Nú er lokið hinni frábæru saumahelgi á Löngumýri sem alltaf heppnast jafn vel og enginn verður fyrir vonbrigðum það er bara ekki hægt Það er svo mikið sem við lærum og saumum alltaf eitthvað nýtt og spennandi.
Við fórum norður á fimmtudegi og byrjað var að sauma strax og komið var í hús það hefði verið gaman að telja klukkutímana sem við sátum við saumavélarnar því þær fengu bara smá nætursvefn alla dagana en voru samt ekkert þreyttar
Það er líka gaman að kynnast öðrum konum sem hafa sama áhugamál og við skyptast á skoðunum og skoða hjá hvor annari.
Við skraddaralýsnar þökkum öllum þeim konum sem voru með okkur fyrir skemmtilega samveru þessa daga þá sérstaklega þeim Kristrúnu og Sísu sem alltaf leggja svo mikið til handa okkur skemmtileg óvissa
Ekki má gleyma konunum í eldhúsinu sem sáu um að halda lífi í okkur með þessum frábæru veitingum takk fyrir okkur
Það var ógleymanleg stund að fara í Miklabæjarkirkju og sjá altaristeppið úr bútasaum ekkert smá flott og þvílík vinna lögð í það
Allir sem leið eiga um Skagafjörðinn ættu að gefa sér tíma til að skoða þetta lystaverk
En við erum búnar að panta á sama tíma að ári og erum strax farnar að hlakka til .
Næsti saumadagur verður í Heiðarskóla á næsta þriðjudag kl 15
Nýjar myndir í albúmi mig langar að biðja ykkur sem þekkið konurnar sem eru ekki nafngreindar á myndunum að setja nöfnin við þær myndir ég man ekki öll nöfnin á ykkur takk fyrir