Vatnaskógur 2023

atburður liðinn í

1 ár

1 mánuð

28 daga



04.08.2009 10:33

styttist í Löngumýri

Það styttist alltaf í Löngumýrarferðina okkar nú eru BARA 50 dagar emoticon emoticon og þeir verða örugglega fljótir að líða eða hvað finnst ykkuremoticon  bara tilhlökkun emoticon

Það fer líka að styttast í að við skraddaralýs förum að hittast og sauma aftur emoticon emoticon emoticon sumarið er að verða búið það er alltaf gaman  og taka upp þráðinn á ný að hausti allar endurnærðar eftir gott sumar sólbrúnar og sælaremoticon emoticon 

Suðurnesjalýs gaman væri að fá blogg frá ykkur hvernig þið hafið haft það í sumar emoticon kv Sigrún

16.07.2009 10:19

Gott sumar

Það má nú segja að við höfum haft með eindæmum gott sumar emoticon það sem af er og er það núna hálfnað Það er eins og það geti ekki ringt við erum allar orðnar alveg örugglega sólbrúnar og sælar emoticon emoticon

Tíminn liður allt of hratt það sést á því að í dag eru bara 69 dagar í Löngumýri  sem er ótrúlegt það verður komið að því áður en við vitum af emoticon

.Við skraddaralys sendum henni Selmu okkar bestu kveðjur um góðan og skjótan bata og vonum að hún verði fljót að ná sér emoticon 
 Læt þetta duga núna  kv Sigrún

05.06.2009 10:52

VORFERÐ

Við fórum í gær í ferðalag upp í Borgarfjörð emoticon Við byrjuðum á því að heimsækja ullarselið á Hvanneyri þar er alltaf gaman að koma það er ekkert smá úrval af allskonar flottum vörum Sumar höfðu aldrei komið þangað það er sennilega og stutt frá okkur
 Við ætluðum að koma henni Sigrúnu K sem býr á Hvanneyri á óvart gera innrás til hennar en við komum bara að tómu húsiemoticon 

 Síðan fórum við í heimsókn til Ásu Ólafsdóttir sem býr í Lækjarkoti   rétt fyrir ofan Borgarnes hún  er með vinnustofu þar og er margt skemmtilegt og fallegt  að gera  gaman að koma þar emoticon

Við enduðum með því að fá okkur að borða í Landnámsetrinu góðan mat með öllu tilheyrandiemoticon 
 
Þetta var mjög skemmtileg og góð ferð og sýndi okkur að það þarf ekki alltaf að fara langt til að gera sér glaðan dag þetta er bara í nágrenninu
 Ekki má gleyma bílstjóranum henni Maríu emoticon hún fór á rútunni með okkur hún klikkar ekki við erum svo öruggar að hafa skólabílstjóra í okkar liði
Þetta var síðasti hittingurinn á þessu vori þá er bara að láta sig hlakka til haustsins þegar við byrjum aftur að sauma saman  emoticon 


  GLEÐILEGT SUMAR  emoticon emoticon

27.05.2009 11:07

SUMARFR'I

Ferðalagið okkar datt niður vegna óviðráðanlegra orsaka er aldrei að vita nema við tökum einn rigningardag í sumar hver veit. En við erum komnar í sumarfrí eftir mjög skemmtilegan vetur við erum búnar að gera margt og mikið  verið duglegar að mæta vikulega til að sauma Við þökkum öllum þeim sem hafa komið í heimsókn til okkar og líka þeim sem hafa fylgst með okkur á síðunni okkar fyrir gott samstarf og óskum ykkur öllum gleðilegs og góðs sumars Hittumst hressar og kátar í haust kveðja Skraddaralýs

14.05.2009 17:25

Ferðalag

emoticon Það verður smá breyting hjá okkur næsta þriðjudag við ætlum að sleppa við að sauma en fara í ferðalag til skraddaralýsna á suðurnesjum hlökkum til að hitta ykkur emoticon emoticon emoticon

12.05.2009 10:25

Saumadagur

Næsti saumadagur verður 19 maí Vonandi getum við allar mætt því þetta verður trúlega síðasti saumadagurinn á þessu vori emoticon

Við erum búnar að panta á Löngumýri helgina 24-27 september emoticon emoticon emoticon

27.04.2009 18:00

GLEÐILEGT SUMAR

Sumardagurinn fyrsti var skemmtilegur hjá okkur emoticon Við fengum góða heimsókn frá Ölfunum í Kópavogi emoticon og var saumað frá morgni og fram eftir degi  Við vorum allar 11 skraddaralýsnar mættar og gestirnir voru 5 emoticon  Það er gaman að halda svona saumadag það er svo margt fróðlegt og skemmtilegt sem kemur framm og við lærum af hvor annari og miðlum af reynslu okkar Við komum með sitt lítið af hverju sem við höfum verið að gera til að sýna gestunum og fór það langt með að fylla eina kennslustofu í Heiðarskóla þar sást að við höfum ekki verið aðgerðarlausar í veturemoticon  Kæru Ölfur takk fyrir komuna þetta var frábær og skemmtilegur dagur og gaman að fá að kynnast ykkur betur emoticon

