Vatnaskógur 2023

atburður liðinn í

1 ár

8 mánuði

14 daga



Færslur: 2008 Apríl

28.04.2008 14:33

Næsti saumadagur

Við ætlum að sauma á morgun þriðjudaginn 29 apríl kl 15 í Heiðarskóla og hafa þetta klárudag því næsti þriðjudagur fellur niður vegna heimsóknar Síðasta laugardag ´var hún María með sumanámskeið í Reykjavík hjá íslenska bútasaumsfélaginu að kenna að sauma ruslapoka Birgitta fór með henni til aðstoðar Við erum svo stoltar af þér María þú ert svo efnilegur kennari  og alltaf til í að leiðbeina okkur með allt þú ættir að fara að leggja þetta fyrir þig með námskeiðin Það eru nýjar myndir í albúmi

25.04.2008 13:07

GLEÐILEGT SUMAR

Vorferðin okkar tókst mjög vel Við tókum daginn snemma fimm saman og ferðinni var haldið suður með sjó í heimsókn í hesthúsið á Mánagrund í Keflavík þar sem þær suðurnesjalýs tóku á móti okkur með glæsibrag þær eru með aðstöðu á loftinu hjá Gerðu til að sauma Þar er er allt til alls hægt að elda sauma og jafnvel gista ef þess er þörf svo er líka gott að geta farið niður og gefið hestunum smá knús  .Við áttum saman skemmtilegan og góðan dag mikið hlegið enda harðsperrur í maganum í dag Við fórum ekki með saumavélarnar í þetta sinn heldur var saumað í höndum eða heklað og prjónað og skoðuð blöð skemmtileg tilbreytni hjá okkur.Við gerðum hlé á saumaskapnum og skoðuðum menninguna í Keflavík fórum í Duushús og skoðuðum glerlist hjá Iceglass þar sáum við hvernig lítill fugl var mótaður Síðan skoðuðum við kertagerð hjá jöklaljósi Við fórum klifjaðar út frá báðum stöðum eins og okkur er líkt þegar eitthvað er hægt að kaupa Það var eins gott að við skyldum saumavélarnar eftir heima annars hefðum við þurft að fá lánaða kerru ha ha ha Þegar við fórum heim komun fórum við í Garðinn og skoðuðum föndrið hjá eldri borgurum þar sem systur Sigrúnar þær Sigurborg og Ingibjörg sjá um Dagurinn var allt of fljótur að líða eins og venjulega við vorum komnar heim fyrir miðnætti saddar og sælar eftir allar kræsingarnar Elsku Gerða ástarþakkir fyrir okkur þetta er skemmtilegt hesthús sem þið eigið og nýtist í margt

23.04.2008 14:32

Nýjar myndir í albúmi

Setti inn  nýjar myndir frá  saumadegi í gær Við vorum 7 mættar en ein fylgdist með okkur öðru hvoru hún var í húsinu að sinna öðrum verkum Við saumuðum til kl 21.30 við vorum komnar í það mikið stuð þegar leið á daginn María var að sauma þessa fínu tösku hún er alltaf að hanna eitthvað nýtt það verður spennandi að sjá hana á morgun

23.04.2008 12:52

Sumarið að koma

Á morgun sumardaginn fyrsta ætlum við í ferðaklúbbi Skraddaralúsa að leggja í ferð á Suðurnesin ferðinni er haldið í hesthúsið hjá henni Gerðu og leggjum við af stað frá sláturhúsinu við Laxá kl 9 ekki ætlum við að hafa saumavélarnar með heldur bara hafa með eitthvað í höndunum Hlökkum til að hitta ykkur suðurnesjalýs  

16.04.2008 19:44

Ýmislegt fyrir bútasaum

Ég var í Reykjavík að skoða úrvalið af tvinna og fleira hjá B.Ingvarssyni á Bíldshöfða 18 í Reykjavík hann auglýsti í bútasaumsblaðinu og er að byrja með vörur fyrir bútasaum hann er með mikið úrval af tvinna á góðu verði fékk litaspjöld hjá honum svo er hann líka með quiltsaumavél sem ég held að sé mjög sniðug Setti inn linkinn á síðuna okkar hér til hliðar

13.04.2008 22:28

Næsti saumadagur

Næsti saumadagur verður í Heiðarskóla þriðjuaginn 22 apríl kl 15  Vá hvað tíminn líður hratt fer bráðum að koma sumar þannig að nú verðum við að fara að sauma hratt það sem er óklárað hjá okkur þessa önn  Við erum flottar í frásögn um klúbbinn okkar í blaðinu hjá íslenska bútasaumsfélaginu vantaði bara að segja frá heimasíðunni okkar Svo fer að styttast í heimsóknina til ykkar suðurnesjalýs

02.04.2008 22:22

Næsti saumadagur

Næsti saumadagur verður í Heiðarskóla þriðjudaginn 8 apríl kl 15 sami tími og venjulega.    Loksins Loksins er komin skýring á þessum breytingum það er verið að breyta uppfærslum á vefnum því hann er svo mikið notaður vonandi verður þetta komið í lag í næstu viku. Við stefnum á að heimsækja ykkur Suðurnesjalýs á sumardaginn fyrsta hlökkum til að sjá ykkur   Svo er búið að panta fyrir hópinn allan á Löngumýri í haust 2-5 okt byrja á fimmtudegi þannig að er nóg spennandi framundan
  • 1
Flettingar í dag: 405
Gestir í dag: 102
Flettingar í gær: 44
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 273294
Samtals gestir: 38274
Tölur uppfærðar: 23.11.2024 21:01:15

Eldra efni



Umsjón með vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir

Nafn:

Skraddaralýs

Heimilisfang:

Hvalfjarðarsveit

Um:

Við erum hópur kvenna sem hittumst reglulega og saumum bútasaum Umsjón vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti
clockhere

Tenglar