Við fórum 8 saman á saumahelgi hjá Pjötlunum sem haldin var á Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi
Fórum við á rútunni hennar Maríu Lúísu sem var bílstjórinn og farangurinn var ekki lítill frekar en venjulega hjá okkur eins og sjá má á myndum
Við fórum af stað á fimmtudeginum og brunuðum vestur með einu stoppi í Búðardal ferðin gekk vel góð færð og gott veður
Þegar við komum vestur tóku Pjötlurnar á móti okkur og vísuðu okkur á náttstað og hvar saumað væri og kvöldmaturinn beið okkar
Síðan var byrjað að sauma fram á nótt
Föstudagurinn var tekinn snemma og saumað fram til kl 18 þá var farið í sund í fínu heitu sundlaugina sem var óspart notuð um helgina
Um kvöldið var óvissuverkefnið sem var lítil sæt uglubudda og var engin eins
Á laugardaginn var saumuð taska sem var verkefni helgarinnar sem var saumuð beint á bak og vatt
um kvöldið var veislumatur og kvöldvaka á eftir
Sunnudaginn saumuðum við fram yfir hádegi þá var farið að taka saman og hlaða bílinn og kveðja konurnar þá kom í ljós að lekið var úr einu dekkinu á rútunni Keyrðum við á Hólmavík fengum loft í dekkið og héldum áfram heim á leið í leiðindaveðri öskurigningu og miklu roki
María klikkar ekki í akstrinum og allar komum við heim sælar og saddar eftir frábæra helgi þar sem við sáum mikið og hvernig hægt er að nýta pínulitla búta og gera listaverk úr þeim
Takk kærlega fyrir okkur kæru Pjötlur þetta var frábær helgi við komum örugglega aftur seinna til ykkar
Hótelhaldarar takk fyrir góðan og mikinn mat alla helgina
Myndir í albúmi