Þetta árið fórum við fáar á Löngumýri sem er búið að vera árlega hjá okkur
María og Dísa fóru helgina 19-21 sep og ég Sigrún fór helgina 23-26 sept með Brynju Kjerúlf
Það er alltaf jafn gaman að vera á Löngumýri heila helgi og hitta konur allstaðar af á landinu sem eru með sömu bútapest og við
Að þessu sinni var óvissuverkefnið flott teppi eftir GE design Guðrúnu Erlu
Gjöfin var snyrtibudda og kennsla við að sauma rennilás í
Að venju erum við ekki látnar svelta á svona helgum maturinn stendur alltaf fyrir sínu að hætti eldabusknanna á Löngumýri og klikkar aldrei
Þær stöllur Kristrún og Sísa standa alltaf sína vakt og eru alltaf tilbúnar að hjálpa og eru mjög ráðagóðar og hika ekki við að hjálpa við uppsprettur ef á þarf að halda
Svo má ekki gleyma að minnast á skemmtikraftana Gunnar og Jón þeir koma á kvöldvökuna og sjá til þess að kitla hláturtaugarnar
Takk fyrir þessar helgar sem eru alltaf jafn góðar og skemmtilegar
Myndavélin mín klikkaði svo það koma inn myndir seinna sem teknar voru