Við fórum í gær í ferðalag upp í Borgarfjörð 

 Við byrjuðum á því að heimsækja ullarselið á Hvanneyri þar er alltaf gaman að koma það er ekkert smá úrval af allskonar flottum vörum Sumar höfðu aldrei komið þangað það er sennilega og stutt frá okkur
 Við ætluðum að koma henni Sigrúnu K sem býr á Hvanneyri á óvart gera innrás til hennar en við komum bara að tómu húsi
 
  Síðan fórum við í heimsókn til Ásu Ólafsdóttir sem býr í Lækjarkoti   rétt fyrir ofan Borgarnes hún  er með vinnustofu þar og er margt skemmtilegt og fallegt  að gera  gaman að koma þar 
 
 Við enduðum með því að fá okkur að borða í Landnámsetrinu góðan mat með öllu tilheyrandi
 
  Þetta var mjög skemmtileg og góð ferð og sýndi okkur að það þarf ekki alltaf að fara langt til að gera sér glaðan dag þetta er bara í nágrenninu
 Ekki má gleyma bílstjóranum henni Maríu 

 hún fór á rútunni með okkur hún klikkar ekki við erum svo öruggar að hafa skólabílstjóra í okkar liði 
Þetta var síðasti hittingurinn á þessu vori þá er bara að láta sig hlakka til haustsins þegar við byrjum aftur að sauma saman  
 
   GLEÐILEGT SUMAR  
 
 