Vatnaskógur 2023

atburður liðinn í

1 ár

8 mánuði

14 daga



31.05.2013 21:50

Smá upprifjun

Fann þetta á netinu skemmtileg upprifjun

Efni og áhöld

Efni: Það er hægt að nota hvaða efni sem er en best er að nota 100% bómullarefni því þau koma í ótal litum og er gott að þvo og strauja.
Vattefni til að hafa á milli yfirborðs og bakefnis en það er selt í ýmsum gerðum, bómullar og póyester - þykkt eða þunnt, með miklu lofti eða litlu. Það er mælt í grömmum t.d. 80 gr. eða 130 gr. Valið fer eftir því hvað hentar hverju sinni.
Tvinni. Bómullartvinni í lit sem fer vel við efnið. Einnig er gott að kaupa sérstakan tvinna til að stinga með hvort sem handstungið er eða notaðar saumavélar.
Hnífur sem getur auðveldlega skorið í gegn um mörg lög af efnum. Hann er mun betri en skæri þar sem skurðurinn verður mun nákvæmari og beinni. Það eru til mismunandi stærðir og gerðir hnífa frá mismunandi framleiðendum. Lítill hnífur hentar vel við venjulegan heimilissaum. Hægt er að skipta um blöð í hnífum - best að skipta þegar hann gættir að bíta vel.
Skæri eru einnig fullgilt verkfæri og er þá klippt eftir þræði. Ef skæri eru notuð þarf að sjálfsögðu ekki að hafa mottu og hníf til að skera efnið
.
Reglustika, annað hvort með tommumáli eða sentimetrum, eftir því hvað þér finnst betra að nota. Þær eru til í börgum stærðum og er 60 X 15 mjög góð stærð. Einnig er hægt að fá þríhyrningastikur og fleiri gerðir. Beinu stikurnar kuga mjög vel í flest og þær eru einnig línumerktar með 45% og 60% skálínum.
Skurðarmotta er algjör nauðsyn að hafa ef hnífur er notaður. Þær eru merktar með línum og er stærðin 45 X 60 cm. mjög góð.
Straujárn og strauborð eru til á flestum heimilum. Það eru skiptar skoðanir á því hvort betra sé að nota gufu - eða venjulegt straujárn en ef gufa er notuð straujast oftast betur en passa þarf að aflaga ekki efnið.
Fingurbjörg er gott að nota við að quilta teppið.
Saumahringur. Það er aðuvelt mál að quilta teppið/myndina í saumahring ef þræðingin er góð. Hringurinn tryggir að öll þrjú lögin haldist slétt saman.

Til baka

26.04.2013 10:36

Húsafell

 

Við fórum um síðustu helgi í sumarbústað í Húsafelli og vorum þar frá fimmtudegi til sunnudags smiley

Við vorum svona eins og farfuglarnir komum og fórum á mismunandi tímum vantaði bara eina lús með í hópinn 

Eins og venjulega þá var saumað mikið alla þessa daga langt fram á kvöld og nótt

 

Við komum allar með einn pakka með okkur sem settur var í pott og svo var dregið og fengum við allar einn pakka cheeky

 

Svo var borðaður góður matur eins og heimagerð pizza dýrindis kjötsúpa og á laugardagskvöldið grilluðum við lambalæri með tilheyrandi fínheitum 

og varð ansi heitt þann daginn í kolunum blush

Göngutúrar og heiti potturinn eru ómissandi í svona ferðum

Veðrið var gott en mikið rok og kuldi og snjókoma allskonar veður eins og von getur verið á þessum tíma Ekki var hægt að setjast út á pall núna eins og í fyrra það var svo kalt þó svo að sólin hafi brosað þessa daga smiley

Þegar komið var í Húsafell þurftu þær María og Dísa að moka pallinn til þess að komast inn

 

Þetta var sennilega loka saumahittingurinn með saumavélarnar þennan veturinn

Nýjar myndir í albúmi

 

Við ætlum að hittast heima hjá Heiðu n.k mánudagskvöld og spjalla saman og hafa smá fund

26.04.2013 10:33

GLEÐILEGT SUMAR

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn smiley

Til ykkar allra sem fylgst hafa með okkur í vetur

13.04.2013 12:54

Saumanámskeið hjá Ásdísi Erlu

Við fórum suður í Garð á saumanámskeið hjá Ásdísi Erlu

Við lærðum að sauma bak og vatt einn löber nýjasta frá Dísuklúbbnum

Áttum við gott kvöld með skemmtilegum og hressum konum

Brunuðum við svo heim til að ná fyrir lokun Hvalfjarðarganganna

 

