Vatnaskógur 2023

atburður liðinn í

1 ár

8 mánuði

14 daga



Færslur: 2008 Október

29.10.2008 10:29

Næsti saumadagur

Næsti saumadagur verður þriðjudaginn 11 nóvember kl 15 á sama stað og venjulega Þá erum við aftur komnar á rétt ról við erum búnar að vera svo duglegar að sauma í haust alltaf vikulega frá því að við byrjuðum Töskudagurinn heppnaðist vel og voru nokkrar töskur saumaðar með nútímalegu sniði og m. fl Við saumuðum frá kl 15-22 með stuttu matar og kaffi hlé ekki má gleyma að borða á svona dögum Nokkrar nýjar myndir eru komnar í albúm

29.10.2008 10:23

Heimboð

Okkur er boðið að koma á saumadag hjá Skagakonum laugardaginn 8 nóvember kl 10 hún Kristrún í quiltbúðinni kemur með eitthvað skemmtilegt.Takk fyrir þetta við ætlum nokkrar að mæta

23.10.2008 21:33

Töskudagur

Næsti saumadagur verður þriðjudaginn 28 okt kl 15 á sama stað og venjulega Við ætlum að hafa þetta langan dag og sauma framm á kvöld og þema dagsins er töskur og buddur Við erum búnar að safna allskonar sniðum til að velja úr og verður spennandi að sjá hver útkoman verður.

14.10.2008 22:12

Næsti saumadagur og nýjar myndir

Við saumuðum í dag og rifjuðum upp frá Löngumýri eins og sjá má á nýju myndunum í albúmi Við söknuðum hennar Maríuemoticon  þar sem hú er einhverstaðar í Frakklandi á ferðalagi og kanski búin að finna fullt af bútabúðumemoticon  þar hver veit. Svo er Heiða að fara líka út um helgina kanski finnur hún eitthvaðemoticon  þar það verður spennandi næsta saumadag að fá fréttir. Við fengum sendar þessar fínu myndir frá henni Þorgerði á Akureyri sem teknar voru á Löngumýri og bjargar hún alveg myndasíðunni okkar því mín vél klikkaði takk kærlega Þorgerður emoticon og vonandi hafið þið það gott þarna fyrir norðan Ég gleymdi að segja frá því að við lærðum á Löngumýri að prjóna tvo sokka á hringprjón sem er alger snilld og erum við komnar á fulla ferð með það svo fengum við líka dekur nudd og alskonar krem til að prufa frá volare takk fyrir þaðemoticon  við vorum alveg endurnærðar eftir það .Næsti saumadagur verður í Heiðarskóla næsta þriðjudag kl 15 emoticon

11.10.2008 14:33

Nýjar myndir

Nú eru komnar inn myndirnar frá Löngumýri en það vantar nokkrar inn koma seinna

09.10.2008 13:52

Næsti saumadagur

Næsti saumadagur verður þriðjudaginn 14 okt á sama stað og venjulega Nú er um að gera að halda áfram að sauma og rifja upp og kanski sauma koddaver eins og á Löngumýri Til ykkar suðurnesjalýs hvernig er þetta með myndirnar við verðum að fá að sjá hvað þið eruð að sauma

08.10.2008 10:39

Hópmynd

Eins og þið sjáið  til hægri á síðunni er lítil mynd af skraddaralúsum sem tekin var á Löngumýri Til að stækka hana er klikkað með músinni einu sinni Get ekki sett nöfnin inn á myndina en set þau hér

neðri röð t.v Selma  Sigrún Sól  Heiðrún  Gauja

efri röð t.v Dóra   Ásta   Dísa   María   Birgitta   Gerða

05.10.2008 22:10

FR'ABÆR SAUMAHELGI

Nú er lokið frábærri saumahelgi á Löngumýri hjá henni Kristrúnu í Quiltbúðinni emoticon emoticon Við komumst allar heilar heim alsælar með bros á vör en dálítil saknaðartár emoticon á kveðjustund þar sem við vorum búnar að vera saman síðan á fimmtudag. Ferðin okkar hófst í Bjarkarási þar sem bílarnir voru lestaðir búið var að skypta um farartæki og var farið á tveimur bílum patról og amerískum pallbíl og ekki veitti af undir allan farangurinn sem fylgdi okkur vá emoticon Veðrið var ágætt hæfði snjóað mikið fyrir norðan en vegirnir auðir svo vorum við með góða bílstjóra þær Maríu og Dóru  Við stoppuðum í nýja Staðarskála og fengum okkur næringu og héldum áfram för norður suðurnesjalýsnar komu aðeins á eftir okkur Þegar komið var á Löngumýri voru saumavélarnar drifnar upp úr töskunum með tilheyrandi fylgihlutum og var byrjað straks að sauma og sníða   saumað var  fram á nótt og byrjað aftur snemma  fram á nótt alla dagana  tíminn var sko nýttur alveg í botn Við lærðum svo margt nýtt sem nýtist okkur vel Við fórum í heita pottinn og slöppuðum vel af á milli og gáfum okkur tíma til að spjalla og kynnast og skoða hjá öðrum konum emoticon Ekki má gleyma stelpunum í eldhúsinu sem sáu um allar veitingarnar  til þess að við myndum ekki leggja af þessa dagana maturinn var svo góður emoticon .Elsku Kristrún Sísa og Auður ástarþakkir til ykkaremoticon  það er alltaf svo gaman að vera með ykkur á svona helgi við komum örugglega aftur. Til ykkar sem voru með okkur þessa helgi viljum við þakka góð og skemmtileg kynni emoticon Endilega kvittið ef þið kíkið við á síðunni okkar Myndirnar koma seinna í albúm

  • 1
Flettingar í dag: 405
Gestir í dag: 102
Flettingar í gær: 44
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 273294
Samtals gestir: 38274
Tölur uppfærðar: 23.11.2024 21:01:15

Eldra efni



Umsjón með vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir

Nafn:

Skraddaralýs

Heimilisfang:

Hvalfjarðarsveit

Um:

Við erum hópur kvenna sem hittumst reglulega og saumum bútasaum Umsjón vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti
clockhere

Tenglar