Vatnaskógur 2023

atburður liðinn í

1 ár

1 mánuð

27 daga



07.09.2021 18:27

Saumahelgi á Laugarbakka

Við fórum 3 úr okkar hópi á saumahelgi hjá Bóthildi á Laugarbakka í Miðfirði helgina 3-5 september 

Mikið var saumað tvö verkefni voru í boði frá Bóthildi stjörnufans dúkur og löber og eyrnastór teppi 

40 konur voru þarna og saumuðu 

Flott hótel og góð aðstaða Góður matur 

Myndir í albúmi 

07.09.2021 18:19

Fyrsti saumadagur í Miðgarði

Við byrjuðum vetrarstarfið  í dag 

Við fluttum okkur úr Fannarhlíð 17 ágúst þar sem við höfum verið í nokkur ár með aðstöðu til að sauma 

Nú saumum við í Miðgarði og komum okkur vel fyrir þar í dag 

Við saumum hálfsmánaðrlega á þriðjudögum byrjum kl 14 og saumum fram eftir degi

Raðað var niður á daga hverjar sæu um kaffið í hver sinn

María Lúísa Selma 21. september

Svana Sigrún 5. október

Birgitta Edda Soffía 19. nóvember

Inga Brynja 2. nóvember

Dísa Olga 16. nóvember

Heiða Mæja Sig 30. nóvember

Desember er óskrifað blað.??

 

Næsti saumadagur verður 21 sepember 

22.04.2021 11:36

Gleðilegt sumar

GLEÐILRGT SUMAR 

Það er langt síðan var bloggað síðast En nú verður bót á því 

Við höfum ekki komið oft saman til að sauma vegna Covid 19 

Saumadagar hjá okkur eru fáir á þessu ári en við reynum að hittast þega vel stendur á 

Við skelltum okkur í sumarbústað í Kjósinni eina helgi í mars Það var notaleg samvera með saumaskap og afslöppun í góðu veðri 

Saumadagur var hjá okkur 20 apríl í Fannarhlíð eins og vanalega og var góð mæting 

Næsti saumadagur er fyrihugaður 4 maí 

Set nokkrar myndir frá starfinu í albúm 

18.01.2021 16:21

Nú loksins hittumst við eftir langt hlé vegna Covids 

Við hittumst í Fannahlíð s.l þriðjudag og saumuðum Góð mæting 

Mikið var gaman að hittast og byrja aftur mikið spjallað 

Næsti saumadagur verður 26 janúar 

Passað var upp á allar sóttvarnir og farið eftir reglum 

09.09.2020 12:53

Saumadagur 8 september

Fyrsti saumadagur var hjá okkur í gær og vorum við allar mættar 13 

Ákveðið var að fara í sumarbústað í Grímsnesinu 2-4 október 

Olga og Gulla voru með kaffið 

næsti saumadagur verður 22 september 

09.09.2020 12:49

Vetrarstarfið

Við byrjuðum vetrarstarfið með því að hittast í Fannarhlíð og ræða um saumadaga og hvað væri á dagskrá 

Ný stjórn tók við af Maríu Sig og Eddu Soffíu og eru núna María Lúísa og Svana 

Hugmynd kom með að fara í sumarbústað í haust 

Byrjað að sauma þriðjudaginn 8 sept 

 

08.09.2020 15:18

02.09.2020 17:43

01.03.2020 18:23

Vatnaskógur 2020

Saumahelgi var hjá okkur í Vatnaskógi helgina 28 febrúar til 1 mars í góðu veðri 

Við vorum 14 sem mættum var þetta mjög góð helgi og notaleg eins og alltaf í Vatnaskógi Mikið saumað um helgina 

Mikið dekrað við okkur í öllu ekki vorum við svangar þessa helgina strákarnir sem elduðu sáu alveg um það 

Við horfðum á saumgvakeppnina á risaskjá við undirleik saumavélanna 

Óvænt uppákoma var eftir keppnina þar sem strákarnir kokkarnir komu með leikþátt og fluttu með glæsibrag sprenghlæginlegan við ætluðum aldrei að geta hætt að hlæja eftir hann 

Helgin var allt og fljót að líða eins og alltaf 

Við kvöddum skóginn um kaffileitið allar sælar og glaðar 

01.03.2020 18:15

Saumadagar

Við byrjuðum að sauma 28 janúar og saumuðum heima hjá Heiðu á Miðfelli því við vorum svo fáar 

Næsti saumadagur var svo í Fannarhlíð 11 febrúar  var það fyrsti saumadagurinn þar 

Svo var saumadagur 25 febrúar í Fannarhlíð umdirbúningur fyrir vatnaskóg 

Næsti saumadagur verður 10 mars 

Myndir í albúmi 

13.12.2019 12:49

Saumadagar

Síðustu saumadagarnir á þessu ári voru 13 og 27 nóvember í Fannarhlíð

Langur saumadagur var hjá okkur í nóvember byrjuðum við að sauma kl 12 og saumuðum fram á kvöld til 21

Pöntuðum pizzur í kvöldmatinn frá Akranesi 

Jólafundurinn var haldinn á Miðfelli hjá Heiðu Við fengum lítið jólahlaðborð með öllu tilheyrandi forétti aðalrétti og desert mjög góður matur frá Kaupfélaginu á Akranesi 

Við vorum með jólapakka allar komu með einn pakka svo var dregið og fengu allar pakka 

Vetrarstarfið er búið að vera fjölbreytt og skemmtilegt og mikið saumað 

Hlakkar okkur til næsta árs með saumahelgi í Vatnaskógi í mars og utanlandsferð til USA í október og margt fleira 

Skraddaralýs óska öllum gleðilegra jóla og farsælds komandi árs 

Við byrjum að sauma á nýju ári 14 janúar 

 

Myndir í albúmi

23.10.2019 22:42

Saumadagar

Við hittums hálfs mánaðarlega í Fannarhlíð og saumum

Við komum með kaffi til skiptis og drekkum saman 

Saumum eftir því hvernig liggur á okkur í hvert sinn 

Við ætlum að hafa langan saumadag þriðjudaginn 19 nóvember 

Næsti saumadagur er 5 nóvember

Myndir í albúmi 

23.10.2019 22:40

23.10.2019 22:39

16.09.2019 21:06

Vetrarstarfið

Nú er hauststarfið byrjað hjá okkur eftir frábært og gott sumar 

Edda Soffía bauð okkur heim til sín og ræddum við vetrarstarfið og settum niður saumadaga 

Við byrjuðum að sauma þriðjudaginn3 september og svo aftur 10 sept síðan saumum við hálfs mánaðarlega 

Við hittumst og saumum í Fannarhlíð eins og vanarlega byrjum kl 14 og saumum fram eftir degi

Veturinn lofar góðu og allar í saumastuði 

Næsti saumadagur verður 24 september 

Nýjar myndir í albúmi

Flettingar í dag: 409
Gestir í dag: 84
Flettingar í gær: 115
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 184671
Samtals gestir: 26204
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 23:04:04

Eldra efni



Umsjón með vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir

Nafn:

Skraddaralýs

Heimilisfang:

Hvalfjarðarsveit

Um:

Við erum hópur kvenna sem hittumst reglulega og saumum bútasaum Umsjón vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti
clockhere

Tenglar