Vatnaskógur 2023

atburður liðinn í

1 ár

8 mánuði

14 daga



Færslur: 2015 Mars

25.03.2015 11:46

Saumadagur hjá Dísu

Við hittumst heima hjá Dísu í Bjarkarási í gær til að sauma

Þar komu nokkrar með teppi og dúka sem voru að koma úr quilteringu

Það er gaman að sjá hvað stykkin breytast þegar búið er að quilta þau

Nú er komið páskafrí hjá okkur

Næsti saumadagur verður 7 apríl í Heiðarskóla

Myndir í albúmi

24.03.2015 13:09

Breyting á saumadegi

Breyting verður á saumadeginum í dag

Við saumum heima hjá Dísu Bjarkarási

10.03.2015 23:12

Saumadegi frestað

Við ætluðum að sauma í dag en veðurspáin var ekki góð snarvitlaust veður og ekkert vit í að ferðast

Næsti saumadagur verður þá 24 mars

01.03.2015 11:19

01.03.2015 11:18

Saumahelgi í Kjós

 

 

Við fórum 5 Skraddaralýs í sumarbústað í Kjósinni helgina 20-22 febrúar

Bústaðurinn er á flottum stað með útsýni yfir Hvalfjörðinn og fjöllin í okkar heimasveit

 

Hann hefði ekki mátt vera minni fyrir okkur 5 og allt okkar saumadót og tilheyrandi  

 

Veðrið var mjög flott fyrsta daginn sólin skartaði sínu fegursta síðan fór að hvessa dálítið hressilega og leit út fyrir að við yrðum veðurtepptar fram á mánudag en við komumst heilar heim á sunnudeginum erfiðast var að koma dótinu okkar í bílana því rokið var svo mikið

Við notuðum helgina í að sauma og voru saumavélarnar vel nýttar svo var líka slappað af spjallað og borðaður góður matur 

 

Við vorum aðalega að sauma buddurnar góðu og ýmislegt annað í bland við þær  

 

Heiða bauð upp á dýrindis kjúklingasúpu á föstudagskvöldið á laugardagskvöldið grilluðum við lambakjöt með öllu tilheyrandi góðgæti

Það er alltaf gaman að breyta til t.d með að fara í sumarbústað eða saumahelgi  

 

 

Næsti saumadagur er á þriðjudaginn 3 mars í Heiðarskóla

 

Myndir í albúmi 

 

  • 1
Flettingar í dag: 219
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 44
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 273108
Samtals gestir: 38197
Tölur uppfærðar: 23.11.2024 20:19:06

Eldra efni



Umsjón með vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir

Nafn:

Skraddaralýs

Heimilisfang:

Hvalfjarðarsveit

Um:

Við erum hópur kvenna sem hittumst reglulega og saumum bútasaum Umsjón vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti
clockhere

Tenglar