Skraddaralýs
Bútasaumsklúbbur í HvalHvalfjarðarsveit


11.10.2017 22:34

11.10.2017 17:17

Saumahelgi á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp

Helgina 5-8 okt fóru 4  konur á saumahelgi með Pjötlunum fyrir vestan

Lögðum við á stað eftir hádegi á fimmtudeginum og vorum við komnar vestur um kl 19 með góðum stoppum í Búðardal og kaffi á Hólmavík

Heiðrún var bílstjóri á sínum landcruser og var bíllinn vel hlaðinn af dóti eins og vanalega þegar farið er í saumabúðir

Mikið var saumað alla dagana og heilsubótarganga og sundlaugin notuð mikið 

Veðrið var frábært alla dagana 

Við saumuðum óvissuverkefnið á föstudagskvöldið sem var flott lítil taska inn í stærri töskur til að geyma smádótið í

Svo var vissuverkefni hjartataska á laugardaginn og ég var með sýnikennslu í að vefja körfur og sauma

Mikið var borðað alla helgina svo ekki fórum við svangar heim

Heimferðin gekk vel og komum við sælar og áægðar heim eftir vel heppnaða helgi

Takk fyrir okkur kæru saumasystur fyrir vestan

Myndir koma seinna í albúm

11.10.2017 17:12

saumadagur 3 október

Venjulegur saumadagur Ekki mjög margar sem mættar voru en mikið saumað

Heiða og Brynja sáu um kaffið 

Það er margt spennandi í vinnslu hjá konum 

Næsti saumadagur er þriðjudaginn 17 0któber

11.10.2017 17:05

Saumadagar í sept

19 september var venjulegur saumadagur og var góð mæting Olga og Dísa voru með kaffið

Var ákveðið þá að hafa langan laugardag 30 september

Við mættum 10 úr okkar klúbb og 3 gestir úr Borgarnesi

Við fórum á Laxárbakka í hádegismat og gerðum hlé á saumaskapnum á meðan við fengum góðan mat með kaffi og desert á eftir

Síðan var haldið áfram að sauma fram á kvöldmat 

Þetta var góður dagur og mikið saumað

Myndir í albúmi

 

11.10.2017 17:04

18.09.2017 09:25

Fyrsti saumadagur haust 2017

Við hittumst í Fannahlíð 5 september og byrjuðum á að sauma

Góð mæting var og við allar spenntar að byrja að sauma 

Við saumum annan hvern þriðjudag byrjum kl 14 og erum fram á kvöld 

Selma og María Lúisa voru með kaffið 

Næsti hittingur er á morgun 

Myndir í albúmi 

29.08.2017 09:09

Fyrsti haustfundur 2017

Nú hefst vetrarstarfið hjá okkur Skraddaralúsum 

Við hittumst í heimboði hjá Mæju upp í Ölver í gær til að ræða vetrarstarfið og spjall

Takk fyrir boðið Mæja

Við byrjum að sauma þriðjudaginn 5 september kl 14 í Fannahlíð og saumum annan hvern þriðjudag 

Við  hittumst hressar á næsta saumadegi og ræsum saumavélarnar

  • 1
Flettingar í dag: 9
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 65
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 440745
Samtals gestir: 97134
Tölur uppfærðar: 18.10.2017 03:41:11


Umsjón með vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir

Nafn:

Skraddaralýs

Heimilisfang:

Hvalfjarðarsveit

Um:

Við erum hópur kvenna sem hittumst reglulega og saumum bútasaum Umsjón vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti
clockhere

Tenglar

Saumahelgi Vatnaskógur

atburður liðinn í

7 mánuði

8 daga