Vatnaskógur 2023

atburður liðinn í

1 ár

8 mánuði

14 daga



02.09.2024 15:20

Fyrsti hittingur að hausti 2024

Við hittumst heima hjá Maríu Sig  í Ölver 27 ágúst 

Þar ræddum við vetrarstarfið María Lúísa og María Sig eru nú með stjórnina Brynja og Selma hættu í haust 

Fyrsti hittingur er þriðjudaginn 3 september í Miðgarði 

02.09.2024 14:58

Saumadagar og hittingar frá desember fram til maí

Hér koma nokkra færslur um vorverkin okkar Það var einhver bilun í kerfinu og líka hjá mér en nú er komin bót á því 

Við hittumst alltaf annan hvern þriðjudag til að sauma 

Í desember fórum við í frábæra ferð í Boði Brynju Kjerúlf þar sem tengdasonur hennar og dóttir fóru með okkur í rútuferð og byrjuðu á því að bjóða okku í bústaðinn þeirra í Reykholti þar var okkur boðið veitingar og mikið var gaman að koma í húsið þeirra Síðan fórum við og borðuðum saman á hótel Varmalandi eftir það var okkur ekið heim að dyrum Hverri og einni Takk fyrir þetta elsku Brynja 

 

Í mars var okkar árlega saumahelgi ásamt gestum í Vatnaskógi og var mikið saumað og haft gaman Alltaf er gott að vera í Vatnaskógi svo vel hugsað um okkur og góð skemmtun hjá strákunum sem elda fyrir okkur alla helgina Gott veður var hjá okkur alla helgina Bóthildur kom með efni og tilheyrandi fyrir okkur svo ekkert skorti þessa helgi 

Í maí fóru nokkrar á saumahelgi hjá Bótholdi á hótel Örk frá fimmtudegi til sunnudags og var verkefni saumað fyrir þær sem vildu 

 

Myndir í albúmi 

 

 

06.01.2024 13:50

 

Flogið var til  (Washington Dulles International Airport)   Rúta ók okkur til  Gettysburg þar gistum við . á hótel Best Western Gettysburg. 

 Þriðjudagur 17. október.

Næsti áfangastaður var Lancaster á leiðinni skoðuðum við Herminjasafnið í Gettysburg (Gettysburg National Millitary Park Museum and Visitor’s Center). Þar var að líta eitthvert stærsta safn stríðsminja frá bandarísku borgarastyrjöldinni (þrælastríðinu) 1861-1866. 

Okkur er boðið að horfa á kvikmyndina ,,Nýfæðing frelsisins” (New Birth of Freedom).

Skoðum magnaða ,,hringmynd” /víðsjá sem dregur fram risavaxna augnabliksmynd úr þessu skelfilega stríði. (Stærð 356 x 26 fet= tæplega 109 x 8 metrar)

Ókum í fylgd staðarleiðsögumanns  um svæðið sem geymir sögu einhverrar grimmustu orustu þrælastríðsins. Hér mættust herjir Norður- og Suðurríkjanna einn júlí dag 1863. Að liðnum þremur dögum lágu eftir 51 þúsund lík, flest ungra manna. Í nóvember það sama ár helgaði Lincoln forseti svæðið sem minnisvarða um hörmungar stríðsins. 

. Skráum okkur inn á hótel,- Country Inn of Lancaster.

Velkomendakvöldverður að hætti Amish, á hótelinu. 

 

Dagur 3. Miðvikudagur 18. október.Nú hófst ,rannsóknarferð” inn í sögu og menningu Amis-fólksins. Við byrjuðum í heimsókn í eintakt leikhús, Amish tilraunalleikhúsið, eitt þriggja slíkra í Norður Ameríku. ,,Val Jakobs” er tilfinningarþrungin saga um evrópska sjómannsfjölskyldu sem hélt vestur um haf með lítið annað í farteskinu en vonina um betra líf. 

