Við fórum í okkar árlegu vorferð á s.l þriðjudag
Ferðin var farin um Snæfellsnes á rútunni hennar Maríu
Við erum svo heppnar að hafa rútubílstjóra með okkur í hópnum hana Maríu svo við getum alltaf verið allar saman þegar við bregðum undir okkur betri fætinum viðð vorum 7 í þessa ferð og einn
Við keyrðum fyrst í Grundarfjörð og fengum okkur kaffi og meðlæti á kaffi 59
Fórum svo og heimsóttum Rifssaum hjá Katrínu Gísladóttir á Rifi hún er ein af okkar saumavinkonum frá Löngumýri og er með litla krúttlega búð þar með allskonar flottum vörum til prjóna og fleira fórum við ekki tómhentar þaðan út frekar en við erum vanar skraddaralýsnar keyptum sitt lítið af hverju í poka
Næst fórum við til Ólafsvíkur á bútasaumssýningu hjá Jöklaspori þar sem sýning var á verkum þeirra mjög flott sýning tóku þær á móti okkur með kaffi og bakkelsi takk fyrir okkur stelpur það var mjög gaman að hitta ykkur og kynnast hressum bútasaumskonum eins og alltaf er kátt á hjalla meðal þeirra og sameiginlegt áhugamál rætt þ.e BÚTASAUMUR
Næst fórum við heim til Diddu Jónu dóttir hennar Maríu og tóku þau hjónin á móti okkur í mat frábærri fiskisúpu með heimabökuðum bollum og í eftirétt fengum við dýrindis ekta súkkulaðiköku með rjóma og kaffi ástarþakkir fyrir okkur
Heim komum við saddar og alsælar eins og sést hér á lýsingunni eftir góðan dag