Vatnaskógur 2023

atburður liðinn í

1 ár

8 mánuði

14 daga



04.01.2009 16:12

Hittingur

María ætlar að bjóða okkur heim til sín mánudagskvöldið 5 jan kl 20emoticon  Þá ætlum við að skipuleggja ferðina austur að Vöðlum til hennar Ástu emoticon vona að sem flestar geti mætt það er komin spenningur og tilhlökkun og veðurspáin lofar bara góðuemoticonemoticon 

30.12.2008 22:49

Nýárskveðja

Við skraddaralýs sendum okkar bestu nýárskveðjur til ykkar allra með von um að þið hafið það sem best um áramótin emoticon emoticon emoticon emoticon

18.12.2008 11:10

JÓLAFRÍ

Nú í desember höfum við ekkert verið að hittast allir á fullu í einhverju öðru en við höfum ekki alveg gleymt okkur í handavinnunni því við höfum allar verið eitthvað að gera heima Þetta ár er búið að vera mjög gottemoticon   höfum við gert margt skemmtilegt farið í nokkrar ferðir saman  svo allir saumadagarnir sem við höfum haft gagn og gaman að og gert mikið emoticon Ég var svo heppin að detta í lukkupottinn hjá quiltbúðinni í desember og fékk í vinning spólusett í tösku þannig að ég get spólað á spólur þarf ekki að nota saumavélinaemoticon  Við skraddaralýs viljum þakka öllum þeim sem hafa verið að skoða síðuna okkar og fylgjast með hvað við erum að gera emoticon það mætti oftar kvitta fyrir sig í gestabókina ef fólk nennir í dag eru viðbúnar að fá 8364emoticon  heimsóknir frá því að síðan var stofnuð sem við erun ánægðar með emoticon  Ég set inn nokkrar nýjar myndir fyrir desembermánuð  Hafið það semallra best um jólin emoticon    GLEÐILEG JÓL

04.12.2008 14:30

Ekkert að gerast

Síðasti saumadagur féll niður vegna anna emoticon  það voru svo fáar sem ætluðu að mæta .Nú í desember eí nógu að snúast allir eitthvað uppteknir við jólaundirbúning eða skemmtanir emoticon Hvað með framhaldið er óvíst kanski bara eftir áramót þegar við förum á saumahelgi að Vöðlum hvað viljið þið stelpur kveðja Sigrún

24.11.2008 13:20

Saumadagur á morgun

Nú er saumadagur hjá okkur á morgun á sama stað og venjulega kl 15 Það styttist óðum til jóla svo nú er um að gera að koma sér í smá jólasaumaskap emoticon

16.11.2008 17:42

Góður saumadagur

Heimboðið til Dísu var skemmtilegt og var saumað framm eftir degi Við vorum allar mættar nema Ásta sem var í Danmörku að halda upp á afmælið sitt til hamingju Ásta Það er gaman að hafa svona langa saumadaga af og til því þa verður svo mikið úr verki Það var svo góð saumaaðstaða hjá Dísu hún hefur svo gott pláss Ekki má gleyma veitingunum sem ekki má sleppa brauðin góðu og kjúklingaréttur það væri gaman að fá uppskriftina af gráfíkjubrauðinu sem Kristján bakaði Ástarþakkir fyrir okkur allar Dísa Það eru nýjar myndir í albúmi

    Næsti saumadagur verður þriðjudaginn 25 nóvember í Heiðarskóla kl 15

14.11.2008 10:50

Heimboð til Dísu í Bjarkarás

Hún Dísa ætlar að bjóða okkur í heimsókn tl sín á morgun emoticon í Bjarkarás og hafa einn langan saumadag vonandi getum við sem flestar komið emoticon Nú fer sá tími að koma að allir eru svo mikið uppteknir og hafa lítinn tíma emoticon en það er alltaf gaman að koma saman og sauma Nýjar myndir frá síðasta saumadegi eru í albúmi

09.11.2008 10:25

Góður dagur

'i gær var heimboðið til þeirra á Akranesi í Skagaquiltshópnum emoticon Við vorum bara tvær við María sem gátum mætt Þetta var mjög góður dagur og lærðum við sitt lítið að hvoru  hjá henni Kristrúnu emoticon í quiltbúðinni sem var mætt  með allt sitt dót með sér þannig að það var hægt að bæta við efnum og hugmyndum  í safnið Ekki má gleyma veitingunum sem voru svo flottar að ekki fórum við svangar heim Takk Takk stelpur fyrir fábæran dag vonandi verður framhald á þessu hjá okkur á næsta ári emoticon

