Vatnaskógur 2023

atburður liðinn í

1 ár

1 mánuð

28 daga



30.10.2013 12:31

Endurnýttar gardínur verða að veglegri stikutösku

 

Eins og kom fram fyrir nokkru fluttum við úr húsnæði sem við vorum búnar að gera svo flottar gardínur sem þjónuðu engum tilgangi lengur

Upp kom hugmynd í haust áður en við fórum á Löngumýri að endurnýta gardínurnar og sauma tösku fyrir stikurnar og sniðamottuna okkar

Einn saumadag var hafist handa og hjálpuðumst við allar að og kláraðist taskan áður en við fórum í ferðina og eru stikurnar vel varðar

Þetta var skemmtilegt verkefni og sniðug hugmynd

Set myndir í albúm af saumaskapnum

 

30.10.2013 10:39

Saumadagur

Saumadagur var hjá okkur í gær og var góð mæting

 

Ákveðið var að sauma alla næstu þriðjudaga og hafa langan annan hvern þriðjudag og verður þá næsti langur

Vegna anna verður þá ekki langur laugardagur eins og fyrirhugað var 19 nóvember

Vorferð okkar Skraddaralúsa var ákveðin og stefnum við á að fara til Færeyja í Fuglafjörð þar sem við eigum heimboð og ætlum við að sýna þeim og kanski kenna eitthvað skemmtilegt og er fyrihugað að fara í apríl eða maí

Brynja kom og saumaði með okkur og kláraði hún teppið

 

Við erum að sauma í Heiðarskóla þar er mjög rúmgott og góð saumaaðstaða í borðsalnum

 

 

Næsti saumadagur verður þá næsta þriðjudag LANGUR

 

Nýjar myndir í albúmi

28.10.2013 17:40

Saumadagur

Næsti saumadagur er á morgun þriðjudaginn 29 október á sama tíma og stað eins og venjulega smiley

21.10.2013 11:02

Saumadagur

Við hittumst s.l þriðjudag og saumuðum á sama stað og venjulega

Við fengum gesti í heimsókn Oddvör frá Færeyjum sem kom til að sjá hvað við gætum kennt þeim í Færeyjum í bútasaum og Sólrún og Sara Björt komu með henni 

 

Svo kom Brynja Kjerúlf of saumaði með okkur

Tíminn líður svo hratt það líður senn að jólum áður en maður veit

Næsti saumadagur verður 29 október

Nýjar myndir í albúmi

14.10.2013 14:43

Saumadagur

Næsti saumadagur er á morgun þriðjudaginn 15 október

02.10.2013 20:05

Saumadagur 1 október

Við hittumst hressar og kátar og komnar í góðan saumagír eftir að hafa farið á Löngumýri smiley

Við fengum góða gesti Brynju og Maríu og barnabarn hennar í heimsókn alltaf gaman að fá gesti til okkar

 cheeky

Við saumuðum fram á kvöld ýmislegt er verið að sauma þessa dagana en það má ékki sýna það sem við saumuðum á Löngumýri fyrr en eftir að allar helgarnar þar eru búnar

Við ætlum að hittast aftur næsta þriðjudag þó það sé ekki skypulagður saumadagur því við erum komnar í mikið saumastuð og er gott að hittast þá og sauma saman yes

 

Myndir í albúmi

30.09.2013 11:38

Saumadagur

Næsti saumadagur er á morgun þriðjudaginn  1 október í Heiðarskóla kl 15

Við sem fórum á Löngumýri komum með það sem við saumuðum þar smiley

24.09.2013 22:39

Löngumýri

Þá erum við komnar heim eftir að hafa farið á okkar árlegu saumahelgi á Löngumýri í Skagafirði smiley

Við María fórum á miðvikudegi en Birgitta Olga og Heiða komu á fimmtudag og suðurnesjalýsnar þrjár Ásta Gauja og Gerða

Við hittum okkar saumavinkonur úr Sprettunum og fleiri nýjar bættust í hópinn cheeky