Amish-heimili.  fórum með leiðsögumanni um 9 herbergi þess hvunndagslega heimilis og fræddumst  um lífshætti Amis-fólksins, siði og trú. ,,Hvernig og hversvegna?” Við sem höfum undrast fastheldni þessa fólks, í siðum og trú, 

Þá var haldið um sveitir Amish. Nutum fegurðar náttúrunnar og veltum fyrir okkur lífi þess fólks sem þar býr. Í þorpum og á ökrum sáum við Amish-fólk við sína daglegu iðju, hesta að draga plóg eða  hestvagna og líka börn að leik. Við stoppuðum  markað  Við gætum átt viðskipti við  Amishbændur og Mennoníta. það vaknaði líka spuringin: hverjir eru þessir Mennonítar? Hvernig koma þeir inní þessa sögu?

Þá var haldið  til ,,Þorps hinnar brosandi hamingju”  (Kitchen Kettle Village í sveitarfélaginu Intercourse). Í þessu þorpi eru um eða yfir 40 smáverslanir hvar við getum skoðað; teppi, klæði og  handverk heimamanna. Við höfðum þar  nógan frjálsan tíma til að skoða okkur um, til dæmis skoða hvunndagsíf bænda og býli þeirra sem hér hafa mörg hver verið í ábúð sömu ættar í þrjár aldir eða síðan Amish og Mennonítar hrökkluðust frá heimkynnum sínum í Evrópu á 18. öld.

Hér er líka Gamla ,,Kaupfélagið” þar sem okkur gefst kostur á að gera góð kaup og jafnframt fræðast um bútasaumshefð Amish-fólksins.

Kl. 16:30. Haldið til Lancaster og þar á amískt veitingahús (Hometown kitchen 18 Furace RD, Quarryville) Það fer vel á því að snæða amískan kvöldverð  


 

 

                             . Fimmtudagur 19. október.

Nú var haldið áfram
ð skoða 

 

menningu Amis fólksins. þar sæáum við geitur og ær, að ógleymdum þarfasta þjóni hér búenda, hjól eða ,,Amish-vespur”. . 

Kl. 14:00. Nú höldum við áfram ferð um heim Amish-bænda. Skoðum enn frekar lífshætti þeirra og handverk. 

Við fórum á fjölskyldurekinn veitingastað. Þar var  boðið uppá ,,sprengidags” hlaðborð, í þeirri merkingu eins hver gat látið í sig eins og hann vildi   af þeim krásum sem voru  á borðum; kjöt fiskur , salati og gómsætir eftirréttir.

Við sáum söngleik sem  var um Levi; Amish-soninn sem verður að velja á milli æskudraums síns, að verða atvinnumaður í hafnarbolta, eða að lúta kröfu föður síns um að fylgja stöngum reglum Amish sem bannar slíkan ,,hégóma.” Söngleikurinn er um raunveruleika og eins og í lífinu sjálfu flettast þar saman gleði og drama. Við urðum ekki  svikin af þessum söngleik. 

 

 

Dagur 5. Föstudagur 20. október Við heimsóttum  elsta markað í Bandaríkjunum sem enn er í fullu fjöri. Föstudagur er einmitt einn þriggja daga vikunnar sem þessi markaður er opinn. Hann er innandyra í húsi sem var reist 1889 en markaðurinn sjálfur hefur verið hér lifandi viðskiptatorg síðan 1730. Þar eru ekki færri en 60 verslunarbásar.  Hér eru Amishbændur og Mennonítar, blómasalar, bakarar og fiskkaupmenn með vörur sína Við fórum svo í bútasaumsbúðir 

Dagur 6 Laugardagurinn 21

Fórum við til Wasington Kíktum aðeins á hvíta húsið  fengum svo staðarleiðsögumann og í hans fylgd skoðum við þinghúsið  Capitol þarna hefur verið þing síðan 1800. lög sett, ákvarðanir teknar og stórir atburðir gerst, auk þess sem þar eru forsetar settir í embætti.  