04.11.2008 22:10

Nýr tengiliður

Ég var að setja inn nýjan tengilið sem er mjög flottur þetta er dönsk síða sem ég fann á netinu og er í tengiliðunum hér til hægri á síðunni  Ég sendi póst til þeirra til að forvitnast um bútasaum í Danmörk danskan mín er nú ekki góð emoticon en mér tókst að krafla mig áfram og fékk sendan póst til baka er mjög stolt af sjálfri méremoticon  því hún er búin að skrifa til baka í gestabókina okkar Hlakka til að hitta ykkur á Skaganum á laugardaginn

29.10.2008 10:29

Næsti saumadagur

Næsti saumadagur verður þriðjudaginn 11 nóvember kl 15 á sama stað og venjulega Þá erum við aftur komnar á rétt ról við erum búnar að vera svo duglegar að sauma í haust alltaf vikulega frá því að við byrjuðum Töskudagurinn heppnaðist vel og voru nokkrar töskur saumaðar með nútímalegu sniði og m. fl Við saumuðum frá kl 15-22 með stuttu matar og kaffi hlé ekki má gleyma að borða á svona dögum Nokkrar nýjar myndir eru komnar í albúm

29.10.2008 10:23

Heimboð

Okkur er boðið að koma á saumadag hjá Skagakonum laugardaginn 8 nóvember kl 10 hún Kristrún í quiltbúðinni kemur með eitthvað skemmtilegt.Takk fyrir þetta við ætlum nokkrar að mæta

23.10.2008 21:33

Töskudagur

Næsti saumadagur verður þriðjudaginn 28 okt kl 15 á sama stað og venjulega Við ætlum að hafa þetta langan dag og sauma framm á kvöld og þema dagsins er töskur og buddur Við erum búnar að safna allskonar sniðum til að velja úr og verður spennandi að sjá hver útkoman verður.

14.10.2008 22:12

Næsti saumadagur og nýjar myndir

Við saumuðum í dag og rifjuðum upp frá Löngumýri eins og sjá má á nýju myndunum í albúmi Við söknuðum hennar Maríuemoticon  þar sem hú er einhverstaðar í Frakklandi á ferðalagi og kanski búin að finna fullt af bútabúðumemoticon  þar hver veit. Svo er Heiða að fara líka út um helgina kanski finnur hún eitthvaðemoticon  þar það verður spennandi næsta saumadag að fá fréttir. Við fengum sendar þessar fínu myndir frá henni Þorgerði á Akureyri sem teknar voru á Löngumýri og bjargar hún alveg myndasíðunni okkar því mín vél klikkaði takk kærlega Þorgerður emoticon og vonandi hafið þið það gott þarna fyrir norðan Ég gleymdi að segja frá því að við lærðum á Löngumýri að prjóna tvo sokka á hringprjón sem er alger snilld og erum við komnar á fulla ferð með það svo fengum við líka dekur nudd og alskonar krem til að prufa frá volare takk fyrir þaðemoticon  við vorum alveg endurnærðar eftir það .Næsti saumadagur verður í Heiðarskóla næsta þriðjudag kl 15 emoticon

11.10.2008 14:33

Nýjar myndir

Nú eru komnar inn myndirnar frá Löngumýri en það vantar nokkrar inn koma seinna

09.10.2008 13:52

Næsti saumadagur

Næsti saumadagur verður þriðjudaginn 14 okt á sama stað og venjulega Nú er um að gera að halda áfram að sauma og rifja upp og kanski sauma koddaver eins og á Löngumýri Til ykkar suðurnesjalýs hvernig er þetta með myndirnar við verðum að fá að sjá hvað þið eruð að sauma
Flettingar í dag: 405
Gestir í dag: 102
Flettingar í gær: 44
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 273294
Samtals gestir: 38274
Tölur uppfærðar: 23.11.2024 21:01:15

Eldra efni



Umsjón með vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir

Nafn:

Skraddaralýs

Heimilisfang:

Hvalfjarðarsveit

Um:

Við erum hópur kvenna sem hittumst reglulega og saumum bútasaum Umsjón vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti
clockhere

Tenglar