Eins og alltaf er eitthvað óvænt  á föstudagskvöld og laugardag og voru þetta mjög flott verkefni sem ekki má segja frá fyrr en eftir allar helgarnar

en við urðum ekki fyrir vonbrigðum því notagildið er mikið cool

Saumavélarnar fengu að vinna vel fyrir sínu en eitthvað erum við farnar að dala þvi úthaldið er ekki eins mikið og saumað fram á rauða nótt bara meiri afslöppun og spjall

Það er alltaf jafn notalegt að vera á Löngumýri og ekki sveltum við þessa daga veisla í hvert mál og svo er heiti potturinn ómissandi Á fimmtudag seinni partinn fórum við út á Sauðakrók og kíktum við í Skagfirðingabúð  borðuðum svo í Ólafshúsi

Við vorum mjög heppnar með veður þessa daga

Ferðin okkar endar alltaf í Staðarskála með hamborgaraveislu

Við komum allar sælar og ánægðar heim með tilhlökkun að ári

Myndir í albúmi

13.09.2013 21:52

Saumadagar

Við erum búnar að hittast nokkrum sinnum og sauma á þesu hausti og vorum við að endurnýta gardínurnar okkar þar sem þær gegna ekki sínu gamla hlutverki vegna breyttra húsnæðismála

 

 

Núna styttist óðum að við förum á saumahelgi á Löngumýri og er kominn mikill spenningur eins og alltaf fyrir þessar helgar

Við förum 5 frá okkur og 3 að sunnan fyrstu fara á miðvikudaginn og hinar koma á fimmtudag

28.08.2013 13:56

Fyrsti saumadagur

Við hittumst allar hressar og kátar og byrjuðum að sauma s.l mánudag í Heiðarskóla cheeky

Fyrsta verkefnið okkar á þessu hausti er að gefa gardínunum okkar nýtt hlutverk þar sem ekki er lengur not  fyrir þær á þeim gluggum sem þær voru saumaðar í og er það samvinnuverkefni okkar eins og áður og kemur í ljós seinna í hvaða hlutverk þeim er ætlað núna sem sagt endurnýttar gardínur smiley

Næsti saumadagur verður þriðjudaginn 2 september

Myndir í albúmi

20.08.2013 19:42

Fyrsti hittingur að hausti 2013

Þá er nú komið að vetrarstarfinu hjá okkur Skraddaralúsum og hittumst við allar hressar og kátar í dag heima hjá Olgu og settum niður dagskrána fram að áramótum  Takk fyrir heimboðið og kaffi og meðlæti 

Við ætlum að byrja að sauma næsta þriðjudag og hittast vikulega til að byrja með á okkar venjulegu dögum þriðjudögum

Saumahelgi verður á Löngumýri 19-22 september og förum við 5 konur þangað 

Alltaf höfum við margar hugmyndir til að deila með okkur   svo er bara að setja sig í saumagírinn og byrja á fullu

Olga og Helga Rúna halda nú utan um okkar hóp í vetur

15.06.2013 11:15

Snyrtibudda

Hér er kennsla hvernig setja á rennilás í buddu og hvernig á að sauma 

http://www.youtube.com/watch?v=0BruF6Hk9NU

31.05.2013 21:53

Saga bútasaumsins

Saga bútasaums

 

5

Margir telja að upphaf bútasaums megi rekja til Ameríku en fæstir vita að upphafið má rekja allt aftur til Egyptalands hins forna. Sjá fróðleik hér. Bútasaumurinn eins og við þekkjum hann í dag er einkum í gerð vegg- og rúmteppa úr mislitum bútum ýmist handsaumuðum og/eða vélsaumuðum. Ýmsar heimildir eru til um þetta handverk frá Ameríku og er hér er stutt samantekt frá Margréti Árnadóttur, bútasaumskonu með meiru. Vegna gífurlegs áhuga á bútasaum um víða veröld hafa sprottið upp búta-saumsklúbbar, þar sem unnið er með allt mögulegt varðandi bútasaum. Má þar t.d. nefna saumaskap á „vina-blokkum“ sem eru síðan settar saman í teppi, spjallklúbbar fyrir þá sem eru „langt leiddir“ í bútasaum o.fl.