Nú í næstu viku er að skella á hjá okkur sumarbústaðaferðin í Húsafell

Nýjar myndir í albúmi

13.04.2013 12:52

Saumadagur í borg

María og Dísa fóru á saumadaga í borg hjá Bóthildi í mars

Saumuðu ´ær barnateppi með stjörnum og lærðu líka að sauma áttur

Í albúmi eru myndir frá þeim

04.04.2013 11:26

Ölfurnar saumadagur

Við fórum til Reykjavíkur s.l þriðjudag að sauma með Ölfunum smiley

Við vorum 4 sem fórum og mættum við kl 5 og saumuðum fram á kvöld

Alltaf er jafn gaman að hittast og sjá hvað aðrir eru að gera og læra eitthvað nýtt og bæta við fleiri hugmyndum í safnið yes

Takk kærlega fyrir okkur Ölfur smiley

Það er svo margt sem maður ætlar að gera og langar til en tíminn flýgur svo hratt núna það  er bara farið að styttast óðum saumadagarnir hjá okkur á þessum vetri 

Næsta þriðjudag ætlum við að fara í heimsókn til suðurnesjalúsanna og ætlum okkur að læra eitthvað nýtt þar smiley

Svo er það sumarbústaðurinn í Húsafelli 18 apríl yes

Nýjar myndir í albúmi

01.04.2013 23:16

Heimsókn

Á morgun ætlum við að sauma með Ölfunum og förum við suður til þeirra og mætum þar kl 17

Við saumum eitthvað ffram á kvöld

Við höfum verið að skyptast á heimboði sem er mjög gaman þá lærir maður alltaf eitthvað nýtt

06.03.2013 16:00

Saumadagur

Saumadagur var hjá okkur í gær í Heiðarskóla í miklu roki varla stætt úti en við  saumuðum  fram á kvöld  cheeky

Við byrjuðum með fund og kaffi þar sem ýmislegt skemmtilegt er framundan t.d sumarbústaður  og heimsóknir smiley

Þær Dísa og María eru að fara á saumadaga hjá Bóthildi og læra þar eitthvað nýtt

Ég er að prufa nýja stjórnkerfið á síðunni okkar svo það er mikið að læra vonandi til batnaðar 

Næstu saumadagar verða í heimahúsi ætlar Selma að bjóða heim því við eru 3 að skreppa til útlanda

Nýjar myndir í albúmi

Nýja saumaaðstaðan okkar

04.03.2013 00:20

Saumadagur

Saumadagur er næsta þriðjudag kl 16
Við komum með það sem við gerðum fyrir austan á saumahelginni

26.02.2013 22:37

Vidió kennsla

Var að setja inn nokkra nýja tengla á vidió kennslu
Það er hér til hægri neðst á síðunni merkt vidiókennsla

25.02.2013 15:31

Saumahelgi á Eiðum

Við fórum 4 skraddaralýs á saumahelgi að Eiðum um helgina

Flugum austur um miðjan dag á fimmtudag þar tóku á móti okkur nokkrar sprettur og keyrðu okkur á áfangastað sem var gamli barnaskólinn á Eiðum

Við komum okkur fyrir og var byrjað fljótlega að sauma og  fór konum að fjölga þegar líða tók á daginn

Um kvöldið var farið með okkur á Egilstaði og borðuðum við þar dýrindis
máltíð á gamla Egilstaðabúinu sem rekið er sem hótel núna áttum við þar góða kvöldstund síðan var farið aftur heim og byrjað að sauma og héldu þær bröttustuáfram  fram á nótt

Föstudagurinn rann upp og byrjaði með morgunmat og síðan var haldið áfram að sauma með matarhléum
 
Um kvöldið fengum við óvissuverkefnið og er það alltaf jafn spennandi það reyndist vera motta undir saumavélina til að geyma saumadót í t.d skæri og fl sem þær Jórunn og Eygló sáu um

Laugardagurinn var eins áfram haldið að sauma og sýnikennsla alltaf hæt að læra eitthvað nýtt
 
Um kvöldið var veislumatur og síðan glens og gaman og konur sýndu verkefni sem þær voru búnar að gera eða voru með í framleiðslu

Nokkrar voru duglegar að fara út að labba til að fá gott loft í lungun en það var mikil hálka misgott göngufæri

