Vatnaskógur 2023

atburður liðinn í

1 ár

8 mánuði

14 daga



Færslur: 2010 September

28.09.2010 12:30

Löngumýri

Þá erum við búnar að fara á Löngumýri þetta árið og alltaf er jafn gaman hjá okkur emoticon 

 Að mestu leiti er þetta sami hópurinn af konum allstaðar af landinu sem hittist þessa helgi árlega til þess að þenja saumavélarnar dag og nótt alveg eins og í formúlunni emoticon 
 
Við fóru 10 skraddaralýs í rútunni hennar Maríu norður og hún sem bílstjóri með dýrmætan farm drekkhlaðnar af faragri sem fyllti næstum því rútuna 8 sæti frá gólfi og upp í toppemoticon 

 Við stoppuðum á Blönduósi og fengum okkur að borða kvöldmat á pottinum og pönnunni 

 Komum að Löngumýri um kl 20 þá var byrjað  að finna sitt borð og taka upp saumavélina og tilheyrandi verkfæri til  að sauma langt fram á nótt og  ekki var slegið slöku við frekar en vanalegaemoticon 

 Við fengum mjög flott verkefni til að sauma þetta árið og var gaman að sjá mismunandi útkomu það var ekkert eins bara flott litadýrð emoticon emoticon 

 'Ovissuverkefnið litla var líka skemmtilegt  sem kemur að góðum notum hjá einhverjum

 Á laugardag seinni part dags var farið í heita pottinn með tilheyrandi skemmtun og um kvöldið var kvöldvaka og margar konur sýndu verk sín emoticon 

 Sunnudagurinn rann upp og var saumað framm yfir hádegi síðasti tíminn nýttur í botn hver mínúta emoticon 

 Það var varla tími til að taka matarhlé þessa dagana en við létum það ekki eftir okkur enda ekki hægt þar sem að það var veislumatur alla dagana hver öðrum betri morgumn hádegi kaffi og kvöldmatur alla dagana emoticon 

 Takk fyrir okkur elsku eldhúskonur þið eigið heiður skylið þið hugsið svo vel um okkur þessa daga emoticon 

 Tíminn leið svo hratt að helgin var búin áður en varði við þyrftum að bæta við einum degi það er svo margrt sem við ætlum okkur að geraemoticon 

 Kristrún Sísa og Nansý ástarþakkir fyrir okkur þetta er alltaf jafn gaman emoticon 

 Heimferðin gekk vel í miklu roki og rigningu enda drekkhlaðnar að bíllinn haggaðist ekki enda með frábæran og vanan bílstjóra knús á þig og ástarþakkir María okkar emoticon 

 Við stoppuðum í Staðarskála á leiðinni heim auðvitað til að fá okkur að borða ekki slegið slöku við í þeim málum emoticon 

 Heim komum við allar sælar og ánægðar eftir frábæra helgi með skemmtilegum konum strax farnar að hlakka til sama tíma að ári með bros á vör emoticon 

Myndir í albúmi 

23.09.2010 10:57

Ferðin á Löngumýri

Nú er komið að því í dagemoticon  að við brunum norður á Löngumýri í rútunni hennar Maríu ekki veitir af fyrir svona mikinn og dýrmætan farangur hún ætlar að vera bílstjóriemoticon 
Við leggjum af stað frá henni Dísu kl 3 tímanlega svo við verðum komnar fyrir myrkur því við verðum örugglega að stoppa á leiðinni eins og við erum vanar

 Við ætlum að eiga góða og skemmtilega helgi saman með saumaskap og líka afslöppun emoticon

23.09.2010 10:31

Árshátíð bútasaumsfélagsins

Árshátíð íslenska bútasaumsfélagsins sem varð 10 ára á þessu ári var með skemmtun á Hótel Sögu s.l laugardagskvöld  emoticon emoticon  

  Mættum við 5 hressar skraddaralýs   snemma á svæðið Dóra var bílstjórinn okkar þetta kvöld emoticon 

 Borðuðum við þennan fína mat með tilheyrandi rauðu og hvítu emoticon 

 Áttum við góða kvöldstund með hressum konum frá öllum landshlutum emoticon l

13.09.2010 10:50

Flott sýning

Við fórum 3 á opnun sýningarinnar bút fyrir bút í 30 ár í tilefnis 10 ára afmælishátíðar íslenska bútasaumsfélagsins þar er að sjá mjög flott verk sem gaman var að sjá Við erum stoltar af okkar konum Maríu og Dóru þær eiga báðar teppi á sýningunniemoticon  

Svo er það árshátíðin næsta laugardagskvöld á hótel Sögu og ætlum við nokkrar að fara þangaðemoticon

Næsti saumadagur er á morgun kl 3 á sama stað og venjulega og nú er það undirbúningur fyrir Löngumýri það er alveg að skella á ví ví ví gaman það er bara í næstu viku emoticon

01.09.2010 10:22

Saumadagur

Fyrsti saumadagur var í gær og hittumst við allar hressar og kátar eftir gott sumaremoticon

Við saumuðum allar eina stanley buddu sem María kenndi okkur aðferðina við svo hjálpuðum við henni að klára að sauma buddurnar fyrir íslenska bútasaumsfélagið sem veða til sölu á afmælissýningunni í septemoticon

Næsti saumadagur verður þriðjudaginn 7 september á sama stað og tíma eins og venjulega þá ætlum við að hita upp fyrir Löngumýri emoticon

  • 1
Flettingar í dag: 219
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 44
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 273108
Samtals gestir: 38197
Tölur uppfærðar: 23.11.2024 20:19:06

Eldra efni



Umsjón með vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir

Nafn:

Skraddaralýs

Heimilisfang:

Hvalfjarðarsveit

Um:

Við erum hópur kvenna sem hittumst reglulega og saumum bútasaum Umsjón vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti
clockhere

Tenglar