Vatnaskógur 2023

atburður liðinn í

1 ár

8 mánuði

14 daga



Færslur: 2016 Nóvember

17.11.2016 22:33

Langur saumadagur

Við hittumst sl þriðjudag og vorum með langan saumadag 

 

Byrjuðum að sauma kl 14 og vorum til 21 hættum fyrr en við ætluðum vegna veðurs fyrsti snjórinn og vetrarlægðin

Við vorum að sauma ymislegt fyrir jólin 

 

Saumuðum jólastjörnuna flottu hjálpuðumst að við það

Nú styttist hjá okkur og næsta saumadag 29 nóvember er síðasti saumadagur fyrir jól

Síðan verður jólafundur6 desember

Nýjar myndir í albúmi

 

12.11.2016 23:46

saumadagur 1 nóv

Venjulegur saumadagur var hjá okkur þennan dag

Við saumum alltaf frá kl 14 og fram eftir degi fer eftir hvað við erum í miklu saumastuði

Næsti saumadagur 15 nóv  verður langur og ætlum við að sauma fram á kvöld eins og úthald okkar leyfir

 

12.11.2016 23:38

Sýning Skraddaralúsa á Vökudögum á Akranesi

Við vorum beðnar um að taka þátt í vökudögum á Akranesi og halda sýningu á mununum okkar

Við samþykktum það og settum upp flotta sýningu á dvarheimilinu Höfða með allt frá stórum og litlum hlutum 

Sýningunni var tekið vel og komu margir að skoða og dáðst að verkunum okkar sem var í tæpa viku

Það sást á sýningunni hvað við höfum verið duglegar í allskonar framleiðslu ekki slegið slöku við í þessum hópi

Myndir frá sýningunni í albúmi

12.11.2016 23:27

12.11.2016 23:27

Saumadagar 17 okt hjá N4

Saumadagurinn 17 okt var dálítið öðruvísi en vanalega 

Við fengum heimsókn frá sjónvarpstöðinni N4 sem tók myndir af vinnu okkar og viðtal við okkur Maríu Lúisu

Þau vildu fá að vita allt og læra um bútasaum 

Það var gaman að fá þau í heimsókn til okkar og vilja kynna sér bútasaum því hann er á undanhaldi á Íslanndi

Þátturinn var svo sýndur á N4 31 okt 

Hér til hægri á síðunni má sjá þáttinn

 

 

  • 1
Flettingar í dag: 405
Gestir í dag: 102
Flettingar í gær: 44
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 273294
Samtals gestir: 38274
Tölur uppfærðar: 23.11.2024 21:01:15

Eldra efni



Umsjón með vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir

Nafn:

Skraddaralýs

Heimilisfang:

Hvalfjarðarsveit

Um:

Við erum hópur kvenna sem hittumst reglulega og saumum bútasaum Umsjón vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti
clockhere

Tenglar