Vatnaskógur 2023

atburður liðinn í

1 ár

1 mánuð

27 daga



08.06.2019 22:19

Saumadagar og vorferð

Þetta vorið erum við hættar að sauma og búnar að fara í vorferðina ÞVið borðuðum svo saman 

Enduðum að sauma 7 maí 

Vorferðina fórum við 8 maí og fórum við á ör námskeið í Föndurlist í Hafnarfirði lærðum þar sumar að mála á bolla og en aðrar  að hnýta 

Við borðuðum svo saman á Von Mathús í sama húsi fengum mjög góðan mat þar 

Þetta var skemmtilegur og góður dagur

Við byrjum svo aftur að sauma í september 

Við þökkum kærlega fyrir veturinn og eigum vonandi gott veður eins og búið er að vera undafarna daga 

Nýjar myndir í albúmi  

 

27.03.2019 21:34

Saumadagur 26 mars

Saumadagur var hjá okkur 26 mars í Fannarhlíð 

Góð mæting og saumað fram eftir degi 

Kaffið voru Olga og Inga með 

Nýjar myndir í albúmi 

Næsti saumadagur 9 apríl

15.03.2019 22:53

15.03.2019 22:52

Saumahelgi í Vatnaskógi 2019

Saumahelgi í Vatnaskógi var 8-10 mars s.l og tókst mjög vel

Við vorum 22 konur sem mættum Byrjuðum að sauma á föstudeginum um kl 16 og var saumað fram á sunnudag 

Mikið var saumað og margar hugmyndir til að deila 

Við vorum með smá kvöldvöku á laugardagskvöldið með pakka leik og skemmtun 

Við sveltum ekki þessa helgi matur og kaffi alla dagana sem krakkarnir sáu um þau dekruðu við okkur í alla  staði  með kaffi og komfekti  og ostum 

Veðrið var dásamlegt alla helgina blankalogn og frost 

Það er svo notalegt að vera í Vatnaskógi að við mætum aftur að ári 

Myndir í albúmi 

 

 

 

07.02.2019 14:27

Saumað með bútasaumsfélaginu

Við fórum 4 á saumafund hjá íslenska bútasaumsfélaginu og lærðum nýtt 

Verkið kallast eigið lystaverk sem var gaman að sauma 

 

Þar komu þær líka frá Pfaff og BIngvarsson með kynningu og sölu 

Nokkrar myndir í albúmi 

07.02.2019 14:08

Saumadagar í janúar

Við ætluðum að byrja að sauma í Fannarhlíð 15 janúar en húsið var ekki tilbúið vegna lagfæringar 

Við hittumst í Belgsholti og saumuðum í stofunni 22 og 29 janúar 

Nú er húsið komið í lag og næsti hittingur er þriðjudaginn 12 febrúar 

Saumahelgi verður hjá okkur í Vatnaskógi 8-10 mars 

Nýjar myndir í albúmi 

11.01.2019 12:32

Gleðilegt ár

Gleðilegt ár og takk fyrir gamla árið 

Við enduðum gamla árið á litlju jólum heima hjá Olgu 

Fengum sent jólahlaðborð heim frá veitingastaðnum Galító Akranesi 

Mættum allar með pakka sem við settum í púkk og drógum svo hver einn pakka

Við áttum mjög notalega kvöldstund saman 

 

Nú byrjar nýtt saumaár og við byrjum að sauma 15 janúar kl 14 í Fannahlíð

 

Myndir í albúmi 

 

11.01.2019 12:31

08.11.2018 15:35

Saumadagar okt og nóv

Nú er október liðinn og kominn nóvember tíminn líður svo hratt að árið er að verða búið og bara einn saumadagur 

Við saumuðum flest alla þriðjudaga í október 

Ýmislegt er verið að sauma teppi löbera svo eitthvað sé nefnt og kominn aðeins jólafílingur 

Næsti saumadagur verður þriðjudaginn 20 nóvember á sama stað og tíma 

Myndir í albúmi

16.09.2018 21:06

Vetrarstarfið hafið

Nú er vetrarstarfið hafið hjá okkur eftir blautt sumar Við hittumst í Fannahlíð 

Við byrjuðum að sauma þriðjudaginn 4 september og síðan funduðum við um vetrarstarfið og voru allar mættar

