Vatnaskógur 2023

atburður liðinn í

2 ár

23 daga



16.09.2015 10:34

Saumadagur

Við hittumst í Fannahlíð í gær

02.09.2015 11:04

Saumað í Fannahlíð

Við byrjuðum í gær að sauma á nýjum stað í Fannahlíð sem er félagsheimili Hvalfjarðarsveitar smiley

Hópurinn hefur stækkað hjá okkur og vorum við 11 sem mættum yes

Alltaf gaman að byrja að sauma

Olga sá um kaffið á fyrsta degi og Sigrún og Brynja koma með næst  

Næsti saumadagur verður þriðjudaginn 15 september á sama tíma

31.08.2015 12:40

Sýning á Hvalfjarðardögum

 

Skraddaralýs héldu sýningu á Hvalfjarðardegi í stjórnsýsluhúsinu Hvalfjarðarsveit

Sýningin gekk vel og var vel sótt 

Þar sýndum við verk okkar og var líka sala á ýmsum smámunum

Þökkum við öllum sem komu og heimsóttu okkur

 

Myndir í albúmi

31.08.2015 12:32

Fannahlíð fyrsti saumadagur

Nú byrjum við að sauma aftur eftir gott sumarfrí

Við byrjum á nýjum stað  félagsheimilinu Fannahlíðíð á morgun þriðjudag 1 september kl 13

Við ætlum að sauma annan hvern þriðjudag nema annað sé ákveðið 

Síðan er stefnt á saumahelgi  fyrstu helgina í oktober á Reykjanesi  við Ísafjarðardjúp

Spennandi tími framundan 

 

23.06.2015 10:03

Vorferðin okkar

Við fórum allar í vorferðina okkar og lögðum leið okkar í Borgarfjörð

Við byrjuðum á að heimsækja Guðrúnu Bjarnadóttirí hespuhúsinu í Andárkíl

Veðrið var alveg kolvitlaust þegar við komum á staðinsem er verslun með allskonar handavinnun rok og rigning

Þar var gaman að koma  Sýndi hún okkur hvernig jultalitun er gerð í ýmiskonar litum og sáum við hvaða jurtir hún notar til að fá fram hina ýmsu liti

í pottunum sínum

Síðan fórum við á Hvanneyri skoðuðum ullarselið og sáum hvað konur eru búnar að framleiða úr íslensku ullinni

 Drukkum kaffi í Skemmunni litlu sætu kaffihúsi sem nokkrar konur reka

Síðan lá leið okkar í Borgarnes

Heimsóttum handavinnuhúsið hennar Sísí sem er lítil og sæt handavinnubúð

Við enduðum svo ferðina á að fá góðan mat í grillhúsinu í Borgarnesi og áttum góða stund þar saman

Veðrinu var farið aðeins að slota þegar við ókum heim

Við hittumst aftur í haust

Þökkum fyrir ánægjulegan vetur

20.05.2015 15:25

Síðbúið blogg

Nú er þessum vetri að ljúka hjá okkur og komið vor

Við erum hættar að sauma nú í vetur en eigum eftir slúttið okkar

Við Olga fórum í vorferðina hjá íslenska bútasaumsfélaginu í um suðurnesin og áttum þar góðan dag með fólki með sama áhugamál og við

Bútasaumsýningin sem var  í Perlunni nú í maí var glæsileg og gaman að skoða verkin þar

Set hér inn nokkrar myndir af síðustu saumadögum hjá okkur í apríl

Hittumst hressar aftur með saumavélarnar í haust

08.04.2015 21:10

Minning

Okkur barst sú sorgarfrétt um páskana að hún Kristrún í Quiltbúðinni væri látin

Okkur langar aðeins til að minnast hennar hér á síðunni okkar þar sem hún Strúna hefur verið stór hluti af okkur í mörg ár

Okkar kynni byrjuðu þegar við fórum að fara á saumahelgar á hverju hausti á Löngumýri og var tilhlökkunin alltaf jafn mikil hjá okkur að hittast og njóta þess sem var í boði hverju sinni

Kristrún var alltaf hrókur alls fagnaðar og var alltaf til í glens og gaman með okkur

Hún var hjálpleg og lærðum við mikið af henni alltaf fljót til að sníða eða bara spretta uppeða hvað sem er  ef við þurftum á hjálp að halda 

Það er ótrúlegt að hún svona lífsglöð og kát kona sé fallin frá í blóma lífsins en henni hefur verið ætlað annað hlutverk sem við skyljum ekki þeir deyja ungir sem guðirnir elska 