Gistum á hótel í gamla bæjarhluta Alexandríu. Hótel Courtyard by Marriott Alexandria Old Town/Southwest 

 

 

Dagur 7. Sunnudagur 22. október.

Nú helguðum við  daginn bandarískri sögu með áherslu á landsföðurinn sjálfan George Washington (1732-1799). Skoðuðum óðalsbýli hans, Mount Vernon og með leiðsagnar staðarhaldara.

Gistum  í Alexandríu

 

 

Dagur 8. Mánudagur 22. október.

Nú var komið að heimferð Á leiðinni á flugvöllinn stoppuðum við hjá vínræktarbónda (Winery at Bull Run ) þar sem við kynntum  okkur framleiðslu síðustu ára og fengum að smakka á nokkrtum tegundum með ostum og kexi  . Næsta stopp var  í stórmerku safni sem var  á leið okkar á flugvöll, Loft og geimfarsafnið sem er kennt við Steven F. Udvar-Hazy. 

 Komum á flugvöllinn og skráum okkur inn,- allar með bros á vör og hugann hlaðinn fallegum minningum eftir vel heppnaða ferð. 

06.01.2024 11:51

Saumahelgar í vor 

 

Í mars var saumahelgi í Vatnaskógi frá föstudegi til sunnudags og  vorum við um 20 mættar 

Það er alltaf mikið saumað og hlegið þessar helgar og vel hugsað um okkur Strákarni sjá um að stjana við okkur og elda fyrir okkur dyrindis mat 

Við höfum alltaf pakka með okkur og förum í pakkaleik 

Frú Bóthildur bútasaumsverslun kom til okkar svo ekki skorti á að við gátum verslað efni og tilheyrandi saumunum 

Veðrið var mjög gott þessa helgi 

Myndir í albúmi 

 

 

í maí fórum við líka á saumahelgi hjá Bóthildi á hótel Örk þar var hún með verkefni sem við saumuðum 

Við fórum á fimmtudegi og heim á sunnudegi Maturinn var mjög góður eins og alltaf 

Myndir í albúmi

17.09.2023 17:55

Fyrsti fundur haustið 2023

Við byrjuðum í haust með því að hittast Brynja Kjerúlf bauð okkur í kaffi til sín 

Vetrarstarfið rætt og fyrihuguð ferð til USA Amish 

Ný stjórn Brynja Kjerúlf og Selma taka við af Sigrúnu og Heiðu 

Saumahelgi í byrjun mars 

Við byrjum að sauma 12 september  

Næsti saumadagur verður 30 september 

12.04.2023 11:16

Saumahelgi í Vatnaskógi 9-12 mars

Árleg saumahelgi var hjá okkur í Vatnaskógi helgina 9-12 mars í frábæru veðri að þessu sinni 

Við saumuðum mikið þessa helgi og vorum við einum degi lengur en venjulega 

Okkar frábæra starfsfólk í Vatnaskógi sá um að vel færi um okkur og ekki þurftum við að svelta þessa helgina frekar en vanalega 

Við elduðum á fimmtudeginum tacco súpu sem var mjög góð a la Heiðrún 

Við fórum sælar og glaðar heim eins og venjulega eftir dvöl í Vatnaskógi 

Myndir í albúmi 

 

12.04.2023 11:11

Saumadagar janúar febrúar mars

Við hittums reglulega aðra hverja viku og saumum eða prjónum  saman og drekkum kaffi og spáum og spegulerum í hjá hvor annari 

Set myndir í albúm af því sem við höfum verið að sauma s.l mánuði 

 

 

 

 

12.04.2023 09:10

15.01.2023 15:10

Jólahittingur og afhending teppa á leikskólann

Í desember var jólahittingur sem byrjaði með að við fórum í leikskólann og afhentum 27 teppi sem þakklærisvott til Hvalfjarðarsveitar um afnot á aðstöðu okkar á saumadögum 

