Vatnaskógur 2023

atburður liðinn í

1 ár

8 mánuði

14 daga



Færslur: 2008 Ágúst

27.08.2008 14:14

Skemmtilegt kvöld

Við hittumst allar hjá mér í gærkvöldi 100% mæting og var mjög gaman hjá okkur eins og vanalega Borðuðum við fiskisúpu a la Sigrún og smakkaðist hún það vel að uppskriftin kemur hér í lokin Mikið vorum við spenntar að byrja að sauma og helst ætlum við að gera allt sem okkur langar í því hugmyndirnar voru svo margar Sumar komu með það sem þær voru búnar að sauma síðan síðast sem sýndi að við höfum ekki bara verið í sólbaði í sumar nei alls ekki Nú ætlum við að byrja að sauma á næsta þriðjudag í Heiðarskóla kl 15 og þær fyrir sunnan byrja í hesthúsinu  þannig að nú fer allt á fullt hjá okkur Við vorum svo ákafar að það er búið að ákveða aðra saumahelgi á Vöðlum hjá Ástu og verður hún 8 janúar 2009 Nýjar myndir í albúmi Takk kærlega fyrir komuna stelpur þetta var mjög gaman kveðja Sigrún


  Fiskisúpan góða                                 

  150 gr lúða
150 gr ýsa  
150 gr rækjur
 
3 hvítlauksrif
3-4 gulrætur
1 stk laukur
1 rauð paprika
1 græn paprika
1 dós tómatpúrra
1 dós niðursoðnir tómatar
2 1/2 dl vatn
1 teningur fiskikraftur
1/2 teningur hænsnakraftur
1 tsk tandori masala (eða krydd)
1/4 tsk karrý
1/4 tsk hvítur pipar
6 stk sólþurrkaðir tómatar
4 msk mangó chutney
1 dl sæt chilisósa
500 ml matreiðslurjómi

steikja hvítlauk lauk papriku og gulrætur í olíu
restin sett út í og soðið niður
síðast er rjóminn og fiskurinn settur saman við

13.08.2008 15:29

Hittingur

Nú er búið að ákveðja fyrsta hitting haustsins 2008 það verður í Belgsholti þriðjudaginn 26 ágúst kl 20  eða viljið þið hafa það fyrr um daginn látið mig þá vita   Þá hittumst við og komum kanski með einhverjar hugmyndir og líka afrekstur sumarsins kíkjum á blöð og fl smá upphitun Dóra það hljóta að vera einhverstaðar til saumavélar til að lána þér þú færð ekkert frí frá okkur það verða einhver ráð með það  Núna líður tíminn hratt við förum bráðum á Löngumýri bara 49 dagar Hlakka til að sjá ykkur kv Sigrún

07.08.2008 10:41

Bráðum byrjar skemmtunin

Jæja stelpur núna fer að líða að fyrsta saumadeginum okkar eftir frábært sumar og mætum allar sólbrúnar og sælar fullar af orku og fjöri eins og vanalega .Við ætluðum að byrja að sauma um leið og skólinn byrjar svo það er bara alveg að koma að því Við erum örugglega allar farnar að hlakka til að hittast og byrja að saumaog spjalla.Sumar hafa verið eitthvað að sauma í sumar og set ég myndir í albúmið af því ef þið eruð með myndir þá endilega sendið til mín Núna þurfum við bara að ákveða hvaða dag við byrjum Kveðja Sigrún
  • 1
Flettingar í dag: 305
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 44
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 273194
Samtals gestir: 38238
Tölur uppfærðar: 23.11.2024 20:40:10

Eldra efni



Umsjón með vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir

Nafn:

Skraddaralýs

Heimilisfang:

Hvalfjarðarsveit

Um:

Við erum hópur kvenna sem hittumst reglulega og saumum bútasaum Umsjón vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti
clockhere

Tenglar