Vatnaskógur 2023

atburður liðinn í

1 ár

8 mánuði

14 daga



Færslur: 2014 Maí

15.05.2014 14:58

Færeyjarferð

 

Við skraddaralýs fengum heimboð til Færeyja í Fuglafjörð og var tilefnið að kenna færeyskum konum bútasaum

Við sem fórum voru Birgitta Selma María Vigdís Heiða og Sigrún  þær sem ekki voru með Olga og Helga Rúna 

Við fórum út 2 maí og komum heim 5 maí
 Gestgjafar okkar í ferðinni  voru Oddvör ásamt  Jórunni og Ingu  systur hennar

 

og Sólrún Ásta dóttir Sigrúnar Sól og litla Sara Björt sem fylgdi með

 

Ferðin hósfst á Reykjavíkurflugvelli og var flogið með Atlantic Airwais flugið var mjög fljótt og stutt tók ferðin rúma klukkustund

Við vorum sóttar á flugvöllinn og beið þar eftir okkur bílaleigubíllinn sem var okkar fararskjóti í ferðinni takið eftir númerinu á bílnum 123 vantar bara .is

 

Keyrðum við sem leið lá norður á við og byrjuðum á að koma við í Toftum í Navia ullarbúðinni sem er með færeysku ullina

Síðan ókum við til Runavik og komum  við í bútasaumsbúð litilli og sætri sem selur bæði efni í búta og fatasaum og allt sem til þarf sú eina í Færeyjum af sinni tegund

Fengum við mjög góðar móttökur þar  kaffi og meðlæti og auðvitað  versluðum líka eitthvað flott til að fara með okkur heim

Síðan keyrðum við til Larvik þar sem við áttum að búa í litlu og sætu húsi sem Jórunn systir Oddvör á hvíta húsið á myndinni er húsið okkar og bíllinn fyrir utan

 

þar komum við okkur fyrir og keyrðum síðan í Fuglafjörð þar sem okkur var boðið í dýrindis kvöldverðar  hjá Oddvör og Jogvan ekki áttum við að svelta þann daginn

María var okkar bílstjóri og tók hún sig vel út  við að keyra okkur enda vanur skólabílstjóri

Laugardagurinn hófst með því að við keyrðum til Fuglafjarðar snemma og byrjuðum á að koma okkur fyrir í Ribahúsi þar sem við áttum að sauma

 

Þangað komu um 15 konur flestar voru vanar að sauma en ekki bútasaum hann er ekki mikið þekktur en mikið saumaður fatnaður allskonar

 

Við vorum búnar að undirbúa og  sníða í nokkur verkefni eins og töskur skópoka skærahlífar nálapúða og nálabréf löbera pottaleppa svo eitthvað sé nefnt

svo vorum við með allskonar snið fyrir þær og þær gátu valið sér verkefni sem við hjálpuðumst að við að kenna þeim að sauma

 

Við vorum líka með sitt lítið af hverju sem við vorum búnar að sauma til áð sýna þeim  dúka allskonar vesi löbera og fleira

Við gáfum öllum konunum litla gjöf skærahlíf og tissjúveski sem við vorum búnar að sauma heima

 

einnig fengu gestgjafarnir þjóðlega veggmynd saumaða af okkur sem smá þakklæti fyrir alla fyrihöfnina

 

 

Áttum við yndislega góðan og skemmtilegan dag með þeim færeysku og gekk okkur bara nokkuð vel að gera okkur skyljanlegar og við að skylja þær

Veitingarnar voru af bestu gerð þennan daginn líka súpa og meðlæti

 

Seinna um daginn fórum  við skraddaralýsnar í smá ferðalag keyrðum til Klakksvík og áfram norðurá við í gegnum fullt af göngum bæði stórum og smáum mjóum og breiðum keyrðum við alveg eins langt norður eins og hægt var að komast til Viðarey

Við fengum okkur að borða í bakaleiðinni  hamborgarameð tilheyrandi á Hereford steikhús í Klakksvík

 
 

Um kvöldið bauð Sólrún okkur heim í kaffi

Veðrið var svo frábært heiðskýrt og sáum við svo vel öll fjöllin sem ekki er nú oft í Færeyjum logn og sól

Á sunnudeginum fórum við til Þórshafnar þá var farið að rigna og komin þoka

 Byrjuðum við á að  borða  bruns niður við höfnina á litlum sætum veitingarstað sem var með allskonar handverk

 

Næst skoðuðum við handverkssýningu hjá eldri borgurum og fengum að skoða alla aðstöðuna hjá þeim stórt og glæsilegt hús á 4 hæðum sem var gamall banki mjög skemmtilegt að koma þar og góðar móttökur

Síðan heimsóttum við  glerlistakonuna  Mikkalínu  þar var fjölbreytt og flott glerlistaverk allskonar gaman að koma þar

Því næst var okkur boðið í kaffi heim til Ingu systir Oddör ekki fórum við svangar þaðan svo flottar voru veitingarnar

 

Á leiðinni heim frá Þórshöfn þá rákumst við á skemmtilegt götuheiti og tilefni var  til að stoppa og taka mynd af okkur  gatan bar nafnið SKRADDARAGATA  skemmtileg tilviljun og vakti mikla kátínu í hópnum

 

Um kvöldið bauð Oddvör til kveðjuhófs  og fengum við að smakka skerpukjöt sem flestar kunnu að meta

Sýndi hún okkur myndir sem eru listaverk saumuð af henni

 

Þá var nú  komið að lokum þessarar ferðar sem leið allt of fljótt eins og alltaf þegar  gaman og skemmtilegt er 

Mánudagurinn rann upp og blásið til heimferðar með saknaðartárum þar sem allir dagarnir voru svo skemmtilegir en allt tekur þetta enda og við kanski eftir að fara aftur til Færeyja saman
 

 

Við flugum heim með þotu sem var stærri en þegar við fórum út og þurftum við að lenda á Keflavíkurflugvelli og komumst við þar í fríhöfnina til að versla tollinn

 Ferðin verður lengi höfð í mynnum okkar þvílikar móttökur og gestrisni í alla staði og eitt er víst að ekki lögðum við af  þessa daga
 

Allar komum við heim sælar og glaðar

Ástarþakkir til ykkar allra sem við kynntumst og tóku á móti okkur í Færeyjum

 

Myndir í albúmi

 

 

 

15.05.2014 14:56

Færeyjarferð

07.05.2014 17:14

Saumadagur með Ölfunum

Síðasta saumadaginn komu Ölfurnar í heimsókn til okkar og saumuðum við fram á kvöld

Áttum við notalega og skemmtilega stund með þeim

Alltaf er jafn gaman að hittast og sauma saman við lærum af hvor annari og miðlum

Buðum við þeim í kjötsúpu  með brauði og fl

Þetta var síðasti saumadagurinn hjá okkur þetta vorið

Myndir í albúmi

 

  • 1
Flettingar í dag: 305
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 44
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 273194
Samtals gestir: 38238
Tölur uppfærðar: 23.11.2024 20:40:10

Eldra efni



Umsjón með vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir

Nafn:

Skraddaralýs

Heimilisfang:

Hvalfjarðarsveit

Um:

Við erum hópur kvenna sem hittumst reglulega og saumum bútasaum Umsjón vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti
clockhere

Tenglar