Vatnaskógur 2023

atburður liðinn í

1 ár

8 mánuði

14 daga



Færslur: 2013 Október

30.10.2013 12:31

Endurnýttar gardínur verða að veglegri stikutösku

 

Eins og kom fram fyrir nokkru fluttum við úr húsnæði sem við vorum búnar að gera svo flottar gardínur sem þjónuðu engum tilgangi lengur

Upp kom hugmynd í haust áður en við fórum á Löngumýri að endurnýta gardínurnar og sauma tösku fyrir stikurnar og sniðamottuna okkar

Einn saumadag var hafist handa og hjálpuðumst við allar að og kláraðist taskan áður en við fórum í ferðina og eru stikurnar vel varðar

Þetta var skemmtilegt verkefni og sniðug hugmynd

Set myndir í albúm af saumaskapnum

 

30.10.2013 10:39

Saumadagur

Saumadagur var hjá okkur í gær og var góð mæting

 

Ákveðið var að sauma alla næstu þriðjudaga og hafa langan annan hvern þriðjudag og verður þá næsti langur

Vegna anna verður þá ekki langur laugardagur eins og fyrirhugað var 19 nóvember

Vorferð okkar Skraddaralúsa var ákveðin og stefnum við á að fara til Færeyja í Fuglafjörð þar sem við eigum heimboð og ætlum við að sýna þeim og kanski kenna eitthvað skemmtilegt og er fyrihugað að fara í apríl eða maí

Brynja kom og saumaði með okkur og kláraði hún teppið

 

Við erum að sauma í Heiðarskóla þar er mjög rúmgott og góð saumaaðstaða í borðsalnum

 

 

Næsti saumadagur verður þá næsta þriðjudag LANGUR

 

Nýjar myndir í albúmi

28.10.2013 17:40

Saumadagur

Næsti saumadagur er á morgun þriðjudaginn 29 október á sama tíma og stað eins og venjulega smiley

21.10.2013 11:02

Saumadagur

Við hittumst s.l þriðjudag og saumuðum á sama stað og venjulega

Við fengum gesti í heimsókn Oddvör frá Færeyjum sem kom til að sjá hvað við gætum kennt þeim í Færeyjum í bútasaum og Sólrún og Sara Björt komu með henni 

 

Svo kom Brynja Kjerúlf of saumaði með okkur

Tíminn líður svo hratt það líður senn að jólum áður en maður veit

Næsti saumadagur verður 29 október

Nýjar myndir í albúmi

14.10.2013 14:43

Saumadagur

Næsti saumadagur er á morgun þriðjudaginn 15 október

02.10.2013 20:05

Saumadagur 1 október

Við hittumst hressar og kátar og komnar í góðan saumagír eftir að hafa farið á Löngumýri smiley

Við fengum góða gesti Brynju og Maríu og barnabarn hennar í heimsókn alltaf gaman að fá gesti til okkar

 cheeky

Við saumuðum fram á kvöld ýmislegt er verið að sauma þessa dagana en það má ékki sýna það sem við saumuðum á Löngumýri fyrr en eftir að allar helgarnar þar eru búnar

Við ætlum að hittast aftur næsta þriðjudag þó það sé ekki skypulagður saumadagur því við erum komnar í mikið saumastuð og er gott að hittast þá og sauma saman yes

 

Myndir í albúmi

  • 1
Flettingar í dag: 405
Gestir í dag: 102
Flettingar í gær: 44
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 273294
Samtals gestir: 38274
Tölur uppfærðar: 23.11.2024 21:01:15

Eldra efni



Umsjón með vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir

Nafn:

Skraddaralýs

Heimilisfang:

Hvalfjarðarsveit

Um:

Við erum hópur kvenna sem hittumst reglulega og saumum bútasaum Umsjón vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti
clockhere

Tenglar