa helgi eins og alltaf emoticon  
Það verður gaman að hitta kærar saumavinkonur héðan og þaðan af landinu emoticon  

09.09.2011 22:45

Flutt í nýtt húsnæði

Nú í haust eru breytingar hjá okkur í húsnæðismálum
 Við fluttum í nýtt húsnæði s.l þriðjudag tókum á leigu í stjórnsýsluhúsinu eitt herbergi fram að áramótum til prufu
   Nú verður allt sett á fullt í saumaskap fram að Löngumýri og ætlum við að hittast einu sinni í viku þangað til nú er hægt að sauma hvenær sem er þegar okkur langar til eða þegar okkur hentar
Næsti saumadagur er á þriðjudaginn

Nýjar myndir í albúmi

31.08.2011 22:13

Fyrsti fundur haustið 2011


Fyrsti fundur skraddaralúsa var haldinn í gær heima hjá Dísu og var góð mæting
Nú eru breytingar hjá okkur í húsnæðismálum og er verið að vinna í því hvar okkur ber niður
þær eru í því María og Dísa
Við ætlum að setja allt á fullt næsta þriðjudag og byrja að sauma og undirbúa okkur fyrir Löngumýri ekki veitir af því tíminn líður svo hratt að það verður komið að því aður en við vitum
Nú er bara spennandi að vita hvar okkur ber niður

13.06.2011 11:02

Lokaferðin í maí

Við enduðum veturinn með smá ferðalagi um Borgarfjörðinn í maí

Maríavar bílstjóri og  fór á rútunni sinni við fórum af stað kl 16 
Byrjuðum á að stoppa í Borgarnesi kíktum við í nýja Nettó sem var að opna
  
Fórum svo í heimsókn í gallerý Gló þar tók  Eygló Harðardóttir á móti okkur og sýndi vinnustofuna sína og auðvitað gátum við verslað okkur slatta af skartgriðum hjá henni eins og hringa armbönd og hálsmen til að punta okkur með

Næst  heimsóttum við handavinnuhúsið hjá Erlu og Sísí og fengum við okkur smá prjón og hekl í poka og lærðum nýtt hekl

Síðan lá leið okkar upp að Hraunsnefi í Norðurárdal
Þar borðuðum við saman mjög góðan mat með öllu tilheyrandi 
Sveppasúpu úr viltum sveppum í forrétt og lambakjöt með bestu bláberjasósunni sem við höfum smakkað og vorum við allar sammála um það
 Mótökurnar á Hraunsnefi voru frábærar og var stjanað við okkur eins og við værum af kóngafólki Við fengum að horfa á söngvakeppnina á stórum risaskjá í sér sal og var maturinn borinn þangað til okkar á meðan og höfðumm við salinn einar 
 Þökkum við þeim hjónum á Hraunsnefi fyrir frábærar mótökur og góðan mat við eigum örugglega eftir að koma þangað aftur
 Heim fórum við svo saddar og sælar að lokum  og var þetta góður endir á saumavetrinum okkar þar sem við erum allar komnar í sumarfrí og bíðum bara eftir að hittast og byrja á að sauma aftur í haust
 Við þökkum öllum þeim sem hafa verið í samstarfi með okkur eða fylgst með okkur á síðunni
fyrir góðan vetur

Nýjar myndir í albúmi 
 

09.05.2011 13:11

Vorferðarlag

Vorferðin okkar er á morgun þriðjudaginn 10 maí
Lagt verður að stað frá Laxárbakka kl 16 og haldið i Borgarfjörðinn góða emoticon

29.04.2011 18:29

Síðasti saumadagur

Síðasti saumadagur á þessu vori veður næsta þriðjudag kl 15
Selma ætlar að bjóða okkur heim til sín Takk fyrir það
Síðan ætlum við að slíta þessu vori með sumarferð sem er ekki búið að ákveða hvert

25.04.2011 11:37

GLEÐILEGT SUMAR

GLEÐILEGT SUMAR emoticon

Á morgun þriðjudaginn 26 apríl verður saumadagur kl 15 emoticon
Hún Olga ætlar að bjóða  okkur heim til sín að Ósi
Við hittumst hressar og kátar eins og að venju emoticon

18.04.2011 10:41

Frábær saumahelgi

Þá er frábærri saumahelgi í Ölver lokið emoticon  emoticon
Við mættum í Ölver á föstudaginn um hádegi og byrjuðum að sauma
 