Fastir saumadagar eru annan hvern þriðjudag síðan er opið hús fyrir þær sem vilja sauma í hverri viku september og október

Við völdum stjórn og eru þær Olga , Edda Soffía og Heiða sem ætla að sjá um það

Saumahelgi verður í mars í Vatnaskógi 

Næsta opið hús er á þriðjudaginn en  saumadagur er 25 september 

05.06.2018 10:21

Vorferð í höfuðborgina

Við enduðum veturinn á að fara vorferð í höfuðborgina 28 maí
Byrjuðum á að fara í Virku þar sem hún var að loka og bættum við aðeins í efnin okkar
Við heimsóttum líka  Bóthildi og bættum þar í pokana okkar alltaf nóg pláss 
Síðan lá leið okkar til No name snyrtivörur í Garðabæ  og fengum við  góða kynningu um umhirðu húðarinnar og ein förðum lærðum þar heilmikið og ætlum við að fá Kristínu til okkar í haust til að læra meira
Við enduðum svo kvöldið með því að borða saman hjá Mathúsi Garðabæjar góðan og fínan mat
Þetta var mjög skemmtilegur dagur hjá okkur
Takk fyrir veturinn allir sem hafa fylgst með okkur
Við byrjum aftur 28 ágúst
Nýjar myndir í albúmi

28.04.2018 21:55

Vatnaskógur

Helgina 20-22 apríl var saumahelgi í Vatnaskógi

Þar fengum við frábæra þjónustu og góðan mat eins og alltaf fengum að sauma í nýja salnum sem er mjög bjartur og rúmgóður

Við vorum 17 sem mættum 6 skraddaralýs hinar voru gestir okkar

Mikið var saumað þessa helgina og lærðum við líka af hvo annari það er svo skemmtilegt

Veðrið var dásamlegt og gott að fara í göngutúra í fallegu umhverfi

Það vorum við allar sammála um að vera aftur á þessum fallega og notalega stað 

Það fóru 4 skraddaralýs sömu helgina með bútasaumsfélaginu á Blönduós 

Nýjar myndir í albúmi

19.04.2018 11:09

Saumadagur 17 apríl

Venjulegur saumadagur var hjá okkur á þriðjudaginn

Við afhentum Gullu gjöf í tilefni 70 ára afmælis hennar

Sigrún og María voru með kaffið

Núna um helgina er saumahelgi í Vatnaskógi og eigum við von á góðum saumavinkonum að eyða helginni með okkur

Nokkrar af hópnum okkar fara norður með bútasaumsfélaginu

Næsti saumadagur verðir 30 apríl á mánudegi 

Nýjar myndir í albúmi

14.04.2018 23:45

Saumadagar

Það er búið að vera eitthavð vesen á síðunni hjá okkur en er nú komið í lag 

Við höfum haft venjulega saumadaga 20 mars 3 apríl og set ég inn myndir í albúm frá þeim

Við afhentum Heiðrúnu afmælisgjöf í tilefni 70 ára 

Nú styttist óðum í saumahelgina í Vatnaskógi sem verður 20 apríl n.k

Næsti saumadagur verður 17 apríl

13.03.2018 14:02

Saumadagur 6 mars og langur saumadagur 10 mars

Við saumuðum venjulegan þriðjudag 6 mars vorum frekar fáar nokkrar í útlandinu

Birgitta og Edda Soffía sáu um kaffið 

Ný kona Halla Jónsdóttir í Gröf var með okkur 

Við vorum líka með langan saumadag 10 mars  saumuðum frá  kl 10 til 17

Við nestuðum okkur sjálfar hver fyrir sig

Gestir okkar voru Jóhanna María og Birgitta úr Borgarnesi

Við fengum símtal á facinu frá Brynju okkar sem er á Tenerife tæknin er svo mikil

Næsti saumadagur verður 20 mars

Nýjar myndir í albúmi

 

Flettingar í dag: 409
Gestir í dag: 84
Flettingar í gær: 115
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 184671
Samtals gestir: 26204
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 23:04:04

Eldra efni



Umsjón með vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir

Nafn:

Skraddaralýs

Heimilisfang:

Hvalfjarðarsveit

Um:

Við erum hópur kvenna sem hittumst reglulega og saumum bútasaum Umsjón vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti
clockhere

Tenglar