Vatnaskógur 2023

atburður liðinn í

1 ár

1 mánuð

27 daga



09.04.2017 20:34

Saumadagar í mars og apríl

Við hittumst alltaf annan hvern þriðjudag í Fannahlíð og saumum saman frá kl 14- c.a 19

Við erum búnar að afhenda íslenska bútasaumsfélaginu tvö hetjuteppi sem við saumuðum allar saman og var quiltað hjá Guðrúnu

Það er misjafnt hvað við erum að sauma og er alltaf skemmtilegt að sjá ný stykki skapast

Næsti saumadagur er 18 apríl

Nokkrar myndir í albúmi

14.03.2017 21:36

Saumahelgi Vatnaskógi mars 2017

 

 

Saumahelgi í Vatnaskógi 10-12 mars 

 

 

Við vorum með saumahelgi í Vatnaskógi um s.l helgi

Jón hennar Heiðu sá um að riðja snjónum svo við kæmumst uppeftir 

Þar voru  14 konur mættar kl 16 á föstudeginum og voru saumavélarnar straks settar á fullt

Mikið var saumað  þessa helgina og saumavélarnar varla stoppuðu eins og venja er á svona helgum

Það er frábær aðstaða í Vatnaskógi til alls og vel hugsað um okkur alltaf nýbakað bakkelsi hjá þessari ungu dömu

 

Mikill og góður matur hjá unga fólkinu sem sá um eldamennskuna og ekki sveltum við þessa helgina það er alveg á hreinu

 
 

Við saumuðum fram að kvöldkaffi bæði kvöldin og settumst svo við hannyrðir og spjall fram á nótt

Heimferð var um kl 15  á sunnudeginum Sælar lögðum við heim á leið í góðu veðri og búið að hlána mikið snjónum

Myndir í albúmi

 

15.02.2017 12:00

Saumadagur 7 febrúar

Við hittumst eins og venjulega þriðjudaginn 7 febrúar og saumuðum

Verkefnið okkar er núna þessa dagana samsaumur á hetjuteppum og barnateppum í gjafir

Þetta er mjög skemmtilegt verkefni þegar allar hjálpast að með að sniða og sauma

Kemur síðar í ljós hverjir eru heppnir

Ákveðiin var saumahelgi í Vatnaskógi 10-12 mars n.k

Næsti saumadagur er 21 febrúar

Nýjar myndir í albúmi

29.01.2017 15:41

Saumadagur 24 janúar

Við saumuðum saman s.l þriðjudag í Fannahlíð eins og venjulega og var góð mæting

Nú erum við að sauma allar saman hetjuteppi og fleiri úr alls konar afgöngum mjög spennandi að sjá hver verður útkoman

Það er gaman þegar við erum allar að sauma sama verkið og láta einhvern njóta þess hver sem það verður er óvíst

Næsti saumadagur verður 7 febrúar

Myndir koma seinna

11.01.2017 23:36

Fyrsti saumadagur á nýju ári

Við hittumst s.l þriðjudag og var vekefnið okkar að gera teppi sem allar sauma saman hetjuteppi

Við vorum komnar með margs konar efni til að vinna úr og verður spennandi að sjá hver útkoman verður

Framhald á næsta saumadegi 24 janúar

07.01.2017 10:45

GLEÐILEGT N'YTT 'AR

GLEÐILEGT N'YTT ÁR

Nú er komið nýtt ár og þá er að halda áfram að sauma og skapa eitthvað skemmtilegt

Við enduðum á liðnu ári með því að hittast hjá Selmu og borða góðan jólamat frá Galito Akranesi

Við skiptumst á jólapökkum sem er alltaf gaman og áttum við góða stund saman

Við fórum á undan í heimsókn til Þórdísar Björnsdóttur og skoðuðum það sem hún hafði upp á að bjóða gamla saumadótið hennar

Fyrsti saumadagur er hjá okkur næsta þriðjudag kl 14 í Fannahlíð

Nokkrar nýjar myndir í albúmi frá fyrra ári 

 

17.11.2016 22:33

Langur saumadagur

Við hittumst sl þriðjudag og vorum með langan saumadag 

 

Byrjuðum að sauma kl 14 og vorum til 21 hættum fyrr en við ætluðum vegna veðurs fyrsti snjórinn og vetrarlægðin

Við vorum að sauma ymislegt fyrir jólin 

 

Saumuðum jólastjörnuna flottu hjálpuðumst að við það

Nú styttist hjá okkur og næsta saumadag 29 nóvember er síðasti saumadagur fyrir jól

Síðan verður jólafundur6 desember

Nýjar myndir í albúmi

 