Kvenfélagskonur úr sveitinni sáu um að við vorum ekki hafðar svangar þær sáu um að elda ofan í okkur og var veisla í hvert mál maturinn frábærlega góður ástarþakkir til ykkar allra sem þar komu að verki

Quiltbúðin var mætt á staðinn með fullt af efnum og tilheyrandi sem hægt var að versla og Kristrún alltaf til í að leiðbeina okkur ef þörf var á

Það má segja að þetta hafi verið töskuhelgi því margar saumuðu töskur sem hægt er að nota báðum megin úr flottum efnum

Sunnudagurinn rann upp og þá þarf að gera alllt sem maður ætlaði að sauma en tíminn er alltaf svo fljótur að líða á svona helgum að hann búinn áður en maður veit af

Við áttum flug heim kl 17 og var okkur keyrt út á flugvöll eftir að hafa átt yndislega góða helgi og kynnst mörgum nýjum konum sem enn bætast í sauma vinkonuhópinn

Takk kærlega fyrir frábæra helgi og vel skipulagða hver veit nema að við komum aftur að ári

Flugið heim var dálítið órólegt en bara gaman

Myndir  í albúmi

10.02.2013 17:50

Saumað á nýjum stað

Við byrjuðum að sauma á nýjum stað s.l þriðjudag í nýja skólanum í handavinnustofunni

Það er mikil breyting frá því sem áður var vegna þess að við gátum alltaf geymt dótið okkar á milli saumadaga sem við þurftum ekki með okkur heim

En aðstaðan er alveg ágæt fyrir okkur gott sniðaborð og saumaborð eru fyrir nokkrar saumavélar og stórt vinnuborð en stólarnir mættu vera betri en við látum þá alveg duga

Við fengum gesti til okkar þær Bryngu Ingu og Maríu úr Skagaquilt

Næsti saumadagur er á þriðjudaginn og byrjum við að sauma kl 4

Nýjar myndir í albúmi 

28.01.2013 11:32

Góð heimsókn

Við fengum  heimsókn s.l þriðjudag Suðurnesjalýsnar ásamt Sigrúnu frá Hvanneyri komu til okkar og áttum við gott kvöld með þeim við saum prjón og hekl af ýmsu tagi
Veitingarnar voru af ýmsu tagi samtýningur a.la skraddaralýs

Nú er svo komið að við Skraddaralýsnar erum orðnar húsnæðislausar búið að segja okkur upp 1 febrúar með húsnæðið í Heiðarskóla þar sem við vorum búnar að koma okkur svo vel fyrir  svo það er aldrei að vita hvar við lendum næst það er allt í vinnslu

Næsti saumadagur er á morgun og verður sá síðasti þar.
 Við drögum í mug rug og saumum eitthvað
Svo er bara að fara að pakka niður dótinu okkar
 
Nýjar myndir í albúmi

17.01.2013 22:51

Saumadagur

Við saumuðum s.l þriðjudag og áttum góðan saumadag

Næsta þriðjudag eigum við von á suðurnesjalúsunum ef veður leyfir veðurguðirnir verða okkur vonandi hliðhollir

Nokkrar nýjar myndir í albúmi

10.01.2013 21:26

Fyrsti saumadagur

Við hittumst allar hressar og kátar  s.l þriðjudag fullar af skemmtilegum hugmyndum

Eins og alltaf þá er mikið um að vera hjá okkur Skraddaralúsum

Við vorum með fund og skipulögðum starfið fram á vorið og verður nóg að gera hjá okkur

Við fáum suðurnesjalýsnar í heimsókn til okkar 22 janúar og ætlum við að sauma saman fram á kvöld og spjalla og hafa gaman

Við ætlum nokkrar að bregða okkur upp í flugvél 21 febrúar og fljúga til Egilstaða til að  vera með Sprettunum á saumahelgi að Eiðum

18-21 apríl ætlum við svo að fara aftur í sumarbústað í Húsafelli eins og við gerðum s.l vor

Eins og sést hér verður skemmtilegur vetur framundan nóg að gera og ekki má gleyma saumadögunum þeir verða eins og við höfum verið með alla þriðjudaga og annar hver langur

nýjar myndir í albúmi
Flettingar í dag: 219
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 44
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 273108
Samtals gestir: 38197
Tölur uppfærðar: 23.11.2024 20:19:06

Eldra efni



Umsjón með vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir

Nafn:

Skraddaralýs

Heimilisfang:

Hvalfjarðarsveit

Um:

Við erum hópur kvenna sem hittumst reglulega og saumum bútasaum Umsjón vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti
clockhere

Tenglar