Nýjar myndir af saumadegi í albúmi

Nú er búið að auglýsa samahelgina á Löngumýri í haustemoticon  og verðum við að ákveða fljótt hvaða helgi hentar okkur best



Næsti saumadagur verður þriðjudaginn 5 maí á sama tíma og stað eins og venjulega

17.04.2009 11:12

Næsti saumadagur


Næsti saumadagur verður á þriðjudaginn 21 apríl í Heiðarskóla kl 15 emoticon

Sumardaginn  fyrsta þá koma Ölfurnar til okkar á saumadag emoticon

10.04.2009 17:07

GLEÐILEGA P'ASKA

Við skraddaralýs óskum öllum gleðilegra páska emoticon  Það var grein í húsfreyjunni s.l tölublaði sem er blað  Kvenfélagsambands Íslands um bútasaum og þar er smá um okkur og líka myndir og sagt frá fleiri klúbbum sem eru starfandi  emoticon gaman gaman

Nýjar myndir í albúmi emoticon

31.03.2009 22:37

Páskafrí

Við hittumst í dag og saumuðum Nú erum við komnar í páskafrí emoticon emoticon  
Næst saumum við þriðjudaginn 21 apríl á sama stað og venjulega 

 Við verðum bara duglegar í heimavinnunni nema hvaðemoticon emoticon 

Sumardaginn fyrsta ætlum við að hafa saumadag með Ölfunum sem okkur er farið að hlakka til að fá í heimsókn til okkaremoticon   

 GLEÐILEGA P'ASKA emoticon  til allra sem heimsækja síðuna okkar
 Gaman væri ef fleiri kvittuðu í gestabókina okkar emoticon emoticon

25.03.2009 21:04

Páskastuð

Við hittumst í gær og saumuðum eins og sjá má á myndunum sem ég set inn þá vorum við í páskastuði  emoticon   
 
Næsti saumadagur verður þriðjudaginn 31 mars  sem er síðasti saumadagur fyrir páska

19.03.2009 23:50

Síðasti saumadagur

Við vorum í þvílíku saumastuði á síðasta þriðjudag emoticon  við vorum að komast í páskastuð og erum að nýta afganga og gömlu efnin okkar í ýmislegt ekki veitir af í kreppuni emoticon Það má sjá á myndunum sem ég set inn að við vorum ekki aðgerðarlausar þennan dag eða í heimavinnunni  emoticon

Næsti saumadagur verður á næsta þriðjudag á sama stað og venjulega kl 15  emoticon

16.03.2009 16:11

Takk fyrir heimboðið

Við fórum á Akranes s.l laugardag á saumadag með skagaquilts konum og áttum þar ánægjulegan dag emoticon sem mikið varð úr saumað frá kl 10 - 16  Takk fyrir stelpur vonandi getum við aftur hittst fyrir vorið og saumað saman  emoticon Minni á næsta saumadag hjá okkur á morgun kl 15 emoticon

12.03.2009 15:40

Heimboð

Við höfum fengið heimboð á saumadag með skagaquiltskonum emoticon n.k laugardag kl 10 í fjölbrautarskólann á Akranesi sem við ætlum  að þiggja það er alltaf gaman að hittast og læra eitthvað nýtt og sjá hvað aðrar eru að gera  Takk fyrir boðiðemoticon 
 Það varð breyting á síðasta saumadegi við mættum heim til hennar Maríu og áttum þar notalega stund með handsaum  prjón og kíktum í skemmtilegar bækur sem Sigrún kom með frá Færeyjum emoticon  fengum líka góða hjálp hjá honum Sverri litla emoticon barnabarni Maríu sem var í pössun í sveitinni Takk fyrir kaffið og pönnukökurnar María emoticon  
Næsti saumadagur verður að óbreyttu n.k þriðjudag í Heiðarskóla kl 15.
 Hvernig er með ykkur suðurnesjalýsemoticon  ekkert heyrist frá ykkur hvað þið eruð að gera vonandi ekki hættar hvernig væri að þið skrifuðuð á síðuna fréttir af ykkur við bíðum spenntar emoticon

04.03.2009 15:47

Saumadagur

Ekkert varð úr saumadegi hjá okkur í gær og frestast hann fram á næsta þriðjudag 10 mars  Vonandi verða veðurguðirnir góðir við okkur þá emoticon  GESTUR no 10 þúsund gaf sig því miður ekki fram emoticon hefur sennilega ekki fattað að kíkja niður á síðuna og sjá númer hvað hann væri emoticon svo verðlaunin verða bara næst þegar við reynum aftur þá auglýsum við með góðum leiðbeiningum En þetta  var svo ansi spennandi að vita hver yrði sá heppni
Flettingar í dag: 419
Gestir í dag: 94
Flettingar í gær: 115
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 184681
Samtals gestir: 26214
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 23:56:40

Eldra efni



Umsjón með vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir

Nafn:

Skraddaralýs

Heimilisfang:

Hvalfjarðarsveit

Um:

Við erum hópur kvenna sem hittumst reglulega og saumum bútasaum Umsjón vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti
clockhere

Tenglar