12.11.2016 23:46

saumadagur 1 nóv

Venjulegur saumadagur var hjá okkur þennan dag

Við saumum alltaf frá kl 14 og fram eftir degi fer eftir hvað við erum í miklu saumastuði

Næsti saumadagur 15 nóv  verður langur og ætlum við að sauma fram á kvöld eins og úthald okkar leyfir

 

12.11.2016 23:38

Sýning Skraddaralúsa á Vökudögum á Akranesi

Við vorum beðnar um að taka þátt í vökudögum á Akranesi og halda sýningu á mununum okkar

Við samþykktum það og settum upp flotta sýningu á dvarheimilinu Höfða með allt frá stórum og litlum hlutum 

Sýningunni var tekið vel og komu margir að skoða og dáðst að verkunum okkar sem var í tæpa viku

Það sást á sýningunni hvað við höfum verið duglegar í allskonar framleiðslu ekki slegið slöku við í þessum hópi

Myndir frá sýningunni í albúmi

12.11.2016 23:27

12.11.2016 23:27

Saumadagar 17 okt hjá N4

Saumadagurinn 17 okt var dálítið öðruvísi en vanalega 

Við fengum heimsókn frá sjónvarpstöðinni N4 sem tók myndir af vinnu okkar og viðtal við okkur Maríu Lúisu

Þau vildu fá að vita allt og læra um bútasaum 

Það var gaman að fá þau í heimsókn til okkar og vilja kynna sér bútasaum því hann er á undanhaldi á Íslanndi

Þátturinn var svo sýndur á N4 31 okt 

Hér til hægri á síðunni má sjá þáttinn

 

 

08.10.2016 15:35

Saumadagar

Nú erum við búnar að hittast 3 sinnum til að  sauma 

Við byrjum kl 14  annan hvern þriðjudag og saumum fram til kl 19 stundum lengur ef við erum í stuði

Við erum 11 sem eru í hópnum núna og hefur verið góð mæting þó mikið sé um utanlandsferðir hjá okkur þessa dagana

Við hjálpumst  að sjá um kaffið og meðlætið 2 í einu  í hvert sinn 

Það fóru 3 úr hópnum á Örkina á saumahelgi 

Nokkrar mættu á fundinn hjá íslenska bútasaumsfélaginu og er það alltaf 

Ákveðið var að hafa saumahelgi hjá okkur næsta vor 7-9 apríl

Hún Inga Guðjóns er með flotta sýningu á sínum munum í Fannahlíð núna um helgina

 

Næsti saumadagur er 18 október

nýjar myndir í albúmi

 

05.09.2016 17:43

Fysti saumadagur að hausti

Við erum að hefja vetrarstarfið eftir frábært sólarsumar og ætlum að byrja á morgun í Fannahlíð kl 14

Inga bauð okkur heim til sín 1 september og ræddum við vetrarstarfið og settum niður saumadaga 

Við ætlum að sauma annan hvern þriðjudag 

Það var gaman að heimsækja hana og skoða myndaskapinn í saumaskapnum 

Takk fyrir að bjóða okkur heim Inga

Þá er bara að taka fram verkefnin og saumavélina og hefjast handa

 

 

02.05.2016 09:34

GLEÐILEGT SUMAR

Þá fer að líða að seinni hluta hjá okkur með saumamennskuna

Það eru búnir að vera saumadagar 5 og 19 apríl hjá okkur og set ég hér inn myndir frá þeim

Saumahelgi var í Vatnaskógi fyrstu helgina í apríl og voru um 20 konur sem mættu 

Gestir okkar voru Ölfurnar og saumavinkonur úr Borgarnesi

Mikil og góð helgi sem allar voru sammála um og vilja endurtaka

Við fórum 4 úr okkar klúbbi í vorferð hjá íslenska bútasaumsfélaginu sem var um Suðurland og var vel heppnuð

 

Myndir í albúmi segja sitt hvað alltaf er gaman að sauma

Næsti og síðasti saumadagur er á morgun þriðjudag

04.04.2016 21:44

Saumadagur í mars

Hér set ég inn síðbúið blogg frá síðasta saumadegi í mars

Ýmislegt var saumað þann daginn

Saumahelgin að skella á í Vatnaskógi og margt þarf að ræða fyrir þá helgi 

 

Næsti saumadagur er á morgun 5 apríl 

Myndir í albúmi

Flettingar í dag: 409
Gestir í dag: 84
Flettingar í gær: 115
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 184671
Samtals gestir: 26204
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 23:04:04

Eldra efni



Umsjón með vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir

Nafn:

Skraddaralýs

Heimilisfang:

Hvalfjarðarsveit

Um:

Við erum hópur kvenna sem hittumst reglulega og saumum bútasaum Umsjón vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti
clockhere

Tenglar