Við fórum um síðustu helgi í sumarbústað í Húsafelli og vorum þar frá fimmtudegi til sunnudags
Við vorum svona eins og farfuglarnir komum og fórum á mismunandi tímum vantaði bara eina lús með í hópinn
Eins og venjulega þá var saumað mikið alla þessa daga langt fram á kvöld og nótt
Við komum allar með einn pakka með okkur sem settur var í pott og svo var dregið og fengum við allar einn pakka
Svo var borðaður góður matur eins og heimagerð pizza dýrindis kjötsúpa og á laugardagskvöldið grilluðum við lambalæri með tilheyrandi fínheitum
og varð ansi heitt þann daginn í kolunum
Göngutúrar og heiti potturinn eru ómissandi í svona ferðum
Veðrið var gott en mikið rok og kuldi og snjókoma allskonar veður eins og von getur verið á þessum tíma Ekki var hægt að setjast út á pall núna eins og í fyrra það var svo kalt þó svo að sólin hafi brosað þessa daga
Þegar komið var í Húsafell þurftu þær María og Dísa að moka pallinn til þess að komast inn
Þetta var sennilega loka saumahittingurinn með saumavélarnar þennan veturinn
Nýjar myndir í albúmi
Við ætlum að hittast heima hjá Heiðu n.k mánudagskvöld og spjalla saman og hafa smá fund