Þá erum við komnar heim eftir að hafa farið á okkar árlegu saumahelgi á Löngumýri í Skagafirði
Við María fórum á miðvikudegi en Birgitta Olga og Heiða komu á fimmtudag og suðurnesjalýsnar þrjár Ásta Gauja og Gerða
Við hittum okkar saumavinkonur úr Sprettunum og fleiri nýjar bættust í hópinn
Eins og alltaf er eitthvað óvænt á föstudagskvöld og laugardag og voru þetta mjög flott verkefni sem ekki má segja frá fyrr en eftir allar helgarnar
en við urðum ekki fyrir vonbrigðum því notagildið er mikið
Saumavélarnar fengu að vinna vel fyrir sínu en eitthvað erum við farnar að dala þvi úthaldið er ekki eins mikið og saumað fram á rauða nótt bara meiri afslöppun og spjall
Það er alltaf jafn notalegt að vera á Löngumýri og ekki sveltum við þessa daga veisla í hvert mál og svo er heiti potturinn ómissandi Á fimmtudag seinni partinn fórum við út á Sauðakrók og kíktum við í Skagfirðingabúð borðuðum svo í Ólafshúsi
Við vorum mjög heppnar með veður þessa daga
Ferðin okkar endar alltaf í Staðarskála með hamborgaraveislu
Við komum allar sælar og ánægðar heim með tilhlökkun að ári
Myndir í albúmi