Vatnaskógur 2023

atburður liðinn í

1 ár

8 mánuði

14 daga



Færslur: 2013 Apríl

26.04.2013 10:36

Húsafell

 

Við fórum um síðustu helgi í sumarbústað í Húsafelli og vorum þar frá fimmtudegi til sunnudags smiley

Við vorum svona eins og farfuglarnir komum og fórum á mismunandi tímum vantaði bara eina lús með í hópinn 

Eins og venjulega þá var saumað mikið alla þessa daga langt fram á kvöld og nótt

 

Við komum allar með einn pakka með okkur sem settur var í pott og svo var dregið og fengum við allar einn pakka cheeky

 

Svo var borðaður góður matur eins og heimagerð pizza dýrindis kjötsúpa og á laugardagskvöldið grilluðum við lambalæri með tilheyrandi fínheitum 

og varð ansi heitt þann daginn í kolunum blush

Göngutúrar og heiti potturinn eru ómissandi í svona ferðum

Veðrið var gott en mikið rok og kuldi og snjókoma allskonar veður eins og von getur verið á þessum tíma Ekki var hægt að setjast út á pall núna eins og í fyrra það var svo kalt þó svo að sólin hafi brosað þessa daga smiley

Þegar komið var í Húsafell þurftu þær María og Dísa að moka pallinn til þess að komast inn

 

Þetta var sennilega loka saumahittingurinn með saumavélarnar þennan veturinn

Nýjar myndir í albúmi

 

Við ætlum að hittast heima hjá Heiðu n.k mánudagskvöld og spjalla saman og hafa smá fund

26.04.2013 10:33

GLEÐILEGT SUMAR

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn smiley

Til ykkar allra sem fylgst hafa með okkur í vetur

13.04.2013 12:54

Saumanámskeið hjá Ásdísi Erlu

Við fórum suður í Garð á saumanámskeið hjá Ásdísi Erlu

Við lærðum að sauma bak og vatt einn löber nýjasta frá Dísuklúbbnum

Áttum við gott kvöld með skemmtilegum og hressum konum

Brunuðum við svo heim til að ná fyrir lokun Hvalfjarðarganganna

 

Nú í næstu viku er að skella á hjá okkur sumarbústaðaferðin í Húsafell

Nýjar myndir í albúmi

13.04.2013 12:52

Saumadagur í borg

María og Dísa fóru á saumadaga í borg hjá Bóthildi í mars

Saumuðu ´ær barnateppi með stjörnum og lærðu líka að sauma áttur

Í albúmi eru myndir frá þeim

04.04.2013 11:26

Ölfurnar saumadagur

Við fórum til Reykjavíkur s.l þriðjudag að sauma með Ölfunum smiley

Við vorum 4 sem fórum og mættum við kl 5 og saumuðum fram á kvöld

Alltaf er jafn gaman að hittast og sjá hvað aðrir eru að gera og læra eitthvað nýtt og bæta við fleiri hugmyndum í safnið yes

Takk kærlega fyrir okkur Ölfur smiley

Það er svo margt sem maður ætlar að gera og langar til en tíminn flýgur svo hratt núna það  er bara farið að styttast óðum saumadagarnir hjá okkur á þessum vetri 

Næsta þriðjudag ætlum við að fara í heimsókn til suðurnesjalúsanna og ætlum okkur að læra eitthvað nýtt þar smiley

Svo er það sumarbústaðurinn í Húsafelli 18 apríl yes

Nýjar myndir í albúmi

01.04.2013 23:16

Heimsókn

Á morgun ætlum við að sauma með Ölfunum og förum við suður til þeirra og mætum þar kl 17

Við saumum eitthvað ffram á kvöld

Við höfum verið að skyptast á heimboði sem er mjög gaman þá lærir maður alltaf eitthvað nýtt

  • 1
Flettingar í dag: 305
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 44
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 273194
Samtals gestir: 38238
Tölur uppfærðar: 23.11.2024 20:40:10

Eldra efni



Umsjón með vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir

Nafn:

Skraddaralýs

Heimilisfang:

Hvalfjarðarsveit

Um:

Við erum hópur kvenna sem hittumst reglulega og saumum bútasaum Umsjón vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti
clockhere

Tenglar