Eftir það fórum við heim til Heiðu á Miðfelli þar borðuðum við saman góðan jólamat og komum með pakka til að skiptast á Áttum við þar mjög notalega stund saman fram eftir kvöldi 

myndir í albúmi  

15.01.2023 10:51

saumadagar nóvember

Saumadagar í nóvember hafa verið hálfs mánaðarlega Við saumum alltaf fram eftir degi og erum með kaffi og meðlæti 

Við höfum verið að vinna í að sauma barnateppi á leikskólann 

Myndir í albúmi 

 

31.10.2022 14:21

Sauma hittingur

Hér kemur smá yfirlit hjá okkur Skraddaralúsum um saumadaga og viðburði 

23 ágúst  var fyrsti hittingur María Lúisa bauð okkur heim til sín í súpu og kaffi og komfekt Við settum niður saumadaga fram í des og hverjar væru með kaffið í hvert sinn Afhentum Birgittu afmælisgjöf frá hópnum okkar eins og við gerum þegar einhver á stórafmæli 

Við fórum nkkrar á saumahelgi hjá Bóthildi sem haldin var á Laugarbakka í Miðfirði mikið saumað þá helgi 

6 september byrjuðum við að sauma og saumum við annan hvern þriðjudag í Miðgarði Byrjum kl 14 og saumum fram eftir degi 

25 október var langur saumadagur hjá okkur og mættum við kl 13 og saumuðum til 21 við vorum með pálínukaffi og pöntuðum svo pizzur í kvöldmat Mikið saumað þennan daginn að verkefni sem verður upplýst síðar 

Set inn myndir frá saumadögunum okkar í albúm 

24.03.2022 11:43

Saumadagar janúar febrúar mars

2022 Saumadagar 

Við höfum reynt að sauma á 2ja vikna fresti en eins og allt hefur verið undanfarið hefur covid og veðurfar sett stundum strik í reikninginn 

En nú er vorið framundan svo við getum haldið okkar striki 

4-6 mars var saaumahelgi hjá okkur í Vatnaskógi voru 20 konur mætta að sauma þar Það er yndislegt að vera þar og er stjanað við okkur alla helgina í góðum mat og skemmtilegheitum strákarnir okkar sjá til þess leika leikrit sem þeir semja og við veltumst um að hlátri 

Veðrið var mjög gott þessa helgi en mikill snjór Þetta verður árvisst hjá okkur hér eftir 

Nýjar myndir í albúmi frá þessum tímabili 

23.11.2021 15:31

Saumadagur16 nóvember

Saumadagur var hjá okkur 16 nóvember og var góð mæting 

Það er bæði saumað og prjónað það er vo góð aðstaðan og notarleg sem við höfum í Miðgarði 

Nú er það jóla verkefnin sem eru þessa dagana í vinnslu 

Næsti og síðasti saumadagur hjá okkur á þessu ári er 30 nóvember 

Nýjar myndir í albúmi 

20.10.2021 23:29

Saumadagur 19 okt

Við mættum margar á saumadag í dag vantaði bara 2 konur einn gestur var systir Maríu Sig hún Ingibjörg

Edda Soffía átti afmæli í síðustu viku 60 ára og gáfum við henni gjafabréf 

Edda og Birgitta voru með kaffið og bakaði Edda smákökur sem voru bleikar saumavélar 

Edda Soffía kom með litla fornsaumavél frá Singer síðan 1957 og sýndi okkur og saumar hú á hana 

Við saumuðum og prjónuðum fram eftir degi mikið spjall og gaman 

Við komum með það sem við höfum verið að sauma til að sýna

Næsti saumadagur er 9 nóvember 

 

Myndir í albúmi

Flettingar í dag: 590
Gestir í dag: 157
Flettingar í gær: 44
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 273479
Samtals gestir: 38329
Tölur uppfærðar: 23.11.2024 22:43:36

Eldra efni



Umsjón með vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir

Nafn:

Skraddaralýs

Heimilisfang:

Hvalfjarðarsveit

Um:

Við erum hópur kvenna sem hittumst reglulega og saumum bútasaum Umsjón vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti
clockhere

Tenglar