Við saumuðum í dag og rifjuðum upp frá Löngumýri eins og sjá má á nýju myndunum í albúmi Við söknuðum hennar Maríu
þar sem hú er einhverstaðar í Frakklandi á ferðalagi og kanski búin að finna fullt af bútabúðum
þar hver veit. Svo er Heiða að fara líka út um helgina kanski finnur hún eitthvað
þar það verður spennandi næsta saumadag að fá fréttir. Við fengum sendar þessar fínu myndir frá henni Þorgerði á Akureyri sem teknar voru á Löngumýri og bjargar hún alveg myndasíðunni okkar því mín vél klikkaði takk kærlega Þorgerður
og vonandi hafið þið það gott þarna fyrir norðan Ég gleymdi að segja frá því að við lærðum á Löngumýri að prjóna tvo sokka á hringprjón sem er alger snilld og erum við komnar á fulla ferð með það svo fengum við líka dekur nudd og alskonar krem til að prufa frá volare takk fyrir það
við vorum alveg endurnærðar eftir það .Næsti saumadagur verður í Heiðarskóla næsta þriðjudag kl 15