31.05.2013 21:50

Smá upprifjun

Fann þetta á netinu skemmtileg upprifjun

Efni og áhöld

Efni: Það er hægt að nota hvaða efni sem er en best er að nota 100% bómullarefni því þau koma í ótal litum og er gott að þvo og strauja.
Vattefni til að hafa á milli yfirborðs og bakefnis en það er selt í ýmsum gerðum, bómullar og póyester - þykkt eða þunnt, með miklu lofti eða litlu. Það er mælt í grömmum t.d. 80 gr. eða 130 gr. Valið fer eftir því hvað hentar hverju sinni.
Tvinni. Bómullartvinni í lit sem fer vel við efnið. Einnig er gott að kaupa sérstakan tvinna til að stinga með hvort sem handstungið er eða notaðar saumavélar.
Hnífur sem getur auðveldlega skorið í gegn um mörg lög af efnum. Hann er mun betri en skæri þar sem skurðurinn verður mun nákvæmari og beinni. Það eru til mismunandi stærðir og gerðir hnífa frá mismunandi framleiðendum. Lítill hnífur hentar vel við venjulegan heimilissaum. Hægt er að skipta um blöð í hnífum - best að skipta þegar hann gættir að bíta vel.
Skæri eru einnig fullgilt verkfæri og er þá klippt eftir þræði. Ef skæri eru notuð þarf að sjálfsögðu ekki að hafa mottu og hníf til að skera efnið
.
Reglustika, annað hvort með tommumáli eða sentimetrum, eftir því hvað þér finnst betra að nota. Þær eru til í börgum stærðum og er 60 X 15 mjög góð stærð. Einnig er hægt að fá þríhyrningastikur og fleiri gerðir. Beinu stikurnar kuga mjög vel í flest og þær eru einnig línumerktar með 45% og 60% skálínum.
Skurðarmotta er algjör nauðsyn að hafa ef hnífur er notaður. Þær eru merktar með línum og er stærðin 45 X 60 cm. mjög góð.
Straujárn og strauborð eru til á flestum heimilum. Það eru skiptar skoðanir á því hvort betra sé að nota gufu - eða venjulegt straujárn en ef gufa er notuð straujast oftast betur en passa þarf að aflaga ekki efnið.
Fingurbjörg er gott að nota við að quilta teppið.
Saumahringur. Það er aðuvelt mál að quilta teppið/myndina í saumahring ef þræðingin er góð. Hringurinn tryggir að öll þrjú lögin haldist slétt saman.

Til baka

26.04.2013 10:36

Húsafell

 

Við fórum um síðustu helgi í sumarbústað í Húsafelli og vorum þar frá fimmtudegi til sunnudags smiley

Við vorum svona eins og farfuglarnir komum og fórum á mismunandi tímum vantaði bara eina lús með í hópinn 

Eins og venjulega þá var saumað mikið alla þessa daga langt fram á kvöld og nótt

 

Við komum allar með einn pakka með okkur sem settur var í pott og svo var dregið og fengum við allar einn pakka cheeky

 

Svo var borðaður góður matur eins og heimagerð pizza dýrindis kjötsúpa og á laugardagskvöldið grilluðum við lambalæri með tilheyrandi fínheitum 

og varð ansi heitt þann daginn í kolunum blush

Göngutúrar og heiti potturinn eru ómissandi í svona ferðum

Veðrið var gott en mikið rok og kuldi og snjókoma allskonar veður eins og von getur verið á þessum tíma Ekki var hægt að setjast út á pall núna eins og í fyrra það var svo kalt þó svo að sólin hafi brosað þessa daga smiley

Þegar komið var í Húsafell þurftu þær María og Dísa að moka pallinn til þess að komast inn

 

Þetta var sennilega loka saumahittingurinn með saumavélarnar þennan veturinn

Nýjar myndir í albúmi

 

Við ætlum að hittast heima hjá Heiðu n.k mánudagskvöld og spjalla saman og hafa smá fund

Flettingar í dag: 370
Gestir í dag: 87
Flettingar í gær: 420
Gestir í gær: 95
Samtals flettingar: 185052
Samtals gestir: 26302
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 09:01:32

Eldra efni



Umsjón með vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir

Nafn:

Skraddaralýs

Heimilisfang:

Hvalfjarðarsveit

Um:

Við erum hópur kvenna sem hittumst reglulega og saumum bútasaum Umsjón vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti
clockhere

Tenglar