Megi góður Guð gefa fjölskyldu hennar styrk á erfiðum tíma

Minning hennar lifir lengi í hjörtum okkar allra 

 heartheartheart

25.03.2015 11:46

Saumadagur hjá Dísu

Við hittumst heima hjá Dísu í Bjarkarási í gær til að sauma

Þar komu nokkrar með teppi og dúka sem voru að koma úr quilteringu

Það er gaman að sjá hvað stykkin breytast þegar búið er að quilta þau

Nú er komið páskafrí hjá okkur

Næsti saumadagur verður 7 apríl í Heiðarskóla

Myndir í albúmi

24.03.2015 13:09

Breyting á saumadegi

Breyting verður á saumadeginum í dag

Við saumum heima hjá Dísu Bjarkarási

10.03.2015 23:12

Saumadegi frestað

Við ætluðum að sauma í dag en veðurspáin var ekki góð snarvitlaust veður og ekkert vit í að ferðast

Næsti saumadagur verður þá 24 mars

01.03.2015 11:19

01.03.2015 11:18

Saumahelgi í Kjós

 

 

Við fórum 5 Skraddaralýs í sumarbústað í Kjósinni helgina 20-22 febrúar

Bústaðurinn er á flottum stað með útsýni yfir Hvalfjörðinn og fjöllin í okkar heimasveit

 

Hann hefði ekki mátt vera minni fyrir okkur 5 og allt okkar saumadót og tilheyrandi  

 

Veðrið var mjög flott fyrsta daginn sólin skartaði sínu fegursta síðan fór að hvessa dálítið hressilega og leit út fyrir að við yrðum veðurtepptar fram á mánudag en við komumst heilar heim á sunnudeginum erfiðast var að koma dótinu okkar í bílana því rokið var svo mikið

Við notuðum helgina í að sauma og voru saumavélarnar vel nýttar svo var líka slappað af spjallað og borðaður góður matur 

 

Við vorum aðalega að sauma buddurnar góðu og ýmislegt annað í bland við þær  

 

Heiða bauð upp á dýrindis kjúklingasúpu á föstudagskvöldið á laugardagskvöldið grilluðum við lambakjöt með öllu tilheyrandi góðgæti

Það er alltaf gaman að breyta til t.d með að fara í sumarbústað eða saumahelgi  

 

 

Næsti saumadagur er á þriðjudaginn 3 mars í Heiðarskóla

 

Myndir í albúmi 

 

12.02.2015 15:39

Saumum buddur

Við erum núna að læra að sauma buddur sem heita Bionic  Gear Bag  
við erum  búnar að hittast einu sinni

Leiðbeinandi okkar er Edda Soffía úr Borgarnesi

Það verður spennandi að sjá útkomuna engin budda eins hver með sinn stíl

Við hittumst aftur næsta þriðjudag og höldum áfram til að klára

Það er alltaf gaman að sauma þegar allar eru að gera það sama
 

Nokkrar myndir í albúmi

26.01.2015 15:19

Saumadagur

Við hittumst og saumuðum saman 13 janúar s.l í Heiðarskóla

Við fengum gesti til okkar Guðrúnu Samsonardóttir sem kíkti við hjá okkur með prjónana

og líka Brynju Kjerúlf með saumavélina alltaf gaman að fá gesti til okkar

Veðrið er ekki alltaf upp á það besta núna en við látum það ekkert á okkur fá enda allar vanar rokinu

Næsti saumadagur er á morgun þriðjudaginn 27 janúar á sama stað

nokkrar myndir í albúmi

08.01.2015 12:25

Saumadagur á nýju ári

Við byrjuðum að sauma á þriðjudaginn í Heiðarskóla eins og vanalega

Mættum allar spenntar að byrja að sauma á nýju ári

Við fengum gest til okkar hana Láru Böðvarsdóttur sem ætlar að koma að sauma með okkur

Nú er tími til að fara í kláruverkefnin sem hafa verið í geymslu og sum lengi

Næsti saumadagur verður næsta þriðjudag 13 janúar kl 15  á sama tíma og stað

 

Nýjar myndir í albúmi

Flettingar í dag: 32
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 199
Gestir í gær: 47
Samtals flettingar: 329889
Samtals gestir: 45117
Tölur uppfærðar: 1.4.2025 03:19:56

Eldra efni



Umsjón með vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir

Nafn:

Skraddaralýs

Heimilisfang:

Hvalfjarðarsveit

Um:

Við erum hópur kvenna sem hittumst reglulega og saumum bútasaum Umsjón vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti
clockhere

Tenglar