Flogið var til (Washington Dulles International Airport) Rúta ók okkur til Gettysburg þar gistum við . á hótel Best Western Gettysburg.
Þriðjudagur 17. október.
Næsti áfangastaður var Lancaster á leiðinni skoðuðum við Herminjasafnið í Gettysburg (Gettysburg National Millitary Park Museum and Visitor’s Center). Þar var að líta eitthvert stærsta safn stríðsminja frá bandarísku borgarastyrjöldinni (þrælastríðinu) 1861-1866.
Okkur er boðið að horfa á kvikmyndina ,,Nýfæðing frelsisins” (New Birth of Freedom).
Skoðum magnaða ,,hringmynd” /víðsjá sem dregur fram risavaxna augnabliksmynd úr þessu skelfilega stríði. (Stærð 356 x 26 fet= tæplega 109 x 8 metrar)
Ókum í fylgd staðarleiðsögumanns um svæðið sem geymir sögu einhverrar grimmustu orustu þrælastríðsins. Hér mættust herjir Norður- og Suðurríkjanna einn júlí dag 1863. Að liðnum þremur dögum lágu eftir 51 þúsund lík, flest ungra manna. Í nóvember það sama ár helgaði Lincoln forseti svæðið sem minnisvarða um hörmungar stríðsins.
. Skráum okkur inn á hótel,- Country Inn of Lancaster.
Velkomendakvöldverður að hætti Amish, á hótelinu.
Dagur 3. Miðvikudagur 18. október.Nú hófst ,rannsóknarferð” inn í sögu og menningu Amis-fólksins. Við byrjuðum í heimsókn í eintakt leikhús, Amish tilraunalleikhúsið, eitt þriggja slíkra í Norður Ameríku. ,,Val Jakobs” er tilfinningarþrungin saga um evrópska sjómannsfjölskyldu sem hélt vestur um haf með lítið annað í farteskinu en vonina um betra líf.
Amish-heimili. fórum með leiðsögumanni um 9 herbergi þess hvunndagslega heimilis og fræddumst um lífshætti Amis-fólksins, siði og trú. ,,Hvernig og hversvegna?” Við sem höfum undrast fastheldni þessa fólks, í siðum og trú,
Þá var haldið um sveitir Amish. Nutum fegurðar náttúrunnar og veltum fyrir okkur lífi þess fólks sem þar býr. Í þorpum og á ökrum sáum við Amish-fólk við sína daglegu iðju, hesta að draga plóg eða hestvagna og líka börn að leik. Við stoppuðum markað Við gætum átt viðskipti við Amishbændur og Mennoníta. það vaknaði líka spuringin: hverjir eru þessir Mennonítar? Hvernig koma þeir inní þessa sögu?
Þá var haldið til ,,Þorps hinnar brosandi hamingju” (Kitchen Kettle Village í sveitarfélaginu Intercourse). Í þessu þorpi eru um eða yfir 40 smáverslanir hvar við getum skoðað; teppi, klæði og handverk heimamanna. Við höfðum þar nógan frjálsan tíma til að skoða okkur um, til dæmis skoða hvunndagsíf bænda og býli þeirra sem hér hafa mörg hver verið í ábúð sömu ættar í þrjár aldir eða síðan Amish og Mennonítar hrökkluðust frá heimkynnum sínum í Evrópu á 18. öld.
Hér er líka Gamla ,,Kaupfélagið” þar sem okkur gefst kostur á að gera góð kaup og jafnframt fræðast um bútasaumshefð Amish-fólksins.
Kl. 16:30. Haldið til Lancaster og þar á amískt veitingahús (Hometown kitchen 18 Furace RD, Quarryville) Það fer vel á því að snæða amískan kvöldverð
. Fimmtudagur 19. október.
Nú var haldið áfram
ð skoða
menningu Amis fólksins. þar sæáum við geitur og ær, að ógleymdum þarfasta þjóni hér búenda, hjól eða ,,Amish-vespur”. .
Kl. 14:00. Nú höldum við áfram ferð um heim Amish-bænda. Skoðum enn frekar lífshætti þeirra og handverk.
Við fórum á fjölskyldurekinn veitingastað. Þar var boðið uppá ,,sprengidags” hlaðborð, í þeirri merkingu eins hver gat látið í sig eins og hann vildi af þeim krásum sem voru á borðum; kjöt fiskur , salati og gómsætir eftirréttir.
Við sáum söngleik sem var um Levi; Amish-soninn sem verður að velja á milli æskudraums síns, að verða atvinnumaður í hafnarbolta, eða að lúta kröfu föður síns um að fylgja stöngum reglum Amish sem bannar slíkan ,,hégóma.” Söngleikurinn er um raunveruleika og eins og í lífinu sjálfu flettast þar saman gleði og drama. Við urðum ekki svikin af þessum söngleik.
Dagur 5. Föstudagur 20. október Við heimsóttum elsta markað í Bandaríkjunum sem enn er í fullu fjöri. Föstudagur er einmitt einn þriggja daga vikunnar sem þessi markaður er opinn. Hann er innandyra í húsi sem var reist 1889 en markaðurinn sjálfur hefur verið hér lifandi viðskiptatorg síðan 1730. Þar eru ekki færri en 60 verslunarbásar. Hér eru Amishbændur og Mennonítar, blómasalar, bakarar og fiskkaupmenn með vörur sína Við fórum svo í bútasaumsbúðir
Dagur 6 Laugardagurinn 21
Fórum við til Wasington Kíktum aðeins á hvíta húsið fengum svo staðarleiðsögumann og í hans fylgd skoðum við þinghúsið Capitol þarna hefur verið þing síðan 1800. lög sett, ákvarðanir teknar og stórir atburðir gerst, auk þess sem þar eru forsetar settir í embætti.
Gistum á hótel í gamla bæjarhluta Alexandríu. Hótel Courtyard by Marriott Alexandria Old Town/Southwest
Dagur 7. Sunnudagur 22. október.
Nú helguðum við daginn bandarískri sögu með áherslu á landsföðurinn sjálfan George Washington (1732-1799). Skoðuðum óðalsbýli hans, Mount Vernon og með leiðsagnar staðarhaldara.
Gistum í Alexandríu
Dagur 8. Mánudagur 22. október.
Nú var komið að heimferð Á leiðinni á flugvöllinn stoppuðum við hjá vínræktarbónda (Winery at Bull Run ) þar sem við kynntum okkur framleiðslu síðustu ára og fengum að smakka á nokkrtum tegundum með ostum og kexi . Næsta stopp var í stórmerku safni sem var á leið okkar á flugvöll, Loft og geimfarsafnið sem er kennt við Steven F. Udvar-Hazy.
Komum á flugvöllinn og skráum okkur inn,- allar með bros á vör og hugann hlaðinn fallegum minningum eftir vel heppnaða ferð.