Við vorum 17 sem mættu í allt sumar voru alla helgina og aðrar sem komu og fóru eða skruppu bara aðeins í burtu í smá tíma

Á föstudagskvöldið var þessi fína kjúklingasúpa sem Olga eldaði og tilheyrandi meðlæti ástarþakkir fyrir það Olga

Á laugardaginn komu Ölfurnar vinarklúbbur okka í heimsókn og saumuðu með okkur fram eftir degi 
Takk fyrir komuna stelpur alltaf gaman að hittast og sjá hvað þið eru að gera emoticon
Við fengum pottrétt frá Hótel Brú á laugardagskvöldið við máttum ekki vera að því að elda sjálfar svo voru þær María og Dísa búnar að föndra smá pakka handa okkur sem í var málband og lítill páskaungi svo dúllulegt hjá þeim emoticon

Eins og venjulega á svona saumahelgum er saumað langt fram á nótt og svo er farið í pottinn og slappað af og síðan smá lúr en alltaf vaknað snemma til að byrja aftur að sauma ekki slegið slöku við enda afreksturinn góður eftir svona helgi

Í Ölver var mjög gott að vera andinn góður í húsinu og öll aðstaða góð til að vera með svona saumahelgi María og Dísa sáu um allt skipulag fyrir þessa helgi að raða niður og hjálpuðumst við svo allar að með að gera þessa helgi góða og skemmtilega ástarþakkir til ykkar María og Dísa þetta var flott plan hjá ykkur emoticon emoticon

Það má ekki gleyma henni Ebbu systir Maríu sem kemur alltaf með okkur á svona saumahelgi hún kemur alla leið úr Skagafirði takk fyrir helgina elsku Ebba vonandi hefur heimferðin verið góð hjá þér

Tíminn líður allt of hratt því  helgin er búin áður en við vitum af ALLTAJ JAFN GAMANemoticon

myndir í albúmi

11.04.2011 21:59

Væntanleg Ölvershelgi

Nú eru bara 4 dagar í saumahelgina okkar skraddaralúsa í Ölver emoticon
Þar ætlum við að eiga saman góða helgi og sauma mikið og gera allt sem því fylgir að vera á saumahelgi emoticon emoticon emoticon  
Við fáum kanski góða gesti til okkar á laugardaginn

Í þetta sinn förum við bara stutt að heiman svo við getum allar verið á okkar bílum þannig að farangurinn ætti allur að komast fyrir nóg af öllu þarf ekkert að skera niður svo er líka stutt að fara heim ef eitthvað gleymist emoticon

04.04.2011 18:47

Næsti saumadagur

Næsti saumadagur er á morgun 5 apríl á sama tíma og venjulega emoticon

Síðasta þriðjudag komu skraddaralýsnar í heimsókn í Belgsholt til að skoða nýju vinnustofuna mína og fengu að prufa Takk fyrir heimsóknina stelpur emoticon
Nú styttist í Ölvershelgina okkar og verður mikið gaman hjá okkur Þar verðum við frá föstudegi til sunnudags


Nokkrar myndir í albúmi

25.03.2011 08:53

Heimboð til Sigrúnar

Stelpur ég ætla að bjóða ykkur til mín í Belgsholt næsta þriðjudag 29 mars í nýju saumastofuna mína mæting bara á sama tíma og saumadagarnir okkar
 Hlakka til að sjá ykkur Kveðja Sigrún
 hér er smá sýnishorn af saumavélarborðinu

20.03.2011 22:36

Næsti saumadagur

Næsti saumadagur verður á þriðjudaginn 22 mars n.k kl 15 á sama stað og venjulega emoticon
Síðasti þriðjudagu datt niður hjá okkur vegna veðurs emoticon  
Vonandi verða veðurguðirnir okku hliðhollir þennan þriðjudag emoticon

10.03.2011 14:13

Næsti saumadagur

Næsti saumadagur verður þriðjudaginn 15 mars kl 15 á sama stað og venjulega emoticon
Flettingar í dag: 32
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 199
Gestir í gær: 47
Samtals flettingar: 329889
Samtals gestir: 45117
Tölur uppfærðar: 1.4.2025 03:19:56

Eldra efni



Umsjón með vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir

Nafn:

Skraddaralýs

Heimilisfang:

Hvalfjarðarsveit

Um:

Við erum hópur kvenna sem hittumst reglulega og saumum bútasaum Umsjón vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti
clockhere

Tenglar