Við fórum 5 Skraddaralýs í sumarbústað í Kjósinni helgina 20-22 febrúar
Bústaðurinn er á flottum stað með útsýni yfir Hvalfjörðinn og fjöllin í okkar heimasveit
Hann hefði ekki mátt vera minni fyrir okkur 5 og allt okkar saumadót og tilheyrandi
Veðrið var mjög flott fyrsta daginn sólin skartaði sínu fegursta síðan fór að hvessa dálítið hressilega og leit út fyrir að við yrðum veðurtepptar fram á mánudag en við komumst heilar heim á sunnudeginum erfiðast var að koma dótinu okkar í bílana því rokið var svo mikið
Við notuðum helgina í að sauma og voru saumavélarnar vel nýttar svo var líka slappað af spjallað og borðaður góður matur
Við vorum aðalega að sauma buddurnar góðu og ýmislegt annað í bland við þær
Heiða bauð upp á dýrindis kjúklingasúpu á föstudagskvöldið á laugardagskvöldið grilluðum við lambakjöt með öllu tilheyrandi góðgæti
Það er alltaf gaman að breyta til t.d með að fara í sumarbústað eða saumahelgi
Næsti saumadagur er á þriðjudaginn 3 mars í Heiðarskóla
Myndir í albúmi