Vatnaskógur 2023

atburður liðinn í

1 ár

8 mánuði

14 daga



Færslur: 2014 Október

15.10.2014 16:41

Saumadagur á Skarði

 

Í gær hittumst við heima hjá Selmu og saumuðum hekluðum og prjónuðum

 

Við vorum svo fáar í þetta sinn að við hittumst í heimahúsi

Áttum við notalega stund í stofunni hennar Selmu

Kaffimeðlæti var að hætti Selmu og Heiðu

Næsti saumadagur verður í Heiðarskóla þriðjudaginn 28 október

Nokkrar myndir í albúmi

03.10.2014 14:27

Myndir

Myndirnar í albúmi um síðasta saumadag eru ekki nógu góðar en læt þær fara inn

Búið að laga myndavélina svo það verða betri myndir næst

03.10.2014 13:38

Saumadagur

Við hittumst s.l þriðjudag og saumuðum lengi

Komum með til að sýna hinum hvað við saumuðum á Löngumýri

Það kom einn nýliði til okkar  var María að leiðbeina henni og kenna

Brynja Kjerúlf kom í heimsókn með nýju saumavélina sína

Við skelltum okkur nokkrar í jóga hjá Sigríði Láru  Haralds dóttir Sigrúnar sem fær að æfa sig á okkur

Næsti saumadagur verður á Skarði hjá Selmu 14 október

Nokkrar myndir í albúmi

03.10.2014 13:21

Löngumýri

Þetta árið fórum við fáar á Löngumýri sem er búið að vera árlega hjá okkur

María og Dísa fóru helgina 19-21 sep og ég Sigrún fór helgina 23-26 sept með Brynju Kjerúlf

Það er alltaf jafn gaman að vera á Löngumýri heila helgi og hitta konur allstaðar af á landinu sem eru með sömu bútapest og við

Að þessu sinni var óvissuverkefnið flott teppi eftir GE design Guðrúnu Erlu

Gjöfin var snyrtibudda og kennsla við að sauma rennilás í

Að venju erum við ekki látnar svelta á svona helgum maturinn stendur alltaf fyrir sínu að hætti eldabusknanna á Löngumýri og klikkar aldrei

Þær stöllur Kristrún og Sísa standa alltaf sína vakt og eru alltaf tilbúnar að hjálpa og eru mjög ráðagóðar og hika ekki við að hjálpa við uppsprettur ef á þarf að halda

Svo má ekki gleyma að minnast á skemmtikraftana Gunnar og Jón þeir koma á kvöldvökuna og sjá til þess að kitla hláturtaugarnar

Takk fyrir þessar helgar sem eru alltaf jafn góðar og skemmtilegar

Myndavélin mín klikkaði svo það koma inn myndir seinna sem teknar voru 

  • 1
Flettingar í dag: 405
Gestir í dag: 102
Flettingar í gær: 44
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 273294
Samtals gestir: 38274
Tölur uppfærðar: 23.11.2024 21:01:15

Eldra efni



Umsjón með vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir

Nafn:

Skraddaralýs

Heimilisfang:

Hvalfjarðarsveit

Um:

Við erum hópur kvenna sem hittumst reglulega og saumum bútasaum Umsjón vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti
clockhere

Tenglar