Nú er lokið frábærri saumahelgi á Löngumýri hjá henni Kristrúnu í Quiltbúðinni Við komumst allar heilar heim alsælar með bros á vör en dálítil saknaðartár á kveðjustund þar sem við vorum búnar að vera saman síðan á fimmtudag. Ferðin okkar hófst í Bjarkarási þar sem bílarnir voru lestaðir búið var að skypta um farartæki og var farið á tveimur bílum patról og amerískum pallbíl og ekki veitti af undir allan farangurinn sem fylgdi okkur vá Veðrið var ágætt hæfði snjóað mikið fyrir norðan en vegirnir auðir svo vorum við með góða bílstjóra þær Maríu og Dóru Við stoppuðum í nýja Staðarskála og fengum okkur næringu og héldum áfram för norður suðurnesjalýsnar komu aðeins á eftir okkur Þegar komið var á Löngumýri voru saumavélarnar drifnar upp úr töskunum með tilheyrandi fylgihlutum og var byrjað straks að sauma og sníða saumað var fram á nótt og byrjað aftur snemma fram á nótt alla dagana tíminn var sko nýttur alveg í botn Við lærðum svo margt nýtt sem nýtist okkur vel Við fórum í heita pottinn og slöppuðum vel af á milli og gáfum okkur tíma til að spjalla og kynnast og skoða hjá öðrum konum Ekki má gleyma stelpunum í eldhúsinu sem sáu um allar veitingarnar til þess að við myndum ekki leggja af þessa dagana maturinn var svo góður .Elsku Kristrún Sísa og Auður ástarþakkir til ykkar það er alltaf svo gaman að vera með ykkur á svona helgi við komum örugglega aftur. Til ykkar sem voru með okkur þessa helgi viljum við þakka góð og skemmtileg kynni Endilega kvittið ef þið kíkið við á síðunni okkar Myndirnar koma seinna í albúm